Heimilispósturinn - 12.12.1960, Side 14

Heimilispósturinn - 12.12.1960, Side 14
Forsaga: Ung, stúlka hefur fundizt látin í kastalasíki Belray-kastalans. Fern Leighton, sem er ást- fangin af eiganda kastalans, Roddy Belry, trúir loks systur hans, Pauline, er hún reynir að stía þeim í sundur með því að segja Fern, að Roddy hafi myrt ungu stúlkuna. Fellst hún á að flýja á brott með Jim Russell, sem er ást- fanginn af henni. En Roddy naer tali af henni og spyr, hvað á bjáti . . . og færði henni það . . . Pauline, úfskýrði Fern. — Nú, svojá! Mig er farið að gruna samsæri. Pauline, sem hatar mig, og Jim, sem elskar þig, finna veski með bréfi í! Hann greip aftur í Fern og hristi hana til. — Svona nú, stúlka mín, út með söguna. Ég vil heyra hana alla saman! Fern var komin á það stig, að henni fundust allar tilfinningar til hans dauðar, og henni stóð á sama um allt: — Þú skalt líka fá að heyra hana! æpti hún framan í hann. — Afi sá þig dröslast með líkið eftir að móðir þín hafði heyrt þig rífast við stújku uppi í turn- herberginu. Þú hefur kyrkt hana þar uppi og dröslað henni niður leynistigann til þess að kasta henni í kastalasíkið. Rödd Roddy var þung og hljómlaus, þegar hann svaraði: — Þetta eru aldeilis stórkost- leg vitni, sem þú hefur. Afi þinn, sem er orðinn elliær, móð- ir mín, sem heyrir allsstaðar raddir . . . og Pauline með bréfið á nákvæmlega réttu andartaki. Hefur Pauline það ennþá? — Hún . . . brenndi það. Hann rak upp hæðnishlátur: — Þú segir ekki ? En furðu- legt að eyðileggja svo örlagaríkt sönnunargagn. En hvað þá um þig, mín hjartahreina ? Hvað hefur þú i hyggju að gera? Ég sé það á þér, að þú hefur lagt einhver áform. — Ég fer leiðar minnar sam- stundis. — Einsömul? Og þegar hann sá hræðslusvipinn i augum hennar, hristi hann hana aftur og hrópaði: — Nújá, svoleiðis! Jim Russell fer með þér! Aftur rak hann upp hlátur, og nú greip hann Fern i faðm sinn og þrýsti henni að sér. — Þú ert min, Fem, og það tekur enginn maður mína eign frá mér. Mín, heyrirðu það? Hann lét kossunum rigna yf- ir andlit hennar og háls, og hún megnaði ekki að slíta sig lausa. En skyndilega kom flokkur ferðafólks henni til óvæntrar 14 hjálpar. Roddy sleppti henni snögglega, og hún tók þegar til fótanna. Fyrst ætlaði hún að tala við frú Gleeves, en siðan hitta Jim og aðvara hann. Gamla barnfóstran spurði einskis, en lofaði þegar i stað að líta eftir Amos gamla. Létt- ari í skapi fór Fern að leita að Jim. En hún fann hann hvergi. Kyrrðin i garðinum, þar sem hún leitaði síðast, fór í taug- arnar á henni. Skyndilega var kyrrðin rofin af byssuskoti úti i skóginum. Eins og ósjálfrátt tók Fern á rás inn í skóginn, og hún- hrópaði i angist á leiðinni: — Jim! Jim! Runnar og greinar tættu kjól- inn hennar, og flæktust jafnvel í hári hennar, en hún æddi á- fram í blindni, þangað til hún hrasaði skyndilega, og þegar hún leit niður fyrir sig sá hún, að það var vinnustakkur Jim, sem lá innan um visnuð blöðin, skammt frá trjástubb, sem öxi og sög risu upp við. Þá hlaut hann sem sagt að vera þarna. Hún stóð kyr og lit- aðist um, þangað til augu henn- ar mættu reiðilegum, hörðum augum Roddy. Hann kom fram á milli trjánna með byssu undir hendinni: — Það stoðar ekkert að kalla á hann, Fern! sagði hann ís- kaldri rödd. Fern var orðvana af hræðslu, en hann rak upp hæðnishlátur: — Þú ættir að vita það, að það líðst engum manni refsing- arlaust að stela frá neinum af Belray-ættinni. — Þú hefur drepið hann, Roddy! æpti hún tryllingslega, — þú hefur skotið hann! Andlit hans var eins og stein- runnið, aðeins augu hans leiftr- uðu ógnandi, þegar hann svar- aði: — Við hverju öðru bjóstu af mér ? Augu hennar urðu flöktandi, hún skotraði þeim út undan sér í leit að nýrri undankomuleið. I sama vetfangi kom Prins í ljós í runnunum að baki henn- ar. Koma hundsins rauf lamandi hræðsluna, sem hafði gagntekið hana, og hún gat aftur talað: — Ég verð að fara aftur til afa. Hann er fárveikur og . . . Roddy greip hranalega frammí fyrir henni: — Þú varst ekki mikið að hugsa um hann, þegar þú ætl- aðir að yfirgefa hann og hlaup- ast á brott með Jim Russell. Heldurðu það virkilega, að ég hafi í hyggju að láta þig svona vafningalaust hlaupa til lögregl- unnar? Nei, það skal ég sann- arlega koma í veg fyrir. Svona, farðu aftur til kastalans! Hann hafði getið sér rétti- lega til um hugsanir hennar, því að henni fannst það raunveru- leg skylda sín að fara til lög- reglunnar. Bæði Roddy vegna og allra annara, fannst henni hún skyldug til að koma upp um hann. En til þess fékk hún ekkert tækifæri. Roddy skipaði henni að ganga á undan, og kom sjálfur í humátt á eftir ásamt stóra hundinum. En Fern gerði sér það mætavel Ijóst, að þegar hún væri komin inn fyrir veggi sjálfs kastalans, myndi hún hafa næsta litla möguleika á að bjarga sér, og þessvegna greip hún til örvæntingarúrræðis, þeg- ar hún kom að stórri hurðinni. Hún flýtti sér að opna hana, stökk innfyrir, lokaði hurðinni og læsti henni. Síðan flýtti hún sér í gegnum forstofuna og inn í setustofuna, þar sem hún fann Pauline við símaborðið. — Fljótt. . . stundi Fern með andköfum — ... kallaðu á lög- regluna. Roddy er genginn af göflunum. Hann er lifshættuleg- ur! Pauline leit andartak á hana: — Hvað segirðu,- að Roddy sé? spurði hún hægt. Fern brast í grát: — Hann skaut Jim. — Ég aðvaraði þig í tíma. Nú er það um seinan. — Lögreglan! stundi Fern. — Það tæki alltof langan tíma. Þér er fyrir beztu að fela þig, Fem, hélt Pauline rólega áfram. — Ég þekki reiðiköstin, sem Roddy fær, og þú ert ekki örugg hérna. Feldu þig niðri í kjallara, þá skal ég reyna að róa hann. Hún opnaði hliðardyr og ýtti dauðskelkaðri stúlkunni inn i dimman gang, sem lá að eldhús- inu og áfram niður í kjallarann. Fern tók til fótanna. .. eftir löngum göngum og niður eld- gamla stiga. Myrkrið umlukti hana á alla vegu, þegar hún komst alla leið niður, og nú þreifaði hún sig varlega áfram. Rakaþrungið, kæfandi loftið var að gera út af við hana, og hún greip andann á lofti. Skyndilega heyrðist eitthvað þrusk inni í næsta fangaklefan- um, og hún rak upp niðurbælt óp. Hræðsla bernskuáranna við dimma neðanjarðarhvelfingu kastalans gagntók hana, og hún sneri við til að flýja. En þá heyrðist hvellt óp, og strax á eftir barsmíð á hurð, og henni varð ljóst, að þarna var lifandi manneskja stödd. — Hjálp! Hjálp! Opnið fyrir mér! Skjálfandi læddist Fern á hljóðið. Hún þreifaði sig eftir veggnum að dyrum fangaklef- ans og komst að raun um, að þungum boltanum hafði verið skotið fyrir hurðina. Þegar hún hafði losað boltann, opnaðist hurðin, og maður reikaði út. — Hver . . . hver er . . . stundi Fem, en í sama vetfangi gripu tvær sterkar hendur um axlir hennar, og hún gerði sér ljóst, hver þetta var. — Jim! hrópaði hún. — Ö, nei. . . þetta getur ekki verið þú, Jim. Roddy skaut þig til bana úti í skóginum! En þetta var Jim, enda þótt Fern ætti erfitt með að trúa þvi, jafnvel eftir að þau voru kom- in út úr myrkrinu og inn i smá- glætu, sem smeygði sér inn um gluggaboru. Andlit hans var meitt, og munnurinn bólginn. Fern starði á hann: — Ég skil þetta ekki hvíslaði hún. — Hversvegna lét Roddy mig halda, að hann hefði skotið Þig? Jim yppti öxlum. — Ég veit ekki, hvað kom þér til að segja honum af fyrirhug- uðum flótta okkar, eftir að þú sjálf hafðir sagt, að við skyld- um halda honum leyndum. En hann bað mig að koma með sér niður í kjallara til að líta á brot- ið handrið, og sá réðst hann al- veg óvænt á mig. Ég missti jafnvægið, og þá dró hann mig inn í fangaklefann og læsti mig þar inni. Fern sagði honum af rifrildi þeirra og hótunum Roddy. — Hann hefur áreiðanlega verið á fuglaveiðum, sagði Jim, og þegar þú ásakaðir hann fyrir að hafa skotið mig, hefur hann ætlað sér að kvelja þig dálítið. En nú verðum við að koma okk- ur í burtu héðan, Fern, því að það er hættulegt fyrir okkur að vera hérna lengur. Hlustaðu! Hann lyfti hendinni. Innan úr stofunni barst fram á ganginn ómurinn af reiðilegum röddum. Það voru Roddy og Pauline, sem rifust. — Við fáum bilinn að láni hjá Tinu Sparling, sagði Jim lágt. — Við getum alltaf skilið hann einhvers staðar eftir. — Tinu! sagði Fern. — En við verðum að hafa hana á burtu með okkur. Við getum ekki skil- ið hana eina eftir hérna. — Nei, það er víst rétt hjá þér, svaraði Jim. — Geturðu ekki læðst upp á herbergi til hennar? Hún er áreiðanlega að hafa fataskipti fyrir kvöldverð- inn. — Já, ég skal gera það. Bíddu hjá bílnum á meðan, Jim. Tina var uppi í herberginu sínu, en hún var ekki að hafa fataskipti. Hún var að láta nið- ur i ferðatöskur sínar. -r- Hefur Pauline sagt þér, að ég sé að fara, Fern? sagði hún. — Ég er líka að fara, svaraði Fern og tók að hjálpa henni. — Við fylgjumst að í burtu héðan, Tina. Það er bezt fyrir þig að flýta bér af stað. — Er ég elska Roddy, kvein- aði Tina. — Hann skrifaði mér meira að segja og bað mig að koma. . . svo elskulegt bréf. Sjáðu bara til, Fern. Hann segir, að við verðum að ræða mögu- leikana á hjónebandi, og eg flýtti mér þegar I stað hingað. Nei, hvað í ósköpunnm er orðið af bréfinu ? Hún tók að róta öliu til í leit að bréfinu. En Fern hafði rétt fyrir sér og starði stíft framfyr- ir sig. Hafði Roddy boðið tveim stúlkum til Belray? Það hljóm- aði ekki sennilega, og smám saman fór ný mynd af ástand- inu að skýrast fyrir hugskots- sjónum hennar. Tina sneri sér að henni. Undr- unin skein úr augum hennar: —- Það er horfið, Fern. En ég er sannfærð um, að ég lét það í bréfamöppuna mína eftir að ég sýndi Pauline það. — Manstu nákvæmlega, hvað stóð í þvi? spurði Fern titrandi rödd. — Ég man nú ekki alveg orð- rétf eftir þvi. . . — En ég man það kannski, greip Fem fram í fyrir henni og fór með setningarnar, sem höfðu brennt sig inn í vitund hennar, frá orði til orðs. Það var bréfið, sem Pauline hafði fengið henni í eldhúsinu, bréfið, sem átti að hafa fundizt í veski myrtu stúikunnar. Tina hlustaði á hana með op- inn munn, og þegar Fern hafði lokið máli sínu, sagði hún reiði- lega: — Varst það kannski þú, sem rændir bréfinu frá Roddy? Ég verð að segja það, að ég hef aldréi vitað aðra eins frekju. — Nei! Nei! hrópaði Fern. — Pauline rændi bréfinu, og það er ég, sem Roddy vill giftast. En Pauline vill láta ákæra bróð- ur sinn fyrir morð! — Er . . . ey hann ástfanginn af þér? hvíslaði Tina og sett- ist niður. — En hvers vegna skrifaði hann mér þá þetta bréf ? — Okkur lenti saman, mér og Roddy, útskýrði Fern. — Þú ættir nú að vita, hvernig hann er. Hann þolir ekki neinskonar gagnrýni. Svo hefur hann skrif- að þér aðeins til að ná sér niðri á mér. Hann getur verið ákaf- lega tillitslaus við aðra, þegar honum rennur í skap, en . . • þessvegna þarf hann ekki að vera morðingi. — Hver segir, að hann sé það ? Tina starði á Fern. HEIMILISPÓSTURINN ÆTTARÓÐALIÐ 5. hluti hinnar spennandi framhaldssögu

x

Heimilispósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1016

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.