Sagnir - 01.04.1980, Blaðsíða 41

Sagnir - 01.04.1980, Blaðsíða 41
© Ég held að enginn alvörumaður á Vesturlöndum taki hana sem annað en merkilegt historískt framlag á sínum tíma. Ég hygg að sýnt hafi verið fram á með skyn- samlegum rökum að sú einblíning á þátt hagsögunnar sem þar er gerð, standist ekki. En þetta innlegg í sagnfræðileg vinnu- brögð, að vanmeta ekki þátt hag- sögunnar, er samt sem áður senni- lega það merkilegasta, sem eftir stendur af marxismanum. Enginn sagnfræðingur getur litið fram hjá því en enginn sagnfræðingur á Vesturlöndum tekur þetta bók- staflega. Þetta er meiriháttar framlag sem skiptir verulegu máli. En ef einhver sagnfræðingur er til í landi, þar sem ríkir málfrelsi, sem segist vera marx- ískur og kenna samkvæmt því, þá líst mér ekki á. Því má skjóta hér inn £ að Carlyle kenndi að sagan væri rekin áfram af mikilmönnum. Enginn tekur mark á því en ekki er heldur hægt að líta algjör- lega fram hjá því. Er ekki óæskilegt að sagn- fræðingar séu málaðir of sterk- um pólitískum liturn? Eykst ekki hættan á hlutdrægni við það? Allir sagnfræðingar hafa skoð- anir, mismunandi virðulegar, en skoðanir samt. Ég held að sagn- fræðingar séu yfirleitt íhalds— samir varðandi mannlífið, þ.e. fallist frekar á kenningu Hamil- tons en Jeffersons um eðli mann- 1ífsins. Sverrir Kristjánsson t.d., kommúnistinn, var í raun íhalds- samur og rómantískur lífsnautna- maður,' mikilfenglegur maður. Og hafi menn skoðanir með þeim hætti að þeir hafi skipað sér í stjórnmálaflokk, þá kemur það auðvitað í 1jós með einhverjum hætti. Ég vildi t.d. einhvern tima endurskrifa sögu Alþýðu- flokksins. Þar eru goðsagnir og margt hefur verið missagt. Jón Baldvinsson og Stefán Johann gerðu dýr mistök að fallast ekki á, strax eftir 1930, að- skilnað flokks og hreyfingar. Sagan um Alþýðuhúsið er ljót saga, því miður. Hins vegar er lögskilnaðarþátturinn tignar- legur, jón Blöndal hagfræðingur hefur verið óvenjulegt glæsi- menni og Viðreisnin var hugrökk stjórn. Það er samt skoðun, en ekki staðreynd. Að lokum' nú hefur þú kennt sögu á menntaskólastigi í nokkur ár„ Hver er reynsla þín í þeim efnum? Ég get ekki svarað nema fyrir minn skóla, þ.e.a.s. M.R. Þar erum við íhaldssamir skólamenn og notum íhaldssamar aðferðir. Farið er yfir mikið magn af efni og reynt að forðast að brjóta þetta um of niður. Með svona almennu yfirliti verður auðvitað enginn sérfræðingur, en þetta eru lyklar að meira og minna öllum tímabilum sögunnar. Það á að vera ljóst að í menntaskóla kennum við sögu, sagnfræði er fyrir háskóla. í fyrra tilfellinu er um að ræða kynningu á því hvað hefur gerst og hvers vegna. Mönnum er gerð grein fyrir tímabilum og hvert samhengið í hinni sögulegu fram- vindu hefur verið í gegnum tíð- ina. Sagnfræðin fjallar um allt annaðj þ.e.a.s. skjalfræði, sjálf stæðar rannsóknir, notkun heim- ilda, aðferðafræði o.s.frv. Þar er um að ræða sömu aðferðir og raunvísindamaðurinn beitir. En eins og ég sagði,’ í skóla- málum er ég af konservatífa skól- anum að því leyti að ég tel að massi þekkingarinnar skipti máli. Þessi umræða öll um að allt nám eigi að vera skemmtilegt og þar fram eftir götunum hefur mikið til þróast út í hreina flatneskju
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.