Sagnir - 01.04.1980, Blaðsíða 32

Sagnir - 01.04.1980, Blaðsíða 32
Sigurður: En ef menn setja sig um of í slíkar stellingar; rr þá ekki hætta á að múr mynd- is! milli "fræðanna" og al- mennra áhugamanna? Ingólfur: Nútíma félags- fræðirannsóknir með notkun tölvu verða trauðla gerðar af ólærðu áhugafólki. Sagnfræð- in hefur ekki beitt slíkri að- ferðafræði að hún komi í veg fyrir að óháskólamenntað fólk geti lagt stund á hana og kornist að ámóta merkum niður- stöðum og háskólamenntaðir sagnfræðingar. Gera verður þá kröfu til háskólanámsins í sagnfræðinni að það efli rann- sóknir og kenni fullkomnari aðferðir en fólk almennt á möguleika á að læra af sjálfu sér. Sagnir: Oft fær maður það á tilfinninguna að viðfangsefn- um sé "stolið" frá sagnfræðing- um; að ekki sé leitað til þeirra sem skyldi. Er þetta vandamál? Helgi: Ég held að fólk velk- ist ekkert í vafa um það að sagnfræðingar geti oftast gert betur en ómenntað áhugafólk. Háskólamenntun í sagnfræði ætti ekki síst að snúast um og snýst vonandi um það að gera betur og uppfylia fyllstu kröfur um fræðileg vinnubrögð. En fólk gerir einatt ekki miklar kröf- ur, sættir sig við einfaldar lausnir. Þeir sem þurfa að láta vinna sagnfræðilega vinnu telja oft að háskólamenntaðir sagnfræð- ingar séu of seinvirkir og setji sér of miklar fræðilegar kröfur og vinna þeirra sé þess vegna of dýr. Því eru frekar ráðnir "góðir pennar” sem eru íljótv.irkir. Þarna verða há- skólamenntaðir sagnfræðingar að finna lausn. Ef allt væri með felldu ættu þeir oft að geta afkastað miklu á skömmum tíma í krafti menntunar sinnar og þekkingar og uppfylla þó allstrangar kröfur. Sagnir: Eru sagnfræðingar e.t.v. of einangraðir frá al- menningi? Sigurður: Því fer fjarri. Ég held að óhikað megi full- yrða að hér á landi hafi verið og sé enn almennur áhugi á sögu og allt kapp beri að leggja á að viðhalda þessum á- huga og efla hann. Ekkert væri í rauninni hættulegra fyrir viðgang fræð- anna en að þetta "jarðsamband" rofnaði. Sagnfræðin hefur að mörgu leyti betri aðstöðu en flestar aðrar greinar til að viðhalda til frambúðar virku sambandi við almenning. Helgi: Ég vil taka undir þetta og hér býður Sögufélagið og tímaritið Saga upp á sér- stakt tækifæri. En því má ekki gleyma að það verður að fjalla um sögu þannig að fólk geti notið hennar. Mér virðist hafa stefnt í öfuga átt að því leyti að menn verða um of fræðilegir; fjalla ekki um sögu með þeim hætti sem al- mennmgur telur aðgengilegan, en það er hægt að gera slíkt mjög vel og hafa samt strang- ar kröfur um fræðilega úr- vinnslu. Sagnir: Oft virðist manni sem ómenntaðir áhugamenn um sögu nái betur til almennings með skrifum sínum en svokallað- ir sagnfræðingar. Er þetta rétt? Ingólfur: Er það þá ekki að- allega val viðfangsefna sem því ræður? Mér er t.d. til efs að mörg þau efni, sem sagnfræð- ingar á síðustu árum hafa ver- ið að fást við, höfði svo mjög til verkafólks í Reykja- vík, svo dæmi sé tekið. Hvers konar fólk kaupir SÖGU? Helgi: Varðandi spurninguna þá held ég að þetta sé rétt og það sé bæði um að kenna vali á viðfangsefnum og eins stíl og framsetningu. Þeir, sem við getum kallað "alþýðlega sagn- fræðinga", hafa sjaldnast tam-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.