Sagnir


Sagnir - 01.04.1981, Blaðsíða 62

Sagnir - 01.04.1981, Blaðsíða 62
60 Frá hinum minnstu teskeiihim Hvað er list? Þetta er spurning, sem menn hafa velt fyrir sér a.m.k. allt frá dögum Forn-Grikkja. Á vissum tímaskeiðum innan ákveðinna samfélaga hafa verið til fast- métaðar reglur um hvað sé list og hvaða eiginleika ákveðin verk þurfi að hafa til að vera kölluð listaverk, en slíku mati hefur nær undantekningarlaust verið hrundið með breytingu á viðhorfum og þjóðfélagsgerð. Listamenn Endurreisnartímans tókust á við vandamál þrívídd- ar og ljóss og skugga, og frá því um 1500 til loka síðustu aldar var meginviðfangsefni listamanna að eftirapa þann raunveruleika, sem þeir börðu augum, á sem nákvæmastan hátt„ Var þá yfirleitt tekið mið af einhvers konar klassísku eða viðteknu fegurðarmati. Um og eftlr síðustu aldamót tóku listamennirnir hins vegar að snúa við blaðinu og túlka veru- leika, sem á sér minni samsvör- un við efnisheiminn, en tekur í þess stað meiri viðmiðun af sál- arlífi listamannsins, með þeim afleiðingum að endurmeta þurfti allar fyrri skilgreingar á því, hvað væri list, og hefur skil- greining þessa hugtaks líklega aldrei svifið meir í lausu lofti en í dag„ títskýringar á list- hugtakinu eru nánast ótölulegar, og er þar oft hver höndin upp á móti annarri.^ Sumir telja alla tilfinningatjáningu list, aðrir telja að þau verk, sem göfgi manninn ^og færi hann á braut til betra lífs séu list og enn aðrir segja að list sé sú íþrótt að búa til fagra hlu.ti. Flestir virðast þó sammála um að þetta fyrirbæri sé til, þótt erfitt sé að henda á það reiður. Hér virðist ljóst að list sé eitthvert huglægt, óáþreifanlegt fyrirbæri. sem ekki er unnt að skilgreina til hlítar, enda mun hver og einn hafa sína skoðun og tilfinningu fyrir því, hvað það sé. Þó virðist listin undan- tekningarlaust tengd manninum og hæfileika hans til sköpuar. Þessi sköpunargáfa er oft sett í sam- band við frumleika, og tengist yfirleitt einhverju fegurðarmati, sem þó er breytilegt frá tíma til tíraa. T.d. var JÓhannes Kjar- val mjög umdeildur fyrst eftir að hann sneri heim úr námi, en í dag efast vart nokkur um að hann hafi verið listamaður. Listin á sér margar hliðar. Hun er öðru fremur spegill mannlífsins og sem slík ber henni að sýna okkur allar víddir í sálarlífi mannsins, sorg sem gleði, dapurleika sem ánægju, hatur jafnt sem ást, hið illa jafnt sem hið góða. Hún hefur gildi fyrir einstakl- inginn, því hún kafar í djúp sálarinnar og slær þar á strengi, sem eru öllum mönnum sameiginleg- ir. Hún endurspeglar um leið samfélagið með öllum þeim hrær- ingum, sem þar eiga sér stað, mótar það og umbreytir því með nýjum hugmyndum, sem ganga í berhögg við viðteknar skoðanir og viðhorf. Það hefur verið sagt um listina að hlutverk hennar í samfélaginu sé að færa nýjar hugmyndir í skiljanlegt form og þoka þannig samfélaginu einu stigi lengra áfram. Á þessari öld hafa margvís- legar breytingar orðið á stöðu listarinnar í samfélaginu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.