Sagnir - 01.04.1980, Blaðsíða 5

Sagnir - 01.04.1980, Blaðsíða 5
agsins, t.d. stjórnmáladeilum. Hið fyrra er auðvitað gott og gilt markmið. En efasemda- maðurinn á þrjú vígi að verjast í. Fyrst spyr hann, hvort ekki megi ná sama árangri eða betri með einhverju allt öðru en . sögu. Næst spyr hann, af hverju ekki sé notuð uppdiktuð saga frekar en sönn; hana mætti betur sníða að hinu gefna markmiði. (Þá svarar þú að slíkt væri siðferðilega rangt, enda gagnslaust þar eð það vekti almenn mótmæli og fyrir- litningu á þvílíkri falssögu. Honum fyndist sú mótbára aðeins lýsa fordómun, annars vegar hjá þér, hins vegar hjá samfél- aginu.)^ Og í þriðja lagi spyr hann, þótt hann fallist á að nota þá sögu sem menn þekki sannasta, hvaða gagn sé að því að halda áfram rannsóknum og finna nýja sögu ennþá sannari; enginn viti fyrirfram að hún þjóni tilganginum betur, kannski bara verr. Sömu þrjár mótbárur eiga við um söguna sem vopn í deil- um, en blæmunur verður á út- færslunni. Fyrst má berja því við, að sagan sé hvorki skil- virkasta leiðin til að koma skoðun á framfæri né best til þess fallin að glæða upplýsta og þroskandi umræðu. Þú, sem pólitískur sagnfræðingur, gæt- ir fallist á það, en sagt þó, að í þínum flokki (eða öðrum skoðanahópi) verði að vera verkaskipting, ekki komist allir að með leiðara í blaðið, og það sé málstaðnum til fram- dráttar að eiga einnig að sagn- fræðinga, sérstaklega af þvi að andstæðingarnir noti mikið sög- uleg rök sem alls ekki standist gagnrýni og mikilsvert sé að fletta ofan af. Einstaklings- sjónarmið, segir þá hinn með fyrirlitningu. Fyrir samfél- agið sem heild væri æskilegast að losa sig við áhugann á for- tíðinni svo að hvorugur aðilinn sæi ástæðu til að flagga sögu- legum rökum og enginn þyrfti annan að leiðrétta. Hinn illi andi bætir því við að sér finnist næsta fáránlegt, ef tilgangurinn sé að þjóna fyrirfram gefinni skoðun eða málstað, að fylgja reglum og venjum sagnfræðinnar um sann- sögli, visst hlutleysi og dreifingu kraftanna á alls kon- ar svið og tímabil. Mótbárur þínar myndi hann allar meta sem fordóma - að þú getir ekki hugsað þér að fara með rangt mál eða illa grundað, og að samfélagið muni ekki taka siíkt gilt. Best fyrir heildina, sagði hann, að báðir aðilar yf- irgæfu hinn fræðilega grund- völl; það gæfi þeim frjálsari hendur, og samfélagið ætti ekki að meta þeim það til lasts, því að þeir eru hvort sem er aðeins að boða skoðun sína, ekki sanna hana (það væri lærdómur af sög- unni, en það tilfelli er þegar afgreitt) . Þriðja mótbaran er svo sú, að boðendur skoðana geti a.m.k. látið sér nægja þann grundvöll sögulegrar þekkingar sem þegar er lagður, og reynt, sannleik- ans vegna, að halda sig á hon- um. Því skyldu menn verja fé og fyrirhöfn til að afla nýrr-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.