Sagnir


Sagnir - 01.04.1981, Page 52

Sagnir - 01.04.1981, Page 52
50 frá um 1350 var enn í fullu gildi. En eins og áður hefur jtesAð minnst á virðist fjöldi manna, sem ekki gat uppfyllt skilyrðin fyrir löglegri lausamennsku, hafa hunsað að ganga í hjúavistir hjá bændum, Að þessum mönnum beindi Píningsdðmur m„a. spjótum sínum eins og sjá má á ofangreindu ákvæði. Ráðist var gegn því fólki, sem ekki gat uppfyllt skil- yrðin fyrir löglegri lausamennsku Fyrri hluti Valdamenn töldu sig hafa greitt útgerð útlendinga rothögg með Píningsdómi en það skjátlað- ist þeim. Erlendum útgerðar- mönnum, sem voru einkum þýskir er hér var komið sögu, tókst að smeygja sér undan ákvæðum dóms- ins með þvl að útvega sér ís- lenska leppa fyrir athafnir sín- ar hér á landi. Þessir leppar voru gjarnan búðsetumenn og var látið svo heita að þeir ættu alla bátana, sem gerðir voru út. Þannig gátu fjölmargir búðsetu- menn, sem í raun voru eignalitlir, beitt fyrir sig eignum erlendra manna í því skyni að uppfylla á pappírnum eignaskilyrði Pínings- dóms. Valdamenn fengu lengi vel við ekkert ráðið og búðsetan dafnaði í skjóli útgerðar á vegum útlend- inga. árið 1544 var þó látið til skarar skríða gegn útlendingum er eignir þeirra hér á landi voru gerðar upptækar. Erlendri útgerð voru þannig veittar ná- bjargirnar og um leið var klippt á taugarnar milli hinna erlendu útgerðarmanna og leppa þeirra, búðsetumannanna. Fótunum var kippt undan eignalitlum búð- setumönnum, sem gátu nú ekki lengur beitt fyrir sig eignum útlendinga. Búðsetumenn höfðu haft sterkan bakhjarl þar sem hin erlenda útgerð var. Nú áttu þeir hins vegar ekki annarra kosta völ en að ganga í þjónustu íslenskra útvegsbænda eða konungs- útgerðarinnar, sem nú leit dags- ins ljós. Þeir "urðu...auðsupp- eða búðsetu en vildi samt ekki binda sig í hjúavistum. Þorkell Jóhannesson segir að með Pínings- dómi hafi verið komið hér á enn strangari vistar-og vinnuskyldu en áður hefði þekkst.23) Og Björn Þorsteinsson segir: "í Píningsdómi 1490 var aftur stefnt markvisst að því að uppræta ó- háðan verkalýð og hrekja öreiga í vinnumennsku til bænda."24) 16. aldar spretta íslenskum jarðeigendum og konungsvaldinu."25) En það voru ekki aðeins ó- löglegir búðsetumenn, sem reynt var að uppræta á fyrri hluta 16. aldar. Reynt var líka að halda því fólki við efnið, sem stund- aði lausamennsku án þess að geta uppfyllt skilyrði réttarbótar- innar frá um 1350. Virðist all- mikið hafa kveðið að þessu fólki en löggjafinn reyndi að knýja það til hjúavista. 1 dðmi nokkr- um frá 1514 er til dæmis ítrekað að fólk megi ekki fara frjálst ferða sinna ef það er eignalaust og kveðið er á um hvað lausamenn skuli eiga til að geta ráðið sér sjálfir: ...um lausamenn vinnufólk karlmenn og konur, sem ekki vilja vinna hjá bændum en eiga enga alin...og lausamað- ur skyldi sá enginn út róa fyrir sig, sem æ'tti minna fé en 5 hundruð og menn viti hann tíundi það.26) Það var ekki að ástæðulausu að valdhafar reyndu að halda verkafólki við efnið á fyrri hluta 16. aldar. Vinnufðlksekla hefur bersýnilega kreppt mjög að bændum vegna mannskæðra sótta og ills árferðis. Vinnuafls- skortur varð áberandi í sveitum og landbúnaður átti um sárt að binda. Til að styðja við bakið á þessum forréttindaatvinnuvegi var reynt að halda því verka- fðlki í vistum hjá bændum, sem ekki gat uppfyllt skilyrðin fyr-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.