Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2007, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2007, Qupperneq 9
DV Fréttir föstudagur 21. september 2007 9 FORELDRARNIR MIÐPUNKTUR MÁLSINS Ekki mörgum dögum eftir að Madeleine McCann hvarf beind- ist grunur lögreglunnar að Ro- bert Murat. Áður hafði hann verið lögreglunni og McCann-hjónun- um innanhandar, meðal annars sem túlkur. Hann er Breti af portú- gölsku bergi brotinn, fráskilinn og á fjögurra ára dóttur sem býr hjá móður sinni í Englandi. Sjálfur bjó Murat á heimili móður sinnar og var heimili þeirra rannsakað hátt og lágt án þess að nokkuð kæmi fram sem studdi grunsemdir lög- reglunnar. Eins undarlegt og það kann að hljóma þá varð sú afstaða hans að vilja ekki tjá sig um málið við blaðamann Sunday Times til þess að grunur beindist að hon- um í upphafi. Og ekki leið á löngu þar til dagblöð í Bretlandi og fjöl- miðlar í Portúgal settu sig í dóm- arasætið. Eftir liggur rústuð tilvera manns sem enginn trúir lengur að hafi á nokkurn þátt í máli Madel- eine McCann. Uppreist æru ólíkleg Talið er fullvíst að áhugi lögregl- unnar að Robert Murat hafi ver- ið tilkominn fyrir tilverknað Lori Campbell, blaðamanns hjá Sund- ay Mirror. Ástæðan var sú að henni fannst skjóta skökku við að hann hafði ekki áhuga á að koma í viðtal vegna málsins, þrátt fyrir að hann væri í nánu samstarfi við lögregl- una í upphafi rannsóknarinnar. Nafn Roberts Murat verður í huga fólks sennilega alltaf tengt hvarfi Madeleine McCann. Og hætt er við því að þó einhver annar verði einhverntímann sekur fund- inn um verknaðinn þá hrökkvi það skammt. Andlit hans birtist á for- síðum breskra dagblaða, hvers- dagslegir hlutir í lífi hans voru út- málaðir sem grunsamlegir og hegðun hans í máli Madeleine var líkt við hegðun Ians Huntley sem árið 2002 myrti tvær tíu ára gamlar stúlkur í smábænum Soham á Eng- landi. Robert Murat var grunaður um aðild að hvarfi Madeleine McCann: Dæmdur af breskum fjölmiðlum Robert Murat enginn trúir lengur á sekt hans. Portúgalska lögreglan Hefur legið undir ámæli vegna rannsóknarinnar. „Mér fannst sársauki ykkar aldrei trúverðugur.“ – Find Mad- eleine McCann-vefsíðan. „Kate McCann er óáhuga- verð, veiklynd og vonlaus móðir og sennilega veik á geði. Aumk- unarverð kona sem átti aldrei að eignast börn úr því að hún réð ekki við það.“ – Mirror forum. „Gerry McCann virkar á mig eins og fauti. Ég hef enga hug- mynd um sekt eiginkonunnar, en engu að síður er hún þrælsek eft- ir að hafa skilið börnin ein eftir.“ – Mirror forum. „McGrubs-hjónin eru afleit fyrirmynd foreldra og ættu að vera sótt til saka.“ – HaloScan. „Þau sem eiga að axla ábyrgð- ina á hvarfi Maddíar eru Gerry og Kate McCann. Ef þau eru sek eru þau sjúk og ill og verðskulda að rotna til eilífðar.“ – Skynews. „Þau eru læknar og myndu ekki hika við að saka aðra for- eldra um vanrækslu. Þau ættu að hanga í eigin snöru.“ – Alpha Mummy. „Móðirin sérstaklega hefur hagað sér undarlega vegna máls- ins. Ég sé ekkert eðlilegt við það að móðir í hennar sporum geri það að forgangsverkefni svo fljótt eftir hvarf dóttur sinnar að hitta páfann.“ – Mumsnet. „Jafnvel konur í læknastöðum eru fórnarlömb heimilisofbeldis, sálræns eða líkamlegs. Mér virð- ist Kate vera mjög undirgefin Gerry. Hún skáskýtur augunum til hans þegar þau tala við fjöl- miðla. Eins og hún geti ekki tal- að fyrir sig. Og skokkið er annar handleggur. Ég er fylgjandi því að vera í formi en það væri það síð- asta sem ég hugsaði um, ef einu af mínum börnum yrði rænt. Ég væri í rusli.“ – Mirror forum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.