Sagnir - 01.04.1981, Side 65
63
Um listfrædslu í
Háskóla íslands
Listasaga er í dag kennd til
10 eininga innan sagnfræði-
greinar Háskóla íslands. Kennd
eru tvö 5 eininga námskeið, sem
hvort fyrir sig spannar tvö
misseri, þ.e. bæði haust- og
vormisseri, og tekur það þvi
nemanda tvö ár, ef hann hyggst
sækja tíma í báðum þessum nám-
skeiðum. Megináhersla liggur á
evrópskri myndlistarsögu, og er á
fyrra námskeiðinu farið frá lokum
víkingaaldar til barokk-skeið-
sins, en á hinu síðara byrjað á
rokoko-tímabilinu og farið fram
á vora daga. Enn fremur er á
báðum námskeiðum veitt innsýn í
myndgreiningu og farið í sýning-
ar- og safnferðir, eftir því sem
tilefni gefast. Kennari þessara
námskeiða er Björn Th. Björnsson,
listfræðingur.
Ýmsar hugmyndir hafa verið á
lofti meðal nemanda um að auka
hlut listasögunnar, og jafnframt
almennrar menningarsögu, innan
heimspekideildar, jafnvel á þann
hátt að listfræð.i yrði gerð að
sjálfstæðri aukagrein til B.A.-
Profs innan deildarinnar. 'fil
að mynda sendu 19 stúdenta deildar-
yfirvöldum bréf í marsmánuði 1979,
Þar sem lagt var til að lista-
saga yrði kennd til 15 eininga
innan sagnfræði, en þeirri 5sk
var synjað. Á hinn bóginn sam-
Þykkti námsnefnd í sagnfræði
Þil B.A.-prófs þetta sama vor
að beina þeim eindregnu tilmæl-
um til deildarráðs Heimspeki-
deildar að það tæki þegar til um-
ræðu og athugunar hvort ekki væri
tiltækilegt að taka upp kennslu
í deildinni í listfræði sem
aukagrein (30 ein.) til B.A.-
profs. Deildarráð samþykkti
sama vor að kjósa þriggja manna
nefnd til að athuga málið.
Skyldu sagnfræðikennarar til-
nefna einn mann í nefndina,
heimspekikennarar annan og stúd-
entar hinn þriðja. Leið síðan
tæpt ár án þess að nokkuð gerð-
ist í málinu, en þá tóku 27
nemendur sig til og rituðu bréf
til deildarforseta, þar sem
þess var farið á leit að nefnd-
in yrði skipuð, sem hann og
gerði. Kom hún saman þ. 29.
apríl 1980. Nefndarmenn, þeir
Jón Guðnason, dósent, Arnór
Hannibalsson, lektor og Hafþór
Yngvason, fulltrúi nemenda, lögðu
síðan til í álitsgerð sinni að
listfræði yrði komið á sem
sjálfstæðri aukagrein innan
deildarinnar og komu með eftir-
farandi tillögu um kennslu-
skipulag:
a) Listasaga yrði kennd til
15 eininga, þ.e.a.s. eitt
5 eininga námskeið skyldi
bætast við þáverandi
listasögukennslu.
b) Fagurfræði (listaheimspeki)
yrði kennd til 5 eininga,
en þetta námskeið hefur
verið kennt þriðja hvert
ár innan heimspekinnar.
c) Safnafræði (múseológía)
yrði kennd til 5 eininga.
d) Saga íslenskrar myndlistar
yrði kennd til 5 eininga,
en enga kennslu er að fá
í þeim efnum í dag innan
Háskólans.