Sagnir - 01.04.1981, Blaðsíða 52
50
frá um 1350 var enn í fullu gildi.
En eins og áður hefur jtesAð
minnst á virðist fjöldi manna,
sem ekki gat uppfyllt skilyrðin
fyrir löglegri lausamennsku, hafa
hunsað að ganga í hjúavistir hjá
bændum, Að þessum mönnum beindi
Píningsdðmur m„a. spjótum sínum
eins og sjá má á ofangreindu
ákvæði. Ráðist var gegn því
fólki, sem ekki gat uppfyllt skil-
yrðin fyrir löglegri lausamennsku
Fyrri hluti
Valdamenn töldu sig hafa
greitt útgerð útlendinga rothögg
með Píningsdómi en það skjátlað-
ist þeim. Erlendum útgerðar-
mönnum, sem voru einkum þýskir
er hér var komið sögu, tókst að
smeygja sér undan ákvæðum dóms-
ins með þvl að útvega sér ís-
lenska leppa fyrir athafnir sín-
ar hér á landi. Þessir leppar
voru gjarnan búðsetumenn og var
látið svo heita að þeir ættu
alla bátana, sem gerðir voru út.
Þannig gátu fjölmargir búðsetu-
menn, sem í raun voru eignalitlir,
beitt fyrir sig eignum erlendra
manna í því skyni að uppfylla á
pappírnum eignaskilyrði Pínings-
dóms.
Valdamenn fengu lengi vel við
ekkert ráðið og búðsetan dafnaði
í skjóli útgerðar á vegum útlend-
inga. árið 1544 var þó látið til
skarar skríða gegn útlendingum
er eignir þeirra hér á landi
voru gerðar upptækar. Erlendri
útgerð voru þannig veittar ná-
bjargirnar og um leið var klippt
á taugarnar milli hinna erlendu
útgerðarmanna og leppa þeirra,
búðsetumannanna. Fótunum var
kippt undan eignalitlum búð-
setumönnum, sem gátu nú ekki
lengur beitt fyrir sig eignum
útlendinga. Búðsetumenn höfðu
haft sterkan bakhjarl þar sem
hin erlenda útgerð var. Nú áttu
þeir hins vegar ekki annarra
kosta völ en að ganga í þjónustu
íslenskra útvegsbænda eða konungs-
útgerðarinnar, sem nú leit dags-
ins ljós. Þeir "urðu...auðsupp-
eða búðsetu en vildi samt ekki
binda sig í hjúavistum. Þorkell
Jóhannesson segir að með Pínings-
dómi hafi verið komið hér á enn
strangari vistar-og vinnuskyldu
en áður hefði þekkst.23) Og
Björn Þorsteinsson segir: "í
Píningsdómi 1490 var aftur stefnt
markvisst að því að uppræta ó-
háðan verkalýð og hrekja öreiga
í vinnumennsku til bænda."24)
16. aldar
spretta íslenskum jarðeigendum
og konungsvaldinu."25)
En það voru ekki aðeins ó-
löglegir búðsetumenn, sem reynt
var að uppræta á fyrri hluta 16.
aldar. Reynt var líka að halda
því fólki við efnið, sem stund-
aði lausamennsku án þess að geta
uppfyllt skilyrði réttarbótar-
innar frá um 1350. Virðist all-
mikið hafa kveðið að þessu fólki
en löggjafinn reyndi að knýja
það til hjúavista. 1 dðmi nokkr-
um frá 1514 er til dæmis ítrekað
að fólk megi ekki fara frjálst
ferða sinna ef það er eignalaust
og kveðið er á um hvað lausamenn
skuli eiga til að geta ráðið
sér sjálfir:
...um lausamenn vinnufólk
karlmenn og konur, sem ekki
vilja vinna hjá bændum en
eiga enga alin...og lausamað-
ur skyldi sá enginn út róa
fyrir sig, sem æ'tti minna fé
en 5 hundruð og menn viti
hann tíundi það.26)
Það var ekki að ástæðulausu
að valdhafar reyndu að halda
verkafólki við efnið á fyrri
hluta 16. aldar. Vinnufðlksekla
hefur bersýnilega kreppt mjög
að bændum vegna mannskæðra sótta
og ills árferðis. Vinnuafls-
skortur varð áberandi í sveitum
og landbúnaður átti um sárt að
binda. Til að styðja við bakið
á þessum forréttindaatvinnuvegi
var reynt að halda því verka-
fðlki í vistum hjá bændum, sem
ekki gat uppfyllt skilyrðin fyr-