Sagnir - 01.04.1980, Blaðsíða 34
Það mætti á hinn bóginn á-
fellast sagnfræðinga fyrir að
hafa ekki verið nógu duglegir
við að gera öllum þeim rann-
sóknarniðurstöðum, sem fyrir
liggja, skil, með því að semja
á grundvelli þeirra einhvers
konar "populariseruð" verk,t.
d. í formi yfirlitsrita.
Ingólfur: Mér finnst óþol-
andi að bókaútgáfur gefi út
þýðingar á erlendum sagnfræði-
bókaflokkum og láti ekki sagn-
fræðinga annast ritstjórn og
þýðingar fremur en líffræðinga
og annað fólk sem eflaust
kann til verka á sínu sviði
en stendur menntuðum sagnfræð-
ingum ekki framar í þýðingu á
sagnfræðiritum. Ég á hér við
Heimsstyrjaldarsögu B.A.B.
Sagnfræðingafélagið þarf að
hljóða hátt í svona tilvikum.
Sagnir: Eru íslenskir sagn-
fræðingar ekki einfaldlega allt
of framtaks- og afkastalitlir?
Ingólfur: Mér finnst sagn-
fræðingar gera of mikið af því
að vilja þrautkanna viðfangs-
efni áður en þeir birta eitt-
hvað af sínum niðurstöðum. Að
birta eitt og annað, sem orkar
tvímælis, getur hvatt til frek-
ari rannsókna. Vitaskuld verður
að hafa hæfilega fyrirvara á
slíku efni.
Helgi: Þetta er rétt en ég
held samt að sagnfræðingar hafi
á undanförnum árum verið að
losna undan þessu fargi. Ég
nefni Sögu Islands til marks
um það að menn þori að fjalla
um efni, sem ekki eru þraut-
könnuð, þá með það m.a. að
markmiði að þessi umfjöllun
vekji umræðu, varpi ljósi á
mikilvæg úrlausnarefni og hvetji
til rannsókna.
Sigurður: Afköst manna verð-
ur nú að skoða út frá þeirri
aðstöðu, sem menn hafa til
starfa. Tiltölulega fáir geta
einbeitt sér að fræðunum ein-
göngu, en jafnvel þeir sýna
oft á tíðum takmörkuð afköstj
það verður að viðurkennast. En
þetta er mjög einstaklingsbundið.
Sagnir: Svo vikið sé að
öðru. Hafa íslenskir sagnfræð-
ingar bundið sig um of við um-
fjöllun um Islandssögu?
Helgi: Já, mér hefur fund-
ist það.Það er kannski eðli-
legt sökum einangrunar Islands;
íslensk vandamál eru um margt
mjög sérstök, Eg held þó að ís-
lenskir sagnfræðingar séu að
rjúfa einangrun sína. Þeir
sækja betur en áður ráðstefnur
í nágrannalöndum og eru sér
meðvitaðri um sagnfræðilega um-
ræðu erlendis.Ég held líka að
menn séu að gera sér grein fyr-
ir því hversu nauðsynlegt er
að Islendingar riti fyrir Is-
lendinga um mannkynssöguleg
efni, t.d. að gerð sé grein
fyrir stöðu Islands í þeim mál-
um, sem verið hafa efst á baugi
á 2o. öld.
Ég vil einnig nefna í þessu
sambandi að íslenskir sagnfræð-
ingar ættu að gera sér betri
grein fyrir því að þeir eiga
frændur í nágrenninu, sem hafa
við lík vandamál að fást; ég
hef í huga Færeyinga og íbúa
Norður-Noregs og sögu þeirra á
19. og 2o. öld. Viðræður við
færeyska og norska sagnfræðinga
um nýlega sögu gætu orðið mjög
gagnlegar. Eins vildi ég óska
að höfð væri aukin hliðsjón af
sögu Grænlendinga á 2o. öld.
Sigurður: Það er alveg Ijóst
að íslandssagan hlýtur alltaf
að sitja í fyirrúmi hjá íslensk-
um sagnfræðingum. Við getum tek-
ið dæmi frá öðrum löndum. Ég
held t.d. að það séu fáir nor-
rænir sagnfræðingar, sem unnið
hafa sín mestu rannsóknarverk
í sögu annarra landa en síns
heimalands.
„ Grasrótin”- „ Yf irbyggingin ■*
Sagnir: Hvað hafið þið um
efnisval íslenskra sagnfræð-
inga að segja?