Sagnir - 01.04.1980, Blaðsíða 46

Sagnir - 01.04.1980, Blaðsíða 46
@ Andstada gegn flokksrsecíi Fjórða meginmálið og það sem sameiginlegt hefur verið öllum flokkum án tillits til hægri/ vinstri skiptingar, er slagorðið "gegn flokksræði". Að sama skapi og önnur mál, hefur þetta verið sett fram á mismunandi forsendum. Þjóðveldismenn gengu langt fram í þessu máli að því leyti að þeir fordæmdu flokkakerfið í heild sinni og töldu það vera afurð úreltrar sérhagsmunabaráttu ein- stakra stétta. Hins vegar vildu þeir auka vald forseta og þjóð- kjörinnar þingdeildar á kostnað flokkaskipts þings. Krafan um þjóðaratkvæðagreiðslur , sem síð- ar kemur fram hjá öháða lýðræð- isflokknum og Lýðræðisflokknum 1974, er af sama meiði. Vinstri flokkarnir, þ.e. Frjálslyndir vinstri menn, Þjóðvarnarflokkur Utan flokka-Alþýðbandalag, Sam- tökin og svo KSML og Fylkingin réðust hins vegar ekki gegn flokkakerfinu sem slíku, heldur töldu þeir borgaraflokkana mis- nota aðstöðu sína og framkvæma ýmsar þær aðgerðir í krafti að- ildar sinnar að ríkisvaldinu, sem væru brot á lýðræðislegum hefðum og stjórnarskránni. Einnig gagnrýndu þeir þingflokkana fyr- ir þröngsýni og sérhagsmuna- stefnu, sem byggðist á því að flokkakerfið væri staðnað og stæði á röngum stéttarlegum grundvelli. Flokksræðið birtist að þeirra mati m.a. í óeðlilega miklu valdi flokksforustunnar, sem væri í fárra manna höndum, en kjósandinn og hinn almenni flokksmaður hefði ekki sömu að- stöðu til að koma skoðunum sín- á framfæri né taka ákvarðanir. Flokksforustan væri því í að- stöðu til að taka gerræðislegar ákvarðanir sem væru x engu sam- ræmi við vilja meirihluta kjós- enda. Krafan væri því að öll ákvarðanataka yrði gerð lýð- ræðislegri. Þessari umræðu tengdust einnig hagsmunaandstæð- ur dreifbýlis/þéttbýlis, einkum hjá Framsóknarmönnum 1946 og Mýneshreyfingunni 1963, en um Mýneshreyfinguna má segja að hún hafi einfaldlega verið þjóðernissinnuð dreifbýlishreyf- ing. Smáflokkarnir töldu einnig að flokksræðið birtist greini- lega í viðbrögðum þingflokkanna við framboðum sínum, skipulagn- ingu kosninganna og kjördæma- skipuninni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.