Sagnir - 01.04.1980, Blaðsíða 34

Sagnir - 01.04.1980, Blaðsíða 34
Það mætti á hinn bóginn á- fellast sagnfræðinga fyrir að hafa ekki verið nógu duglegir við að gera öllum þeim rann- sóknarniðurstöðum, sem fyrir liggja, skil, með því að semja á grundvelli þeirra einhvers konar "populariseruð" verk,t. d. í formi yfirlitsrita. Ingólfur: Mér finnst óþol- andi að bókaútgáfur gefi út þýðingar á erlendum sagnfræði- bókaflokkum og láti ekki sagn- fræðinga annast ritstjórn og þýðingar fremur en líffræðinga og annað fólk sem eflaust kann til verka á sínu sviði en stendur menntuðum sagnfræð- ingum ekki framar í þýðingu á sagnfræðiritum. Ég á hér við Heimsstyrjaldarsögu B.A.B. Sagnfræðingafélagið þarf að hljóða hátt í svona tilvikum. Sagnir: Eru íslenskir sagn- fræðingar ekki einfaldlega allt of framtaks- og afkastalitlir? Ingólfur: Mér finnst sagn- fræðingar gera of mikið af því að vilja þrautkanna viðfangs- efni áður en þeir birta eitt- hvað af sínum niðurstöðum. Að birta eitt og annað, sem orkar tvímælis, getur hvatt til frek- ari rannsókna. Vitaskuld verður að hafa hæfilega fyrirvara á slíku efni. Helgi: Þetta er rétt en ég held samt að sagnfræðingar hafi á undanförnum árum verið að losna undan þessu fargi. Ég nefni Sögu Islands til marks um það að menn þori að fjalla um efni, sem ekki eru þraut- könnuð, þá með það m.a. að markmiði að þessi umfjöllun vekji umræðu, varpi ljósi á mikilvæg úrlausnarefni og hvetji til rannsókna. Sigurður: Afköst manna verð- ur nú að skoða út frá þeirri aðstöðu, sem menn hafa til starfa. Tiltölulega fáir geta einbeitt sér að fræðunum ein- göngu, en jafnvel þeir sýna oft á tíðum takmörkuð afköstj það verður að viðurkennast. En þetta er mjög einstaklingsbundið. Sagnir: Svo vikið sé að öðru. Hafa íslenskir sagnfræð- ingar bundið sig um of við um- fjöllun um Islandssögu? Helgi: Já, mér hefur fund- ist það.Það er kannski eðli- legt sökum einangrunar Islands; íslensk vandamál eru um margt mjög sérstök, Eg held þó að ís- lenskir sagnfræðingar séu að rjúfa einangrun sína. Þeir sækja betur en áður ráðstefnur í nágrannalöndum og eru sér meðvitaðri um sagnfræðilega um- ræðu erlendis.Ég held líka að menn séu að gera sér grein fyr- ir því hversu nauðsynlegt er að Islendingar riti fyrir Is- lendinga um mannkynssöguleg efni, t.d. að gerð sé grein fyrir stöðu Islands í þeim mál- um, sem verið hafa efst á baugi á 2o. öld. Ég vil einnig nefna í þessu sambandi að íslenskir sagnfræð- ingar ættu að gera sér betri grein fyrir því að þeir eiga frændur í nágrenninu, sem hafa við lík vandamál að fást; ég hef í huga Færeyinga og íbúa Norður-Noregs og sögu þeirra á 19. og 2o. öld. Viðræður við færeyska og norska sagnfræðinga um nýlega sögu gætu orðið mjög gagnlegar. Eins vildi ég óska að höfð væri aukin hliðsjón af sögu Grænlendinga á 2o. öld. Sigurður: Það er alveg Ijóst að íslandssagan hlýtur alltaf að sitja í fyirrúmi hjá íslensk- um sagnfræðingum. Við getum tek- ið dæmi frá öðrum löndum. Ég held t.d. að það séu fáir nor- rænir sagnfræðingar, sem unnið hafa sín mestu rannsóknarverk í sögu annarra landa en síns heimalands. „ Grasrótin”- „ Yf irbyggingin ■* Sagnir: Hvað hafið þið um efnisval íslenskra sagnfræð- inga að segja?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.