Sagnir


Sagnir - 01.04.1981, Blaðsíða 48

Sagnir - 01.04.1981, Blaðsíða 48
46 Ákvæðið um búðsetumenn í Grágás hljóðar svo: Búðsetumenn skulu engir vera þeir er búfjárlaust búi, nema hreppsmenn lofi, En ef hrepps- menn lofa búðsetuna, þá eru þeir skyldir að annast hann eða færa til framfærslu, ef hann má eigi sjálfur bjargast. En ef hann biður eigi leyfis, eða situr hann, þótt honum sé eigi lofað, og varðar fjör- baugsgarð, og svo varðar þeim er við honum tekur, og ræður hann sér einum á hendur af- hrapa hans„6) Eins og glögglega kemur fram í þessu ákvæði er með því verið að reisa skorður við búðsétu, Búðsetan var komin undir leyfi hreppsmanna en svo mikil ábyrgð var lögð þeim á herðar að telja verður litlar líkur á að slíkar leyfisveitingar hafi verið al- gengar. Jafnframt verður að hafa í huga að fiskveiðar skip- uðu lxtinn sess sem atvinnuvegur á þjóðveldisöld, Búðsetumenn lifðu einkum á fiskveiðum og meðan þær voru enn tiltölulega takmarkaðar var búðseta að sjálf- sögðu ekki jafn algeng og síðar þegar fiskveiðar fðru að skipta verulegu máli sem útflutnings- atvinnuvegur. Búðseta hefur því tíðkast mun minna á þjóðveldis- öld en síðar á öldum. En snúum okkur nú að lausamönnum á þjóð- veldisöld. Ætla má að þeir sem kallast geta lausamenn hafi tíðkast hér að einhverju leyti allt frá fyrstu árum Islandsbyggðar. Þor- kell Jðhannesson segir að ávallt hafi verið hér viss hðpur fólks, sem stundaði lausavinnu.7) Hér var án efa nokkur þörf á hreyf- anlegu vinnuafli og það voru lausamenn, sem fullnægt gátu slíkri þörf. Bændum stóð að vísu alla tíð stuggur af lausamönnum. Af þeim stafaði oft órói og þeir þóttu margir hverjir litlir skilamenn. En þðtt bændur hafi litið lausamennina óhýru auga má segja að þeir hafi löngum sætt sig við takmarkaðan fjölda þeirra sem illa nauðsyn. Þorkell Jóhannesson telur að atvinnuástand og fólksfjöldi hafi hvort tveggja verið til- tölulega stöðugt lengi framan af þjoðveldistímanum og því hafi ekki þðtt ástæða til að innleiða vinnuskyldu ellegar takmarka að ráði ferðafrelsi lausafólks.8) Þess var helst að vænta að menn risu mjög öndverðir gegn lausamennsku ef afkomu bænda var ógnað með vinnufðlkseklu. Virð- ist hafa verið um slíkt að ræða á síðustu áratugum 12. aldar og segir Þorkell Jðhannesson að á- kvæði í Konungsbók Grágásar um lausavinnu eigi rætur að rekja til þessa tíma. Þessi ákvæði reisa skorður við lausavinnu á þann hátt að einungis handverks- mönnum er veitt fullt ferðafrelsi, öðrum leyfist einungis lausavinna fram á mitt sumar„9) Um mitt sumar hófst heyskapur hjá bændum og var því hér um að ræða ráð- stafanir til stuðnings landbún- aði. Menn óttuðust flutninga verkafólks til fiskveiðistaðanna, vinnuaflsskort og launahækkanir„10) Annars má segja að óvildin í garð lausamanna hafi verið af sömu rðt sprottin og andstaðan gegn búðsetumönnum. Um þetta segir Guðbrandur Jónsson: Astæðurnar til mótspyrnunnar gegn búðsetumönnum og lausa- mönnum eru aðallega tvær. Annars vegar knúði vaxandi vinnufólksskortur hina ráðandi stétt til að reisa skorður við því, að búlausir fengju hafst við án þess að vinna í hennar þágu fyrir hið lögfesta kaup„ Hins vegar olli hræðsla al- mennings við að þurfa að fram- fleyta slíku fólki bjargþrota, annaðhvort beinlínis með því, að það yrði ómagar einstakra manna eða hins opinbera, eða óbeinlínis með því, að fólkið færi á húsgang og betlaði sér til bjargar, viðleitni í sömu átt.ll) Kyrrstætt landbúnaðarþjóðfél- ag snérist að vonum gegn öllum tilhneigingum til breyinga. Víð- tæk búðseta og lausamennska hefðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.