Sagnir - 01.04.1980, Blaðsíða 40

Sagnir - 01.04.1980, Blaðsíða 40
Sogufolsun kommanna Er hægt að nota söguna í pólitískum tilgangi? Já, það er hægt að gera. Ef við lítum á pólitíska umræðu hér á landi, þá hefur það oft slegið mig illa að til skamms tíma hefur það verið tiltekinn hópur manna, frekar en að segja flokkur, sem hefur kannski ver- ið meira áhugafólk um sögu og notað hefðbundin sögurök til að komast að niðurstöðu í sína þágu. Hér á ég við kommana og þ,á staðreynd að þeir hafa í hinni pólitísku baráttu sinni komið sér upp nokkuð vélrænni röksemdafærslu, sem er byggð á sögulegum rökum og gengur út á það að segja sjálfstæðissögu íslendinga í gegn um þjóðveld- ið, 16o2, 1662, sjálstæðisbar- áttu 19. aldar,iðnbyltinguna hér, 1918, 1944. SÍðan er þetta tengt beint yfir í herstöðvar- málið. Að baráttan fyrir órsögn úr NATO og það allt saman sé eitthvert sjálvirkt öögulegt fram- hald í þessum efnum. Þessu hefur eiginlega aldrei verið svarað. Ég er þeirrar skoðunar að hér sé um að ræða fullkomlega fölsk söguleg rök. Hér hefur verið byggð upp nánast fölsk söguímynd (söguleg goðsögn), sem margir hafa étið upp, en fyrir þessu er hefð og saga, sem á sér rætur aftur til ungmenna- félagshreyfingarinnar. Þetta er dæmi um hvernig hægt er að segja söguna í sína þágu og gera það mjög villandi. NÚ megum við ekki gleyma því að sagan er ekki fræðigrein nema að mjög takmörkuðu leyti. Saga er í raun almenningseign, allir eru notendur og eigendur hennar. Hinn almenni maður færir ekki flókin stærðfræðileg rök íyrir máli sínu en hins vegar flytti hann gjarnan hin flókn- ustu sögulegu rök fyrir máli sínu. Þetta er nokkuð sem sagn- fræðingar verða að lifa með. Þeirra fræðigrein er hluti af hinu daglega lífi og þar er henni oft beitt sem tilfinningalegu tæki. Af ásettu ráði bjuggu t.d. Jón Sigurðsson og fylgismenn hans til alveg falska goðsögn um verslunarsöguna, sem tæki í sjálfstæðisbaráttu 19. aldar. Raunvísindaleg skoðun verslunar- sögunnar dregur hins vegar upp töluvert aðra mynd. Söguleg rök vega nú ekki eins þungt og í þá daga. Samfélagið er alltaf að breytast og menntun að aukast og undirstaða góðrar^ menntunar er að brjóta niður mót- sagnir og falskar goðsagnir. Ég minntist áðan á Þorstein Thorarensen, en með aldamóta- sögunni finnst mér hann einmitt hafa sýnt hugrekki, sem aðrir __ hafa ekki gert áður, í að brjóta í bága við hefðbundna söguskoðun, að brjóta niður goðsagnir. Því má bæta hér við að þegar menn eru að ganga hér í stjórn- málaflokka eru þeir auðvitað að tengjast sögunni með vissum hætti. Við búum við flokkakerfi sem á rætur á árunum 1916 til 1930. Þetta flokkakerfi hefur breyst merkilega lítið sxðan. Ég tel hins vegar að saga þessa flokka- kerfis hafi verið sögð mjög ein- hliða. Það hafa t.d. verið gefnar æði frumstæðar skýringar á kosn- ingaúrslitunum 1934, sem eru kosningaúrslit, sem valda bylt- ingu . Við getum tekið önnur mikil- væg mál, s.s. lýðveldismálið, nýsköpunartímabilið, inngönguna í NATO. Við búum að ég held við mjög frumstæðar söguskýringar a' því hvað hér raunverulega hefur átt sér stað og hafa tilfinninga- rök verið of áberandi. Einnig hefur ótrúlega lítið verið skýrt í hagsögulegu tilliti. Því dýpra sem maður starfar í stjórnmála- flokki, þeim mun meira fær maður þetta á tilfinninguna. Sagnfrædi eda saga ÞÚ talar um að lítið hafi verið skýrt £ hagsögulegu til- liti. í framhaldi af því,‘ hvert er álit þitt á sögulegri efnis- hyggju?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.