Nýtt S.O.S. - 01.08.1959, Blaðsíða 6

Nýtt S.O.S. - 01.08.1959, Blaðsíða 6
6 Nýtt S. O. S. En þá dregur úr kaldanum, verður ekki nema 2— 3 vindstig. Það getur því ekkert orðið af því að snúa skipinu. Diebitsch horfði á vinnubrögð skip- verja athugulum augum gagnrýnandans. Hann fór mjög lofsamlegum orðum um áhöfnina: ,,Eg sé, að hver maður veit, hvað hon- um ber að gera og allir ganga rösklega að verki með festu og öryggi. Ungu sjó- mannsefnin vita líka, hvað þeim ber að gera...“ Eggers skipstjóri fer at skipinu í Bret- landi og liefst nú orlof hans. Hann ætlar meðal annars að nota fríið til þess að freista þess, að fá nokkra bót á gigtinni, sem hafði kvalið hann um hríð. Diebitsch hinn nýi skipstjóri á Pamir lét svo í haf frá Spitshead skipalæginu nokkrum dögum síðar, eða nánar tiltekið 9. júní. Tuttugu og sex dögum síðar, 1. júlí 1057, siglir Pamir yfir miðjarðarbaug. Ekkert sérstakt bar til tíðinda. Það dylst engum, að Diebitsch skipstjóri er þraut- reyndur sem stjórnari stórra seglskipa, en jafnframt varkár. Á hverju kvöldi lætur hann fella toppseglin og setja þau upp næsta morgun. Á 21,5 gráðu suður breyttist vindáttin frá austri til norðurs. Hélst svo að mestu næstu fjórtán sólarhringa, en þann 17. júlí, er Pamir var staddur á 38 gráðu suður og 53 gráðu vestur, jókst vindur- inn skyndilega og gekk þá til vestanáttar. Diebitsch vildi ekki hætta á neitt. Hann beitir uppí og með stormseglin uppi bíður hann þess í allþungum sjó, að veðr- ið lægi. Meðan beitt er uppí hefur skipið ekki uppi nema stagsegl og aftursegl. Þann 22. júlí kemur Pamir inn í mynni La Plata. Skipið. fer samkvœml fyrirskipun hafn- sögumanns 4 sjómílur suður fyrir vita- skipið hjd Recalada. Leggjumst við akk- eri og losum um 100 tonn af sandi sem var hafður sem kjölfesta. Með þessari bókun í skipsdagbókina lýkur skýrslunni um ferðina vestur um haf. Þrjá daga vinnur skipshöfnin baki brotnu við það, að moka sandinum í sjóinn. Þá létti Pamir akkerum og 26. júlí er lagst að hafnarbakkanum í Buenos Ayres. Pamir á að lesta kornvöru eins og í hinum fyrri ferðum sínum vestur. Farm- urinn er bygg eins og verið hafði tvær síðustu ferðirnar. Þegar skip lesta korn í argentískum höfnum kiæfjast Jrarlend yfirvöld þess, að öll lestarskilrúm skuli sett upp. Pamir hefur líka í lestum sínum langs- umskilrúm, sem var þó tekið niður undir lestarlúgum, því ]mi eru til óþæginda ef skipið tekur stykkjavarning. Ef skip lestar kornvöru, eru sett upp timburskilrúm og verða argentínsk yfirvöld að viðurkenna Jrann útbúnað, ef skipið á að fá leyfi til að láta úr höfn. Þessi skilrúm eru nú sett upp í lestar Pamirs, og jafnframt hefst útskipun korns- ins. Stýrimennirnir hafa á hendi umsjón með hleðslunni, en einkum er það Busch- mann, sem hefur veg og vanda af hleðsu skipsins. Buschmann var fæddur í Ham- borg árið 1931, en 1956 lauk hann svo- kölluðu A 5 prófi. Fór þá sem háseti á Pamir, en síðar á Passat. Varð hann þriðji stýrimaður á Pamir, en annar stýrimaður á sama skipi frá 1. marz 1957. Samhliða lestun skipsins hefst undir- búningur fyrir heimferðina, en nú er Pamir kominn undir merki óheillastjör-

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.