Sagnir


Sagnir - 01.04.1981, Blaðsíða 49

Sagnir - 01.04.1981, Blaðsíða 49
47 vissulega ögrað hinu kyrrstæða þjóðfélagi. Því var ekki annars að vænta en að valdhafar reyndu að spyrna við fótum og reisa skorður við stéttunum tveim. En þess var þá að sjálfsögðu líka að vænta að slakað yroi til gagn- vart þessum stéttum um leið og hin minnsta hreyfing kæmi á þjðð- felagið. Slík hreyfing gerði vart við sig á seinni hluta 13. aldar og á 14. öld þegar fisk- veiðar fóru að skipa meiri sess hér á landi en áður. Slík breyt- ing hlaut að kalla á breytt við- horf gagnvart lausamönnum og búðsetumönnum. Breytt viffhorf meff vaxandi fiskveiffum Fiskveiðar Islendinga jukust mjög þegar halla tók á 13. öld- ina og á 14. öld varð stórbreyt- ing á útflutningi landsmanna. Sjávarafurðir urðu uppistaðan í útflutningnum, skreið og lýsi leystu vaðmálið af hólmi. Þess- ar breytingar urðu mikið vatn á myllu búðsetumanna og lausamenn nutu einnig góðs af. Þau ákvæði Grágásar, sem reistu skorður við búðsetu, voru hvorki tekin upp í Járnsíðu né Jónsbók. Hins vegar voru í Jðns- bók ákvæði, sem kváðu á um að enginn sá mætti reisa bú er minna fé ætti en til 5 hundruða tíundarvirt.12) Þetta ákvæði náði auðvitað til búðsetumanna jafnt sem annarra er komu sér upp búi. Islenskir bændur mót- mæltu hins vegar þessu ákvæði Jónsbókar og var það numið úr gildi með réttarbót árið 1294.13) Valdastéttirnar sáu sér ekki lengur hag í að standa í vegi fyrir búðsetumönnum. Fiskveið- arnar voru drjúg tekjulind og til að nýta þessa tekjulind varð að veita búðsetumönnum til- verurétt. Þeim fjölgaði nú mjög en sem fyrr höfðu útvegsbændur og aðrir sem útgerð ráku þessa stétt nánast í vasanum. Það má nefnilega segja að að búðsetu- menn hafi í raun réttri verið vinnumenn útgerðarmanna og sjald- an auðnaðist þeim að komast hærra í stéttastiganum.14) Fáir eða engir búðsetumenn voru svo efnum búnir að þeir ættu sjálfir skip eða báta til útróðra held- ur voru þeir hásetar á skipum bænda, höfðingja og kirkjustofn- ana, sem drógu undir sig bróður- partinn af aflanum. Valdsmönnum var hins vegar illa við ef búð- setumenn tóku að stunda sjálf- stæða útgerð og var lagaboðum beitt gegn slíku.15) Lausamenn höfðu eins og búð- setumenn hag af aukningu fisk- veiða á 13. og 14. öld. Meiri þörf var nú en áður á hreyfan- legu vinnuafli eftir árstíðum og lausamenn nutu góðs af þeirri þörf. Að vísu höfðu menn illan Fiskveiðar(01aus Magnus 1555). Með vaxandi fisk- veiðum íslendinga á seinni hluta 13. aldar og á 14. öld vænkaðist hagur búðsetumanna og lausamanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.