Heimilispósturinn - 12.12.1960, Blaðsíða 10

Heimilispósturinn - 12.12.1960, Blaðsíða 10
Það hefur aldrei skeð að ég hafi séð jólasveininn koma niður gegnum reykháfinn með gjafir í poka á hakinu, en einu sinni hef ég séð hann liggja endilangan þversum yfir rúmið mitt klukkan tvö um hábjartan daginn — hrjótandi eins og gufuvél. Þegai' þetta gerðist var ég tæpra tíu ára og lífsins skóli hafði þegar kennt mér að gera mér ekki neinar gyllivonir um hlutina. Móðir mín hafði dáið fyrir nokkrum árum siðan og við faðir minn bjuggum í húsi einu í grenndinni við Old Kentgötu. Pabbi hafði verið atvinnulaus í október og nóvember þetta ár, og það var ekki gott útlit fyrir annað en við yrðum að láta okkur nægja ódýrar pylsur í jólamatinn. Okkar einasta von var að hann tæki upp á því að snjóa rækilega, svo pabbi fengi atvinnu við snjómokst- ur. Eg mundi alltaf eftir því i kvöldbæninni minni að biðja um snjókomu, en þar eð ég drýgði alltof margar syndir á því tímabili varð árangurinn ekki sem skyldi. Það féll ekki eitt einasta snjókorn. Þetta var mildasti og þurrasti desembermánuður í manna minnum. Mér létti því stórum þegar pabbi fékk vinnu af tilviljun hálfum mánuði fyrir jól. Hann hafði farið í Stórverzlunina á torginu til að heimsækja Duffy vin sinn, sem var dyravörðui' þar. Um leið og hann kom ók sjúkrabíll upp að dyrunum, og maður í rauðum fötum var boi'inn út úr honum. — Þetta er það versta, sem fyrir gat komið, sagði Duffy. — Jólasveinninn okkar fótbrotnaði þegar hann var að ganga niður tröppur. Þegar pabbi gerðist jólasveinn, hlaut eitthvað stórkostlegt að gerast ÞEGAR PABBI VAR JÖLASVEINN Það var heldur sorglegt svona fyrir jólin. Pabbi tók upp jólasveinahúfuna, sem hafði fallið á stéttina, og setti hana hugsandi á höfuðið. — Þú kemur eins og af himnum sendur! hrópaði Duffy fullur aðdáunar. — Hún klæðir þig alveg stór- kostlega! Þetta illúðlega smetti á þér verður hreint eins og engilsásjóna! Hann greip í handlegginn á pabba og dró hann með sér innfyrir. — Þetta er lukku- dagur fyrir þig í dag, Mick. Niðri í leikfangadeildinni standa þeir og rífa hár sitt í örvæntingu af því þeir hafa ekki hugmynd um hvar þeir eiga að finna annan jólasveinn. Allir hinir hafa verið uppteknir í lengri tíma. Parðu nú niður til þeirra með jólasveinahúfuna á höfðinu og segðu þeim að þú hafir verið leikari. Þeir hlaupa beina leið upp um hálsinn á þér! Þannig byrjaði pabbi sem jólasveinn í Stórverzlun- inni — og sá leit nú vel út! Það getur náttúrlega gert okkar ódauðlegum sálum skaða að vera ölkær, en það gefur mönnum að minnsta kosti þrifalega ístru og blómlegt andlit — og hvorttveggjá er ómissandi fyrir jólasveina. Bindindismaður er ef til vill heppilegri gagnvart börnunum, en öldrykkjumaður gerir jóla- sveinsbúningnum óneitanlega betri skil, finnst mér. Launin voru tiltölulega góð í Stórverzluninni, og við áttum að fá útborgaðar þúsund krónur á aðfangadag. En vlð áttum eftir að reka okkur á, að það var hreint +s :i> i. j Qamansöm jólasaga eftir {Patnck (Ryaa ekki svo auðvelt að vinna sér þær inn. Meðal erfiðleik- anna var deíldarstjórinn i Stórverzluninni, hr. Gudgeon — smásmugulegur náimgi fullur vantrausts, sem hélt að allir hinir starfsmennirnir væru hundflatir ónytj- ungar, sem aðeins legðu sig fram við að svíkjast und- an verki og stela. —■ Ég vona bara að hamingjan forði mér frá því að gefa honum einn á ’ann fyrir jólakvöldið, drengur minn, sagði pabbi þriðja daginn eftir að hann byrjaði, meðan Pabbi hafði verið atvinnulaus í tvo mánuði, og það var ekki gott útlit fyrir annað en við fengjum pylsur í jóla- matinn. En svo fótbrotnaði jólasveinninn í Stórverzlun- inni á torginu, og þá fór heldur að draga til tíðinda. 1 □ hann sat og fékk sér fótabað í bala. — Það er mið- stöðvarhitun þarna — og svo þessi þungu stígvél, sem ég verð að trampa í — það er beinlínis óþolandi! Og ekki nóg með það — deildarstjórinn, þessi rangsnúni Gudgeon, er alveg að gera mig vitstola. Hann fylgist með hvenær ég kem og hvnær ég fer, telur fjölda þeirra bai'na, sem ég kemst yfir á klukkutímanum og gerir yfirlit yfir smáhlutina, sem hægt er að vinna í lukkupottinum. Það vantaði tvo i kvöld, og ég mátti gera svo vel og kafa með hausinn ofan i viðarull og drasl til að róta eftir þeim. Ef við þyrftum ekki svona nauðsynlega á peningum að halda, þá skyldi ég lúskra á honum með hreindýrasvipunni minni á morgun! En börnin voru ennþá verri en Gudgeon. Strákarnir virtust hafa hinar furðulegustu hrekkibragðatilhneig- ingar og litu ekki á jólasveininn sem þann, sem útbýtir gjöfum mildri hendi, heldur eitthvert fyrirbæri til að svala niðurbældum duldum sínum á. Pabbi hafði ekki mikla þolinmæði við börn — fyrir því hafði ég ýmsar áþreifanlega sannanir, — og fimmta daginn byrjaði ég að efast um að hann væri starfinu vaxinn. — Þetta fer I taugarnar á mér! sagði hann. Eg er orðinn svo hrekktur að ég þori ekki lengur að láta krakkaormana hvisla óskum þeirra í eyrað á mér. Ég horfi niður á raðir af brosandi andlitum og reyni að reikna út hvert þeirra muni vera líklegast til að hella kláðadufti niður í hálsmálið á mér eða klína tyggi- gúmmi í skeggið á mér. Það er alveg útilokað að dæma þetta rétt. Eftir því sem þau sýnast sakleysis- legri því verri eru þau! Þegar lítill, ljóshærður snáði átti að kveðja mig I dag, slengdi hann blautum froski í hendina á mér. Ég er viss um að Gudgeon og hyski hans mundi setja mig í spennitreyju áður en jólin renna upp. Ég sá fyrir hvernig þúsund krónurnar gufuðu upp i loftið. Siðferðisstyrkur pabba varð æ veikari. Það varð svo slæmt, að hann varð að leggja leið sína í „Kátu Kanínuna" í hverju hádegisverðarhléi til þess að fá eitthvað til að róa taugarnar. Þegar vesöld hans óx dag frá degi fór ég sjálfur þangað og gægðist inn um gluggann til að fullvissa mig um að hann færi í Stór- verzlunina í tæka tíð. Þannig gekk þetta stórslysalaust þangað til 22. des- ember. Það var hinn stóri dagur verzlunarinnar, því þá hélt aðalforstjórinn, hún frú Calip, sina árlegu jóla- hátíð fyrir munaðarlaus börn. Hún var eigandi fjölda stórverzlana og kom alltaf í eigin persónu á þessa há- tíð I verzluninni við Old Kentgötu. Hún var sérvitur og ekkert lamb að leika sér við, en samt sem áður vingjarnleg — og hún dæmdi deildarstjórana og stjórn HEIMILISPÓSTURINN

x

Heimilispósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1016

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.