Sagnir - 01.04.1980, Side 46
@
Andstada gegn flokksrsecíi
Fjórða meginmálið og það sem
sameiginlegt hefur verið öllum
flokkum án tillits til hægri/
vinstri skiptingar, er slagorðið
"gegn flokksræði". Að sama skapi
og önnur mál, hefur þetta verið
sett fram á mismunandi forsendum.
Þjóðveldismenn gengu langt fram
í þessu máli að því leyti að þeir
fordæmdu flokkakerfið í heild
sinni og töldu það vera afurð
úreltrar sérhagsmunabaráttu ein-
stakra stétta. Hins vegar vildu
þeir auka vald forseta og þjóð-
kjörinnar þingdeildar á kostnað
flokkaskipts þings. Krafan um
þjóðaratkvæðagreiðslur , sem síð-
ar kemur fram hjá öháða lýðræð-
isflokknum og Lýðræðisflokknum
1974, er af sama meiði. Vinstri
flokkarnir, þ.e. Frjálslyndir
vinstri menn, Þjóðvarnarflokkur
Utan flokka-Alþýðbandalag, Sam-
tökin og svo KSML og Fylkingin
réðust hins vegar ekki gegn
flokkakerfinu sem slíku, heldur
töldu þeir borgaraflokkana mis-
nota aðstöðu sína og framkvæma
ýmsar þær aðgerðir í krafti að-
ildar sinnar að ríkisvaldinu,
sem væru brot á lýðræðislegum
hefðum og stjórnarskránni. Einnig
gagnrýndu þeir þingflokkana fyr-
ir þröngsýni og sérhagsmuna-
stefnu, sem byggðist á því að
flokkakerfið væri staðnað og
stæði á röngum stéttarlegum
grundvelli. Flokksræðið birtist
að þeirra mati m.a. í óeðlilega
miklu valdi flokksforustunnar,
sem væri í fárra manna höndum,
en kjósandinn og hinn almenni
flokksmaður hefði ekki sömu að-
stöðu til að koma skoðunum sín-
á framfæri né taka ákvarðanir.
Flokksforustan væri því í að-
stöðu til að taka gerræðislegar
ákvarðanir sem væru x engu sam-
ræmi við vilja meirihluta kjós-
enda. Krafan væri því að öll
ákvarðanataka yrði gerð lýð-
ræðislegri. Þessari umræðu
tengdust einnig hagsmunaandstæð-
ur dreifbýlis/þéttbýlis, einkum
hjá Framsóknarmönnum 1946 og
Mýneshreyfingunni 1963, en um
Mýneshreyfinguna má segja að
hún hafi einfaldlega verið
þjóðernissinnuð dreifbýlishreyf-
ing. Smáflokkarnir töldu einnig
að flokksræðið birtist greini-
lega í viðbrögðum þingflokkanna
við framboðum sínum, skipulagn-
ingu kosninganna og kjördæma-
skipuninni.