Sagnir - 01.04.1981, Blaðsíða 86
84
val fengið m.jög á þvr trð kenna
áður. - Það þarf krafta til
þess að sigrast á mótstöðu
fjöldans og skilningsleysi, en
það hefir Kjarval gert.27
Þessi ræða Ragnars lýsir vel
því andrúmslofti sem umlokið hefur
Kjarval á brautryðjendaárum hans
í íslenskri myndlist og sýnir að
ekki hafi allir, og má jafnvel
segja flestir, fellt sig við það
sem hann var að gera, en eins og
oft hefur komið fram þá stóðst
Kjarval allan mótbyr og hólt ó-
trauður áfram á sinni braut.
Á sýningunni 1922 voru nokkrar
myndir í kúbískum stíl og sagði
M.J. m.a. um þær eftirfarandi:
"Það er varla von að menn kunni
strax að meta þær. Menn eru svo
vanir að spyrja hvað þetta og þetta
sé,... En í raun réttri er þessi
spurning, af hverju myndin s|,
æfinlega aukaatriði, frá listar-
innar sjónarmiði, hversu skýr sem
myndin er."2S
KÚbísk mynd eftir Kjarval.
BÓnorðið. 1932-34
Þetta gæti^verið ein af orsök-
unum fyrir því að fólk meðtók
ekki Kjarval strax, þ.e. það
hafði vanist 1jósmyndamálverkum
og því ekki verið tilbúið að
taka við einhverju sem það gat
ekki skilið í fljótu bragði,
en viðhorfið var að breytast
þótt hægt gengi.
Næst var það að frétta af
Kjarval að hann hélt sýningu
í húsi Listvinafélagsins um
mánaðarmótin nóv.-des. 1923.
Þar voru myndir af ýmsu tagi en
mesta athygli vöktu myndirnar
af fjórum fyrrverandi banka-
stjórum Landsbankans. Ekki
Björn Kristjánsson bankastjóri.
voru blöðin sammála að öllu
leyti um ágæti þessara mynda.
VÍsir og Tíminn voru sama sinnis
um að myndirnar af Lárusi Svein-
björnssyni, Tryggva Gunnarssyni
og Birni Sigurðssyni hefðu tek-
ist vel en Tíminn sagði að mynd-
in af Birni Kristjánssyni hefði
tekist miður: "Útlit mannsins
hefir freistað málarans til að
nota í óhófi suma höfuðliti
regnbogans." 29 vísir sagði
aftur á móti að myndin af Birni
Kristjánssyni væri " ... af-
bragðs "frísk" og full af veru-
leika og lífi, auk þess sem