Sagnir - 01.04.1981, Blaðsíða 6
4
Gísli Kristjánsson.
Áform um íslandskaup
Áhugi Bandaríkjamanna áaffkaupa
ísland og Grænland
áform Bandaríkjastjórnar um
landakaup eftir borgarastriðið
1S61-64 eru vel þekktir. Kunn-
ust eru kaupin á Alaska af Rúss-
um, samkvæmt samningi í apríl
1867, sampyKktum af þinginu í
júlí 1868. 1 nóvember sama ár
var einnig gerður samningur við
Dani um kaup á eyjum þeirra í
Vestur-Indíum. Sá samningur
fékk að vísu aldrei samþykki
þingsins og féll því niður.
William H. Seward utanríkis-
ráðherra Bandaríkjana stóð að
gerð beggja þessara samninga.
í ágúst 1867 var Benjamin
M. Peirce námaverkfræðingur
ráðinn á vegum Bandaríkjastjórn-
ar til að taka saman skýrslu um
landkosti á íslandi og Grænlandi.
Lauk Peirce við skýrsluna í des-
sember sama ár. Inngang að
skýrslunni ritar Robert J. Walk-
er, náinn samstarfsmaður Sewards,
og greinir svo frá tildrögum þess
að skýrslan var samin:
Þegar þú /Seward/veittir
mér þann heiFur sí^asta sumar
að vekja athygli mína á samn-
ingi, sem viðræður stóðu um
við Danmörku, en með honum
fengum við hinar mikilvægu
eyjar St. Thomas og St. John,
leyfði ég mér að benda á gildi
þess að fá frá sama ríki Græn-
land og e.t.v. Island einnig.
ÞÚ taldir þessa tillögu verða
alvarlegrar athugunar, og baðst
mig að gera skriflega grein
fyrir skoðunum mínum varðandi
málið, svo þær gætu verið í
skjölum ráðuneytisins og til-
búnar til notkunar hvenær sem
þetta mál kæmi hér eftir til
athugunar hjá ríkisstjórninni•
(Peirce, bls 1.)
Skýrslan um ísland og Grænla>'c'
skiptist í þrjá hluta. Fyrst er
inngangur Walkers, þar sem hann
gerir Seward grein fyrir skoðuna
sínum (bls -5). Tveir síðari
hlutarnir eru teknir saman af
Peirce. Fjallar sá fyrri um ís-
land (bls 7-37) , og sá síðari unl
Grænland (bls 37-60). Aftan við
skýrsluna er heimildarskrá,tölu'
legar upplýsingar um löndin og
tvö kort.
Verulegur munur er á umfjöll'
un Peirce um ísland og Grænland-
Um Island hefur hann rnun ræki-
legri heimildir og fjallar um
flesta þætti íslensks þjóðlífs
og landshátta, alls yfir 30
efnisatriði. Hann leggur sér-
staka áherslu á að á íslandi
séu brennisteinsnámur, góðar
hafnir og sömuleiðis fiskimið
við landið. Þa liggi landið vel
við lagningu sæsíma frá Ameríku
til Evrópu . Upplýsingar sínai’
hefur Peirce einkum úr ferða-
bókum og eru bækur Mackenzie og
Hendersons aðal heimildirnar.
Grænlandsþátturinn er að
mestu úttekt á leiðöngrum til
Grænlands og íshafsins. Heimil^
ir um landkosti Grænlands hefu1"
Peirce fáar að undantekinni
nokkurri vitneskju um námur.
öðru 'leyti hvetur hann til frelí'
ari rannsóknar á Grænlandi af
hálfu Bandaríkjamanna. Hluti^
Grænlandsþáttatins er þýðing a >
grein eftir Dr. A. Petermann fr‘
j