Sagnir - 01.04.1981, Blaðsíða 92
90
hægra armi flokksins.
Þriðja forsendan fyrir mynd-
un Viðreisnarstjórnarinnar var
kjördæmabreytingin 1959„ Með
henni átti sér stað röskun á
valdahlutföllum milli flokkanna
og var það "viðreisnarflokkunum"
í liag. Þingmönnum var f jölgað
úr 52 í 60 og landinu var
skipt í 8 stór kjördæmi, þar
sem kosið er hlutfallskosningu.
Fyrir kjördæmabreytinguna
voru "viðreisnarflokkarnir" með
55^ atkvæða og nákvæmlega helm-
ing þingmanna (26 af 52) .
Þeir höfðu sem sagt ekki meiri-
hluta á þingi og hefðu því
ekki getað myndað starfshæfa
meirihlutastjórn. í seinni
kosningunum 1959, þegar kosið
var samkvæmt nýju skipaninni,
hlutu flokkarnir 54,9$ (þ.e.
0,1$ fylgistap) en samt fá
þeir 33 af 60 þingmönnum og
starfhæfan meirihluta. Þannig
að miðað við óbreytt fylgi hefði
"Viðreisn" líklega ekki séð
dagsins ljós, ef kjördæmabreyt-
ingin hefði ekki komið til.
Þessi þrjú atriði held ég
að vert sé að hafa í huga þeg-
ar fjallað er um samstarf
Sjálfstæðisflokks og Alþýðu-
flokks í Viðreisnarstjórninni.
Affgerffirnar 1959-1960
Þegar Viðreisnarstjórnin
tók við stjórn landsins boðaði
hún umfangsmiklar breytingar
á efnhagslífi þjóðarinnar.
Um þetta leyti voru efnahags-
mál mjög ofarlega á baugi
og var ákveðin stefnumótun og
varanleg lausn á þeim málum
efst á stefnuskránni. RÍkis-
stjórnin lagði fram ákveðnar
tillögur og var meginefni
þeirra:^
(1) Bótakerfi afnumið.
(2) Tryggingar tvöfaldast.
(3) Tekjuskattur af lág-
tekjum felldur niður.
(4) Ríkissjóður hallalaus.
(5) Haftaminni verslun.
(6) Jafnvægi í peningamálum.
(7) Vísitölukerfið afnumið.
Eins og sést á þessari upp-
talningu voru þarna boðaðar rót-
tækar breytingar í ýmsum málum.
í fyrsta liðnum fólst að nauð-
synlegt var að fella gengið
og skrá það eftir þörfum sjáv-
ai'útvegsins. Markmiðið var að
útflutningsframleiðslan yrði
rekin^hallalaus og án styrkja
eða bóta, og að greiðslujöfn-
uður næðist við útlönd. öll
aðstoð við sjávarútveginn var
þó langt frá úr sögunni. óhætt
er að fullyrða að þessi ráð-
stöfun var bæði þarft og tíma-
bært verk. Gamla botakerfið
var í raun orðið óskiljanlegt
víravirki. Gengið var ekki
skráð rétt og voru því margar
gengisskráningar í gangi á
sama tíma. Þunglamalegt^milli-
færslukerfi var þar með úr
sögunni.
Segja má að annar og þriðji
liður séu meira í anda Alþýðu-
flokksins. Hið yfirlýsta mark-
mið með hækkun á bótum almanna-
trygginga og afnaiiii tekjuskatts
af lágtekjum var að draga úr
þeirri kjaraskerðingu, sem
Bjarni Benediktsson, annar forsætis
ráðherra Viðreisnar