Sagnir - 01.04.1980, Blaðsíða 28
ekki þekktar lengra aítur
en til 1856, sbi', Tölíræði-
handbók, 1974: 48.
(29) Hér býr sú hugmynd að
baki að frjósemi kunni að
vera breytileg ekki aðeins
eftir lífaldri konu,held-
ur og eftir "hjúskapar-
aldri" hennar,fjölda
undangenginna fæðinga eða
náttúrulegra fósturláta.
(30) Ef um er að ræða samfélag
þar sem "fjölskylduáætlan—
ir" eru orðnar lenska,
fylgir þessi stærð gift-
ingaraldri; ella er hún -
mælikvarði á aldursbundna
ófrjósemi kvenna.
(31) Sjá Guillaume & Poussou,
82-88; Imhof , 1977 :97-101;
Hollingsworhth,111-136
og 148-156.
(32) Tengd slíku samstarfi er
sú þróun er hefur leitt á
síðari árum til "opnunar"
félagsvísinda,eins og
félagsfræði og mannfræði,
fyrir sögulegum viðfangs-
efnum. Hér má nefna dæmi
enska mannfræðingsins A.
MacFarlane sem samið hefur
handók með tákrænum titli,
Reconstructing Historical
Communities(London 1977).
(33) Meðal sagnfræðinga sem
hafa lagt rækt við
"l'histoire des menta-
lités" innan sögulegrar
lýðfræði verða hér nefndir
sérstaklega F.Lebrun (Les
hommes et la mort en Anjou
auXVIIi et au XVIII^
siécles (Paris- la Haye
1971) og J.L.Flandrin
(Conception,mariage et
relations amoureuses dans
1 Occident chrétien .
Annales E.S.C., 6 (1969),
T37(5-W.-------
(34) Þessi hugmynd gengur einn-
ig ljósum logum hérlendis
þótt Manntalið 1703(tafla
VIIl)beri með sér að þrír
ættliðir fundust ekki nema
á u.þ.b. tíunda hverju
heimili.að meðtöldum
tengdaforeldrum ,stjúp-
foreldrum og föður/móður-
bræðrum eða - systrum
húsráðenda. Þótt hlutfall-
ið hafi vissulega farið
hækkandi á öðrum og þriðja
fjórðungi 19.aldar,má
samt fullyrða að hugmynd-
in styðst ekki vð rök í
fólksfjöldasögu landsins
á þeim öldum sem nokkuð
áreiðanlegar tölur eru
til frásagnar um. Er það
í samræmi við niðurstöð-
ur fjölþjóðlegra rannsókna
sjá P.Laslett (útg.),
Family and Household in
Past Time(London 1972).
(35) Flestar sóknir á íslandi
á 18. - 19.öld voru langt-
ura fámennari. Arið 1850
töldu aðeins 15% sókna
fleiri en 300 manns(eða
45 af 298).
(36) Af hagkvæmnisástæðum hafa
menn yfirleitt ekki full-
nægt þessari kröfu. Flest-
ar rannsóknir af þessu
tagi hafa í reynd aðeins
tekið til einnar sóknar.
(37) Ekki er víst að "heildin"
í þessum skilningi bygg-
ist á landfræðilegri ná-
lægð; sókn sem liggur við
sjávarsíðu getur hæglega,
m.a. vegna svipaðra at-
vinnuhátta,átt meira sam-
merkt í lýðfræðilegu til-
liti með sjávarsókn í öðr-
um lándshluta en með sókn
í sömu sýslu sem liggur
fjarri sjó.
(38) Ef aldursskiptingin breyt-i-
ist mikið frá einu árabili
til annars er viðbúið að
menn mistúlki slík hlut-
föll. Þekkt er dæmi Frakk-
lands á árunum 1945-1965
þegar fæðingartíðni fór
lækkandi á sama tíma og
frjósemi franskra kvenna
var á uppleið.
(39) Yfirleitt kemur góður
hluti hinna brottfluttu
fram á sjónarsviðið í ná-
lægum sóknum. Af þeim sök-
um m.a. er eftirsóknar-
vert að gera samtímis út-
tekt á samliggjandi sókn-
um.
(40) Slíkar gloppur geta verið
af ýmsu tagi; sumar eru
tilviljunarkenndar og því
hendingu háð hvort þeirra
verður vart; aðrar.t.d.
vanskráning á greftrun
ungbarna og andvana fæddra
hafa sýnt sig aðvera
reglubundnar. Sjá t.d. K.
Pitkanen,The Reliability
of Registration of Births
and Deaths in Finland.
Histororisk tidskrift (s.)
2 (1978)/269-79.