Sagnir - 01.04.1980, Blaðsíða 4

Sagnir - 01.04.1980, Blaðsíða 4
© því, hvaða áhrif þessi vit- neskjan eða hin túlkunin sé líkleg til að hafa. Og það er þegjandl gengið út frá því að þekkingaröflunin eigi að lúta lögum fræðimennskunnar. Ef ég væri sjálfur áhuga- laus um fortíðina, eða viður- kenndi ekki forgang sannrar þekkingar og rökréttrar túlk- unar fram yfir ímyndun á því sviði, eða tæki önnur sjénar- mið fram yfir hin fræðilegu sem mælikvarða sannrar söguþekking- ar; í einu orði ef ég skynjaði ekki núverandi sagnfræði sem neina menningarlega þörf; þá væri mjög erfitt að sýna mér fram á hagnýtt gildi hennar, jafnvel þött auðvelt væri að benda mér á víðtæka notkun hennar, svo sem í skólum, í þjóðmálaumræðu og við gerð skemmtiefnis fyrir bækur og aðra miðla. í fyrsta lagi þætti mér öll þessi notkun óþörf og ástæðu- laus. Þótt sögunám í skólum geti sjáifsagt veitt ágæta þjálfun, andlega og félagslega, sé ég ekki af hverju endilega er kennd saga, ef söguþekking hefur ekki tilgang fólginn í sjálfri sér, og ekki annað námsefni, valið beinlínis eft- ir hentugleikum þess til þeirr- ar þjálfunar sem skólinn vill veita. Né heldur skil ég hvers vegna stjórnmálaspámenn og skemmtihöfundar þurfi að velja sér efni aftan úr fortíð. Þá segir þú kannski, að af sögunni megi draga beina lær- dóma fyrir samtímann; og þú byrjar að snjóa yfir mig dæm- um. Sum eru góð og gild, en þau fela það í sér að verklag sagnfræðinga sé virkjað í þágu annarra fræðigreina. Svo er um mat á landamerkjaskjölum fyrir dómi og um margvxslega úrvinnslu sögulegra heimilda í þágu félagsvísinda. En það þarf ekki að viðhalda sagnfræð- inni nema að litlu leyti til þess að hún geti rækt þessi hlutverk. Flest dæmin eru um vondar ályktanir. Ýmist draga menn lærdóma af sögunni þar sem skynsamlegra væri að byggja á einhverju öðru, eða - og er það tíðara - að menn tína út úr sög- unni valin dæmi til að skjóta mælskustoðum undir skoðanir sem þeir hafa þegar myndað sér. Síkt hlutdrægt val athugunar- efna ógildir niðurstöðuna sem raunverulega ályktun. (Ef draga á af fortíðinni lærdóm sem gildur sé fyrir samtíðina, verður að líta á athugunarefnin sem gilt úrtak þeirra dæma sem til greina geti komið. Slík hugsun er eiginleg félagsvís- indum, framandi sagnfræðinni„) Þetta sýnir samt, segir þú, að sagan sé nytsamleg við boðun skoðana. Nokkuð til í því. Svo mikið, meira að segja, að það er til skiptanna í tvo staði. Það má nota söguna til að flytja frá kynslóð til kyn- slóðar nokkurn veginn almenn eða viðurkennd gildi og sjón- armið eins og þau eru þar og þá» sagan sem skólafag getur verið sérlega hentug í þeim tilgangi. Og í annan stað er sagan notuð í umræðum um álitamál samfél- á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.