Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.07.1938, Page 22

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.07.1938, Page 22
122 Þ J Ó ÐI N Það er alkunnugt, að Sjálfstæðis- flokkurinn hefir alltaf barizt fyrir frelsi einstaklinganna: persónulegu frelsi þeirra og frelsi þeirra í við- skiptamálum og öðrum efnahags- málum. Þeir vantrúuðu geta sannfært sig um þetla af andstæðingablöðuniun. Næslum því í livert skipti, sem þau koma út, ráðast þau á Sjálfstæðis- flokkinn fyrir frelsisbaráttu lnms, sérstaklega í verzlunarmálum og öðrum, efnabagsmálum. Af þessu verður ómótmælanlega sú ein ályktun degin: Að Sjálfstæðisflokkurinn er fyrst og fremst frjálslyndur flokkur. Það er að vísu svo, að framsókn- armenn og aðrir postular aftur- lialdsins rejma að telja mönnum trú um, að hverskonar böft og fjötr- ar, sérstaklega á verzlunar- og efna- hagsfrelsi, beri vott um frjálslyndi. En það mega afturhaldspostular þessir vita, að þeir fá enga aðra til þess að trúa svona heimskulegri fölsun staðreynda en þá, sem eru aumastir þeirra aumu í andlegum efnum. b) Hvers vegna kalla þeir flokk- inn ihaldsflokk? Sumir gera það af því að þá skortir þekkingu, vitsmuni eða bvorttveggja. Aðrir telja beppilegt vegna al- menningsálitsins að uppnefna hann á þennan veg. Þeim flökrar ekki við því að selja sig i þjónustu ósanninda og blekkinga, ef þeir hafa von um að fiska eitthvað á því. Þar segja þeir sig i sveit með Jesúmúnkum, sem störfuðu í anda þeirra orða, að „tilgangurinn helgi meðalið“. Það er ekki úr vegi að geta þess bér, hvernig það atvikaðist að stjórnarliðar völdu Sjálfstæðis- flokknum þetta uppnefni. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður, liófst keppni á milli Tím- ans og Alþýðublaðsins um að fiima uppnefrii á flokkinn. Engan þarf að undra það, að þau komu á slíkri keppni á milli sín, því að það befði verið i fullu ósamræmi við siðferð- isþroska þeirra, ef þau befðu nefnt flokkinn réttu nafni. — Kepnnin stóð lengi og tillögunum rigndi nið-* ur. Jónas sá, sem á að sjá um hlut- leysi útvarpsins, varð sigurvegari i þessari rauðu siðf erðisképpni. — Hann lýsti yfir þvi, að Sjálfstæðis- flokkurinn skyldi alltaf kallaður í- lialdsflokkur í dálkum Timans. Þeg- ar „siðferðispostulinn“ hafði þettta mælt, burfu allir sálufélagar bans að því ráði, að velja honum þetta uppriefni. En þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er ekki ilialdsflokkur, beldur frjáls- lyndur flokkur, er þessi röksemda- færsla Nýja dagblaðsins fallin um sjálfa sig að þvi er snerti ísland. 2. En það er bezt að halda áfram og atbuga, bvort það sé rétt, að kommúuisminn sé fylgilinöttur i- Iialdsins og liafi því ekki vaxtar- skilyrði, þar sem „vinstri“-menn fara með völd. Nýja dagblaðið þykist sanna þetta með því að vitna til Norðurlanda- þjóðanna fjögurra.

x

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1014

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.