Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2007, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2007, Qupperneq 2
Torfi Geirmundsson var við sjöunda mann á Grillinu á Hótel Sögu. Þeg- ar þeir höfðu snætt dýrindis máltíð, pöntuðu þeir sér sex Irish coffee, sem er viskíblandaður kaffidrykkur. Þessi pöntun átti heldur betur eftir að draga dilk á eftir sér. Kalt Irish coffee „Það var mikið að gera þetta kvöld og við veittum því athygli að kaffið var búið að standa lengi undir rauðu ljósi. Loks fengum við kaffið og þá reyndist það kalt og því ódrykkjar- hæft. Við kölluðum á þjón og báð- um hann um að kaffið yrði fjarlægt og dregið frá reikningnum. Sigurð- ur Runólfsson, yfirþjónn á staðnum, var ekki á þeim buxunum og sagði að við yrðum að borga allan reikning- inn, sem hljóðaði upp á 144 þúsund,“ segir Torfi en bætir við að þeirri tölu gleymi hann aldrei: „Í opinberunar- bókinni er talan 144 heilög og talað um hinar 144 þúsundir sem fara upp til himna. Þær séu kynkvísl Ísraels.“ Eftir að Torfi hafði rifið ávísunina kallaði Sigurður á lögregluna sem gat ekkert aðhafst en fylgdi Torfa og samferðafólki hans út af hótelinu. „Þegar við gengum út um dyrnar fengum við þá fyrirskipan að þangað skyldum við aldrei koma aftur og að þetta mál færi í hart,“ segir Torfi. Lögfræðingarnir hlógu Annan maí fór Torfi til Konráðs hótelstjóra til að reyna að ná sáttum. Það gekk ekki því hann stóð þétt við bakið á yfirþjóninum og neitaði að draga kaffið frá reikningnum. Torfi var ekki á því að gefast upp. „Frá Konráði fór ég beint upp á Dagblað. Þeir tóku málið upp og fjölluðu um það frá hliðum beggja 3. maí 1979. Síðan liðu tímar og ég fékk reglu- lega innheimtuseðil frá hótelinu sem hækk- aði með hverj- um mánuði sem leið. Fljótlega fór ég að fá bréf frá Geir Zoëga lög- fræðingi þess efnis að mér yrði stefnt ef ég gerði ekki upp skuld- ina,“ seg- ir Torfi. Fyrsta janúar 1981 varð mynt- breyting og tvö núll tekin aftaf af öll- um upp- hæðum. Skuldin var komin upp í 2.800 krónur, eða 280 þúsund gamlar krónur þegar Torfi fór með málið til lögfræð- ings. Honum gekk erfiðlega að fá lög- fræðing til að taka málið að sér. „Eft- ir að hafa hitt þrjá lögfræðinga sem hlógu að mér hitti ég loks á einn sem var reiðubúinn að segja mér til, þótt hann vildi ekki leggja nafn sitt við aðstoðina. Hann hjálpaði mér við greinargerðina og ég ákvað að verja mig sjálfur,“ rifjar Torfi upp. Réttað fimm árum síðar Málið var loks tekið fyrir árið 1984 með heljar- innar réttar- höldum. Torfi las sér til um kaupalögin, þau sem við áttu, og naut þeirra rétt- inda að fá að spyrja dóm- arann ef hann þyrfti. „Þetta var mjög skrautlegt og skemmtilegt. Ég kall- aði til vitni og sýndi auk þess nokkrar uppskriftir að irish coffee sem allar sýndu að kaffið ætti að vera sjóðandi heitt. Sækjandi gerði þau mistök að saka mig um að ráðast á iðnlærðan mann og kallaði Sigurð til vitnis. Ég fékk að spyrja Sigurð og upp úr krafs- inu kom að hann hefði ekki lagað ir- ish coffee-drykkina sjálfur, heldur hafði kona sem unnið hafði á hót- elinu í yfir 20 ár búið til kaffið. Hún var ekki faglærð og því féll sá mál- flutningur um sjálft sig,“ segir Torfi. Málinu lauk þannig að Auður Þor- bergsdóttir dæmdi Torfa til að borga reikninginn að frátöldu kaffinu. Að auki dæmdi Auður hótelið til að greiða 4.000 krónur í málflutnings- kostnað. Eftir stóð að hótelið greiddi Torfa 1.300 (130 þúsund gamlar) krónur og kom Torfi því út í plús. Smakkar ekki Irish coffee „Ég sé mest eftir að hafa ekki innrammað ávísunina sem ég fékk senda frá Hótel Sögu. Þetta er í fyrsta og eina skiptið á ævinni sem ég hef fengið greidd málflutningslaun,“ segir Torfi léttur í bragði en bætir við að hann haldi sig fjarri irish coffee og slíkum drykkjum í dag, til að fyrirbyggja vandræði á borð við þau sem hann lenti í fyrir um 30 árum. Þetta helst föstudagur 21. september 20072 Fréttir DV - þessar fréttir bar hæst í vikunni DV greindi frá á mánu- daginn að Americo Luis Da Silva Conçalves, sem var dæmdur í aðeins þriggja og hálfs árs fangelsi í Hæstarétti, lét sig hverfa. Hann fór til útlanda, ekki er vitað hvert. „Hann er bara eins og hver ann- ar ferðamaður í fríi,“ sagði Gylfi Thorlacius, verjandi Americos. Þessi frétt er merkileg, eða réttara sagt að það láðist að óska eftir lengra farbanni og þess vegna gat Americo farið kvaðalaust. Það er undir honum komið hvort hann kemur aftur til að taka út refsinguna. Vinnufélagi Americos segir hann ekki ætla að koma aftur. „Hann kemur aftur. Það er enginn vafi á því. Hann er hér með fasta vinnu og húsnæði. Hans heimili er á Ís- landi,“ sagði Gylfi verjandi. nauðgarinn farinn F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð MÁNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2007 DAGBlAðið víSiR 145. TBl. – 97. ÁRG. – vERð kR. 235 >> „Það sem ég tek sérstaklega eftir hér á Íslandi er að það er eins og allir í Reykjavík séu alltaf til í partí,“ segir Bob Hardy, bassaleikari Franz Ferdinand. Hann og Alex Kapranos, söngvari hljómsveitarinn- ar, eru í viðtali við DV í dag. Hljómsveitin semur nú ný lög á næstu plötu sína og Kapranos lýsir því í viðtalinu hvernig eitt lag varð til á upphitun fyrir tónleika hljómsveitarinnar á föstudag. Alltaf til í partí Óvíst hvort nauðgari afpláni þriggja og hálfs árs dÓm: >> Auðunn Jónsson kraftlyftingamaður berst nú fyrir heims-meistaratitlinum. Hann féll á lyfjaprófi en hefur kært fram-kvæmdina. NAUÐGARINN FARINN Kvarta undan Karli>> Bæjarfulltrúar minnihlutans í Mosfellsbæ eru æfir út í Karl Tómasson, forseta bæjarstjórnar, og kvarta sáran undan orðbragði hans á bæjarstjórnarfundi. Féll á lyFjapróFi fréttir fréttir >> Arsenal er í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir leiki helgarinnar. Arsenal lagði nágranna sína í Tottenham að velli, 3–1. Tottenham hefur ekki unnið Arsenal frá því í nóvember 1999. enskiboltinn Americo Luis Da Silva Conçalves fór úr landi áður en Hæstiréttur staðfesti dóm yfir honum vegna hrottalegrar nauðgunar. Farbann sem hann var úrskurðaður í meðan á rannsókn stóð rann út án þess að það væri framlengt. Lögmaður Americos segir hann í fríi erlendis en fyrrum samstarfsmaður Americos á ekki von á að hann sjáist aftur á Íslandi. Fórnarlambið hitti Americo á Dubliner. Sjá bls. 6 og 7. 3 á r1/2 Auðunn Jónsson kraftlyft- ingamaður féll á lyfja- prófi eftir að hafa sigrað á heimsmeistaramóti. Hann var meðal þeirra sem voru tilnefndir sem Íþróttamaður ársins sökum ár- angursins. DV greindi hins vegar frá því á mánudag að Auðunn féll á lyfjaprófi og sennilegast missir hann titilinn þess vegna. „Þetta er prófmál fyrir Alþjóðaíþrótta- dómstólnum. Hann er ekki enn búinn að missa titilinn. Málið er í athugun,“ sagði Jóhanna Eiríks- dóttir, formaður Kraftlyftinga- sambands Íslands. féll á lyfjaprófi mánudagur 17. september 20072 Fréttir DV InnlendarFréttIrritstjorn@dv.is Samkeppniseftirlitið hefur veitt Að- alstöðinni, sem rekur leigubílastöðvar í Hafnarfirði og Reykjanesbæ, undan- þágu frá afnámi hámarksökutaxta sem sett var á snemma síðasta árs. Með undanþágunni getur Aðalstöðin far- ið fram á við alla sína bílstjóra að aka samkvæmt sama taxtanum. Samkeppniseftirlitið afnam há- marksökutaxta í febrúar 2006 og með því fengu leigubílstjórar frelsi til að ákvarða sjálfir þann taxta sem þeir keyra eftir. Ákvörðunin var tekin í sam- ráði við Bandalag íslenskra leigubíl- stjóra. Síðan tekin var ákvörðun um að afnema hámarkstaxta hefur flest- um leigubílastöðvum aftur á móti ver- ið veitt undanþága og því geta þær sett fram taxta fyrir alla sína bílstjóra. Hreyfill-Bæjarleiðir og BSR hafa til að mynda hlotið slíka undanþágu. Ingólfur Möller, framkvæmdastjóri Aðalstöðvarinnar, fagnar undanþágu Samkeppniseftirlitsins. Hann segir ljóst að leigubílstjórar vilji starfa eftir gamla laginu. „Heimildin sem við fengum er svipuð og flestar stöðvarnar hafa fengið. Þetta er bara jákvætt enda þurfa stöðv- arnar á þessu að halda. Það er bara hættulegt fyrir neytandann að hver og einn ákveði verðið sjálfur,“ segir Ingólf- ur. „Það er miklu betra að allir keyri á sama taxta og þannig getum við hækkað eða lækkað taxtann eins og við viljum. Bílstjórarnir vilja líka hafa það þannig og ég held að þetta endi aldrei þannig að bílstjórarnir ráði verðinu. Í raun undrast maður afnámið því eftir það veita þeir öllum undanþágur. Ég held að Samkeppniseftirlitið sé bara að kaupa sér tíma því þeir vita ekkert hvernig þeir vilja hafa þetta.“ trausti@dv.is Ráðvillt gagnvart leigubílaakstri Taka mið af lang- veikum börnum Stefna og úthlutunarreglur um sérkennslu á leikskólastigi verða endurskoðaðar af leik- skólaráði Reykjavíkur á næst- unni. Í tillögum sem nýlega voru samþykktar í ráðinu kemur fram að leikskólaráð vilji endurskoða úthlutunarreglur vegna sér- kennslu þannig að þær taki mið af aukinni sérhæfingu í meðferð langveikra barna. Settir verða á laggirnar starfshópar til þess að framfylgja tillögum leikskólaráðs. Steingrímur neitar sök Steingrímur Njálsson neit- aði sök um að hafa hótað Illuga Jökulssyni, fjölmiðlamanni og fyrrverandi ritstjóra DV, lífláti í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstu- daginn. Steingrími er gefið að sök að hafa hótað Illuga lífláti í gegnum talhólf 6. nóvember á síðasta ári. Málið var tekið fyrir á þriðjudaginn í síðustu viku en Steingrímur tók sér frest til að svara ákærunni. Á föstudaginn neitaði hann sök en sagði að DV-menn væru mannorðsmorð- ingjar. Illugi Jökulsson vildi ekki tjá sig um hótunina í hans garð þeg- ar til hans var leitað. Aðalmeð- ferð í máli Steingríms fer fram 5. október næstkomandi. Strætó þarf hálfan milljarð í viðbót Strætó bs. þarf rúman hálfan milljarð í viðbótarfjárveitingu næstu þrjú árin frá aðildarsveitar- félögum fyrirtækisins. Stjórn fyrir- tækisins hefur lagt fram þá tillögu fyrir öll aðildarsveitarfélög fyrir- tækisins að þau í sameiningu leggi fram 550 milljónir króna aukalega í reksturinn fyrir árin 2007, 2008 og 2009. Fyrir helgi samþykkti bæjar- stjórn Garðabæjar sinn hlut í fjár- veitingunni. Tillagan var samþykkt með þeim fyrirvara að hin aðildar- sveitarfélögin samþykki einnig að veita meiri fjármuni til rekstursins. Fjölgar mest í Reykjavík Þeim sem flytja til og frá landinu hefur fjölgað töluvert á undanförnum árum. Fyrstu sex mánuði ársins fluttust 3.784 erlendir ríkisborgarar til landsins, samkvæmt vef Hag- stofunnar. Þessi tala er álíka há og undanfarin tvö ár. Fjöldi útlendinga sem flyst frá Ís- landi hefur á sama tíma aukist umtalsvert frá undanförn- um árum. Útlendingar sem fluttu frá landinu voru 1.138. Í Reykjavík fjölgaði aðfluttum umfram brottflutta um 502 frá því í janúar fram í júní. Íbúum í Borgarbyggð fækkaði hins vegar mest eða um 65. Ráða ekki verði Leigubílastöðvar fá undanþá gur frá samkeppniseftirlitinu þannig að bílstjórar aka allir eftir sama taxtanum. ákvörðun um afnám hámarkstaxta var tekin fyrir rúmu ári. FÉLL Á LYFJAPRÓFI Heimsmeistaratitill Auðuns Jónssonar í kraftlyftingum frá nóvember í fyrra er á bið eftir að hann féll á lyfjaprófi. Auð- unn hefur kært framkvæmd prófsins og verður málið tekið fyrir af alþjóða- íþróttadómstólnum 15. nóvember. Það skýrist ekki fyrr en þá hvort Auð- unn heldur titlinum eða ekki. „Auðunn er búinn að stefna að þessum titli í fjöldamörg ár. Hann er ekki það vitlaus að taka áhættuna á að missa heimsmeistaratitil,“ segir Jó- hanna Eiríksdóttir, formaður Kraftlyft- ingasambands Íslands. Prófmál Auðunn var tilnefndur sem Íþróttamaður ársins í fyrra en lenti í áttunda sæti. Hann hefur farið í fjölda lyfjaprófa en aðeins fallið í þetta eina skipti. Jóhanna segir framkvæmd lyfja- prófsins sem Auðunn féll á hafa verið með afar óvenjulegum hætti. „Það var komið upp á hótelherbergi til hans og hann vakinn klukkan hálfsex að morgni tveimur dögum fyrir mótið.“ Hún segir þann sem tók prófið hafa verið einan á ferð en venjan sé að tveir séu viðstaddir lyfjaprófanir. Auk þess hafi viðkomandi ekki sýnt nein skilríki til að sýna fram á að hann væri sá sem hann sagðist vera. „Þeir eru að herða ólina,“ segir Jó- hanna um þá sem standa að lyfjapróf- unum. „Það er auðvitað gott og bless- að en það er þó lágmark að fólk fái að halda virðingu sinni.“ Hún bendir á að ef framkvæmd lyfjaprófsins verður ógild missir Auðunn ekki heimsmeistaratitilinn. „Þetta er prófmál fyrir alþjóðaíþrótta- dómstólnum. Hann er ekki enn búinn að missa titilinn. Málið er í athugun.“ Handahófskennd lyfjapróf Í þvagi Auðuns fundust niðurbrots- efni sem líkaminn framleiðir sjálfur en þau gefa til kynna að viðkomandi ein- staklingur hafi tekið inn óleyfileg efni. Þetta eru sams konar niðurstöður og fengust mánuði fyrr hjá Jóni Gunnars- syni, betur þekktum sem Jón bóndi, en hann missti heimsmeistaratitil í kraft- lyftingum í flokki öldunga. Stuttu síð- ar komst Jón í fréttirnar þar sem hann reyndi að smygla til landsins miklu magni af afkastaaukandi efnum sem eru ólögleg hérlendis. Þetta var í ann- að sinn sem Jón féll á alþjóðlegu lyfja- prófi. Jóhanna tók við sem formaður Kraftlyftingasambandsins í fyrra. Hún er fyrsta konan sem gengir þessu emb- ætti og hefur aðrar áherslur en forver- ar hennar, hún hefur til dæmis unnið ötullega að því að sambandið gangi inn í Íþróttasamband Íslands. „Þá get- um við haldið regluleg lyfjapróf. Aðilar að ÍSÍ geta alltaf átt von á handahófs- kenndum lyfjaprófunum.“ Á titilinn skilinn Hún segist telja fulla ástæðu til að skoða þau fæðubótarefni sem leyfileg eru hér á landi. „Lyfjaprófin eru mjög nákvæm. Mér finnst mikilvægt að það sé at- hugað hvort öll efni sem fæðu- bótarefnin innihalda séu skráð á umbúðum.“ Hún ítrekar að engin óleyfileg efni hafi fundist hjá Auð- uni. „Hann er einn allra besti kraft- lyftingamaður landsins. Hann á tit- ilinn fullkomlega skilinn. Ég veit að hann hefði aldrei tekið þá áhættu að neyta einhverra efna fyrir mót- ið.“ Auðunn varð heimsmeistari í kraftlyftingum þar sem keppt er í þremur greinum; hnébeygju, bekk- pressu og réttstöðu. Auðunn keppti í 125 kílóa flokki en í honum eru þeir sem vega frá 110 kílóum og upp í 125 kíló. Auðunn vildi ekki tjá sig um mál- ið þegar DV náði tali af honum en vísaði á lögmann sinn, Stefán Karl Kristjánsson. Hann staðfesti að málið væri til rannsóknar en vildi annars ekkert láta hafa eftir sér. ERla HlynsdóttiR blaðamaður skrifar: erla@dv.is „Það var komið upp á hótelherbergi til hans og hann vakinn klukk- an hálfsex að morgni tveimur dögum fyrir mótið.“ auðunn Jónsson Jóhanna Eiríksdóttir auðunn Jónsson auðunn varð heimsmeistari í kraftlyftingum í fyrra. Hann féll á lyfjaprófi eftir mótið en hefur kært fram- kvæmd þess. 2 Fré t konur eru e ki lengi í starfi á fréttastofu Ríkisútvarpsins. DV sagði frá á þriðjudag að reyndar konur í starfi hafa flúið fréttastofuna. Öfugt við karlana. Mér líst mjög illa á fækkun kvenna á fréttastofunni. Auðvitað hafa einhverjar nýjar komið inn en áhugi stjórnenda á að hafa konur á miðjum aldri í starfi virðist ekki vera sérstaklega mikill,“ sagði Anna Kristín Jónsdóttir, ein þeirra sem eru hættar. Óðinn Jónsson, fréttastjóri útvarpsins, vildi ekki tjá sig um málið þegar DV leitaði eftir því. o urnar f ýja F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð þriðjudagur 18. SEPTEMBEr 2007 dagBlaðið víSir 146. TBl. – 97. árg. – vErð kr. 235 Fjöldi kvenna heFur horFið á brott Frá ríkisútvarpinu undanFarið: Þrjár reyndar fréttakonur eru að hætta störfum á RÚV og eru nú nánast allar reyndar fréttakonur hættar á fréttastofu útvarps. Karlarnir eru flestir enn við störf. Konurnar segja stóreinkennilegt hve konur endist illa á RÚV og að hundur liggi grafinn. Sjá bls. 2. KonuRnaR flýja RÚV >> Mannbjörg varð þegar fjórum sjóstangaveiðimönnum var bjargað úr sjávarháska í fyrrakvöld. Bjargvætturinn, Guðbrandur Baldursson, kom fyrstur á staðinn en hann er menntaður snyrtifræðingur og var talinn líklegur arftaki Heiðars snyrtis. Hann var heima í rólegheitum þegar hann fékk símhringingu frá Neyðarlínunni sem bað hann um að bjarga fjórum mönnum. SNYRTIFRÆÐINGUR BJARGAÐI MÖNNUM Í SJÁVARHÁSKA fréttir VistVænirfararskjótar >> Ein stærsta umhverfisógn nútímans er mengun af útblæstri bíla. Í tilefni alþjóðlegrar samgönguviku ræddi DV við fólk sem ekur vistvænum bílum. DV Sport þriðjudagur 18. september 2007 15 Sport Þriðjudagur 18. september 2007 sport@dv.is Spennandi leikir í Meistaradeildinni valsstúlkur vörðu íslandsmeistaratitil sinn í landsbankadeild kvenna. bls 17 Kenny Miller Fyrsti sigur Derby á tímabilinu íslandsmeistarar Valur enn í öðru sæti >> Valsmönnum mistókst að komast í efsta sætið í Landsbankadeild karla. ÍA heimsótti Val á Laugardalsvöll og lokatölur urðu 2–2 í æsispennandi leik. Valur er því tveimur stigum á eftir FH þegar tveir leikir eru eftir, en Valur og FH mætast í næstu umferð. Skagamenn eru sem fyrr í þriðja sæti, sex stigum á eftir Val. Valsstúlkur tryggðu sér hins vegar Íslandsmeistaratitilinn í gær. Valur missteig sig3 „Það fauk virkilega í mig er ég sá að mér er ekki eignaður sá heiður sem ég á skilið sem hug- myndasmiður þáttanna. Ég læt ekki taka mig svona og krefst hiklaust lögbanns ef þeir bæta ekki sín vinnu- brögð. Það er mjög leiðin- legt að þurfa að fara þessa leið en ég get ekki annað,“ segir Gestur Valur Svansson, sem telur sig vera hugmyndasmið og höfundarréttarhafa sjónvarpsþátt- anna Næturvaktarinnar. Þessi var forsíðufrétt DV á miðviku- dag. „Það hefur fyllilega verið stað- ið við alla samninga við hann og ekkert verið að svína á honum. Þó að lagalega teldi ég ekki nauðsyn til lagði ég samt áherslu á það að hans yrði getið í ferlinu. Mér fannst það vera kurteisi,“ sagði Ragnar Óskarsson, leikstjóri Næturvakt- arinnar. næturvaktin er mín F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð miðvikudagur 19. SEPTEmBEr 2007 dagBlaðið víSir 147. TBl. – 97. árg . – vErð kr. 235 GESTUR VALUR SVANSSON áTTi HUGMYNDiNA AÐ GRÍNÞáT TUM á BENSÍNSTÖÐ: Ég vil fá minn heiður fyrir hugmyndina, segir Gestur Valur Svansson. Hann telur aðstandendur Næturvaktarin nar hafa brotið á rétti hans. Ragnar Bjarnason, leikstjóri Næt urvaktarinn- ar, staðfestir að Gestur Valur hafi komið með hugmy ndina til sín. Stóðum við allt gagnvart honum, segir Ragnar. Sjá b ls. 2. NætuRVaktiN eR míN >> Meistaradeild Evrópu hófst í gær með át ta leikjum. Norsku meistararnir í Rosenborg gerðu sér lítið fyrir og náðu 1–1 jafntefli við C helsea í London. Liverpool gerði 1–1 jafntefl i við Porto á útivelli. AC Milan hóf titilvörn sín a með 2–1 sigri á Benfica á heimavelli og Rea l Madrid náði að leggja Werder Bremen að ve lli 2–1. >> Konurnar í kvennakórnum Vox feminae ætla sér stóra hluti á fimmtán ára afmælisári kórsins. Í það minnsta sextán tónleikar, geisladiskur með söng kórsins og tónleikaferðalag til Danmerkur er meðal þess sem verður boðið upp á næsta árið. „Mér finnst kórinn miklu betri núna en nokkru sinni áður,“ segir Margrét J. Pálmadóttir kórstjóri. Aldrei verið betri NEYÐIST TIL REYKJAVÍKUR Í MEÐFERÐ fréttir >> Akureyringurinn Valdimar Heiðar Valsso n þarf að fara til Reykjavíkur í meðferð við Psoriasis eftir að aðstöðunni á Akureyri var lokað. Enginn húðsjúkdómalæknir er við störf á Akureyri. Dv sport LÆGSTU LAUNIN >> Íslenskir kennarar fá einna lægstu laun allra kennara í Evrópu. Aðeins Tékkar og Ungverjar borga kennurum sínum lægri laun en Íslendingar. fréttir ENSKU LIÐIN GERÐU JAFNTEFLI 4 Torfi Geirmundsson rakarinn torfi háði margra ára baráttu við Hótel sögu og lögfræðinga hótelsins eftir að hann var rukkaður um kalt Irish coffe. Hann segist halda sig frá Irish coffee í dag. Árið 1979 pantaði Torfi Geirmundsson sér irish coffee á Grillinu á Hótel Sögu. Kaffið reyndist kalt en yfirþjónn- inn var honum ósammála og vildi fá greitt fyrir drykkinn. Niður- staða fékkst ekki fyrr en fimm árum síðar þegar Auður Þorbergs- dóttir kvað upp dóm í málinu. hitt málið Dýrkeypt írskt kaffi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.