Nýtt S.O.S. - 01.08.1959, Blaðsíða 8

Nýtt S.O.S. - 01.08.1959, Blaðsíða 8
8 Nýtt S O S skipstjóra, og sumir skrifa jafnvel um liann með hrifningu. Þykir rétt, að þetta sjónarmið komi líka fram vegna þess, að nokkur blöð og tímarit hafa nær eingöngu tekið undir liinar neikvæðu raddir um skipstjórnina, og gefa því umheiminum rangar liug- myndir í þessu efni. 9. ág. bjóst Pamir til heimferðar. Farm- urinn er 3780 tonn af byggi. Efst undir lestaropin er hlaðið fjórum pokaröðum undir eftirliti yfirmanna. Kjölfesturýmið hefur verið hreinsað og fyllt af byggi. Hvert einasta skot er notað til hins ítrasta. Sumir piltanna höfðu víst harla lít- inn áhuga fyrir vinnunni, svo sem sum bréf þeirra hafa borið með sér. En sá yfirmaður, sem er ábyrgur fyrir hleðsl- unni, sem er annar stýrimaður, fullvissar skipstjórann um, að hann liafi haft vak- andi auga á því, hvernig vinnan fór úr hendi á hverjum tíma. Hann hafi gengið um lestarnar og litið eftir því, að piltarnir mokuðu bygginu þannig , að öll horn og skot fylltust: „Þeir liafa unnið vel og það hafa hermennirnir líka gert.“ „Eg er heldur ekki að setja neitt út á vinnubrögðin. Þau hafa kannske gengið of vel — of fljótt. Og hvernig er það með kjölfesturýmin, sem verst er að komast að?“ Buscher stýrimaður fullvissar skipstjór- ann um, að einnig hvað þetta snerti, hafi alls öryggis verið gætt. En Diebitsch er allt annað en rólegur. Hann er meira að segja mjög áhyggjufullur. Kannske hefði verið hið eina rétta að neita, að taka þennan hættulega byggfarm. Laust bygg fer að renna til við smávegis hliðarhalla, en laust hveiti rennur ekki til. En þetta er nú ekki í fyrsta skiptið sem Pamir flytur byggfarm og enn hefur ekkert ó- happ skeð. 10. ágúst. Pamir lætur úr höfn í Buenos Ayres. Diebitscli skipstjóri velur sömu siglingaleið og Eggers valdi jafnan til heimferðar. Á Pamir er 86 manna áhöfn, þar af teljast 34 til hinnar svokölluðu föstu áhafnar. Til hennar teljast: Skipstjóri, fjórir stýrimenn, einn lofskeytamaður, tveir vélstjórar, tveir aðstoðarvélstjórar, einn læknir, tveir bátsmenn, tveir segla- saumarar, tveir smiðir, fimm menn, sem vinna matreiðslu- og þjónastörf, fimm fullgildir hásetar og sjö viðvaningar. Þar að auki koma svo 30 yfirmannaefni og 22 skipsdrengir. Nokkuð hefur þegar verið sagt frá ævi skipstjórans og annars stýrimanns. Af þeirri frásögn er ljóst, að Diebitsch hefur verið á seglskipum árum saman. Raunar hefur liann ekki fyrr verið á fragtsegl- skipi á stærð við Pamir. Hvað er þá að segja um aðra yfir- menn skipsins? Fyrsti stýrimaður, Rolf Dieter Köhler, er þrítugur að aldri. Hann hlaut sína sjómannsþjálfun á seglskipinu „Kommo- dore Johnsen“, sem var fjórsiglt skóla- skip, og sigldi undir fána Norðurþýzka Lloyds. En þá, er Köhler kom á skipið, var búið að taka af því öll segl og skipið knúð vélarafli eingöngu. Köhler réðst seinna á ýmiss vélskip. Það var fyrst 1956 að hann sigldi á stór- seglskipi, er hann réðst annar stýrimað- ur Pamir, en hlaut stöðu fyrsta stýri- manns ári síðar. Þá vaknar sú spurning, hvort svo stuttur reynslutími væri nægur, er um svo ábyrgðarmikla stöðu var að ræða? Það er ekki óeðlilegt, þó nokkurs efa

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.