Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2007, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2007, Síða 11
DV Helgarblað föstudagur 21. september 2007 11 Nærri tugur faNga strokið á áriNu skipulögð strok af litla-HrauNi Bandarískur barnaræningi, Donald M. Feeney, og íslenskur nauðgari, Jón Gestur Ólafsson, reyndu ævintýralegan flótta úr landi 8. ágúst 1993. Feeney hafði hlotið tveggja ára fangelsisdóm fyrir tilraun til mannráns á tveimur íslenskum stúlkum en Jón var dæmdur í 4 ára fangelsi fyrir hrottalega nauðg- un á 16 ára stúlku. Félagarnir afplánuðu dómana samtímis á Litla-Hrauni og urðu fljótt félagar innan múranna. Í skjóli nætur flúðu Feeney og Jón fangelsið er 10 fangaverðir Litla-Hrauns horfðu saman á kvikmynd. Um var að ræða hasarmynd þar sem heilmikill skot- bardagi var í enda myndarinnar. Meðan á bardag- anum stóð læddust félagarnir út í nóttina. Þegar út var komið héldu þeir hlaupandi áleið- is til Selfoss þaðan sem þeir tóku saman leigubíl til Reykjavíkur. Við komuna til Selfoss var mjög svo dregið af Jóni eftir hlaupin og var hann sagður dauð- uppgefinn eftir flóttann. Feeney og Jón héldu áfram til Reykjavíkur og leigðu herbergi á Hótel Loftleið- um þar sem þeir sváfu yfir nóttina. Morguninn eftir höfðu þeir leigt litla flugvél og var ætlunin að fljúga frá Reykjavíkurflugvelli til Færeyja og halda þaðan áfram til meginlands Evrópu. Flugmaður vélarinnar Halldór Árnason lagði af stað árla morguns áleiðis til Færeyja en fékk síð- ar skilaboð um að hann væri líklega með stroku- fanga meðferðis. Slæm veðurskilyrði urðu Halldóri til bjargar því hann sannfærði Feeney og Jón um að millilenda í Vestmannaeyjum þar til drægi úr þoku. Þangað var flogið og á meðan þeir biðu átekta kom lögregla á staðinn og handtók félagana. Erlendur Baldursson, deildarstjóri hjá Fangels- ismálastofnun, segir flótta Feeneys og Jóns að öll- um líkindum best skipulagða flóttann hér á landi. „Þetta er líklega frægasta og dramatískasta dæmið um skipulagðan flótta. Þeir félagar sluppu úr fang- elsinu og ætluðu að koma sér til Færeyja og þaðan áfram. Við því var brugðist með einföldum hætti þannig að vélinni var snúið við og beðið eftir þeim,“ segir Erlendur. Flóttinn til Færeyja Þrír fangar á Litla-Hrauni urðu kenndir eftir að gestir þeirra höfðu gefið þeim áfengi að drekka í heimsókn í fangelsið, í apríl 1946. Eftir að Björgvin Óskarsson, Hilmar Jóhannsson og Pálmi Kristinsson fundu á sér þráðu þeir meira vín og skipulögðu flótta úr fangelsinu. Hilmar fékk lánaðan lykil að háaloftinu, þar sem fangar höfðu þvottaaðstöðu, og þaðan komust félagarnir út um þakglugga. Í kjölfarið náðu þeir að klifra niður þakrennu og komust burt frá Litla-Hrauni. Félagarnir þrír fengu far með vörubíl til Reykjavíkur og urðu sér úti um vínflösku. Eftir að hafa setið við drykkju nokkra stund fóru þeir á rölt um miðborgina og Pálmi braut nokkrar rúður á leiðinni og gerði tilraun til innbrots í Timburverslun Völundar. Þar inni var peningaskápur sem félagarnir náðu engu úr. Hilmari leist orðið illa á félagsskapinn og hélt heimleiðis. Þar fékk hann að borða og síðan gaf hann sig fram á lögreglustöðinni. Björgvin og Pálmi héldu áfram för sinni þar sem Pálmi hélt áfram að brjóta rúður. Félagarnir urðu viðskila á göngunni og Björgvin gekk fram á tvo lögregluþjóna og gaf sig fram. Pálmi gerði síðar aðra tilraun til innbrots, að þessu sinni í verslun KRON við Skólavörðustíg. Þaðan náði hann handfylli af krónupeningum úr peningakössum verslunarinnar en var handtekinn á vettvangi. Vildu meira áFengi Söguðu rimlana Sundur Þrír fangar struku 28. júlí 1993. Einn þeirra var tal- inn hættulegasti glæpamaður landsins, Björgvin Þór Ríkharðsson, sem hafði hlotið dóm fyrir vopn- að rán og hrottalegar nauðganir. Í daglegu tali var Björgvin nefndur sólbaðsstofuræninginn því hann hafði hótað afgreiðslustúlku sólbaðsstofu á Akur- eyri lífláti ef hún afhenti honum ekki alla peninga stofunnar. Við ránið hélt hann hnífi að hálsi stúlk- unnar. Eftir ránið fór fram víðtæk leit lögreglu að ræningjanum og var hann handtekinn tveimur dögum síðar. Björgvin náði að flýja ásamt félögum sínum, þeim Hans Erni Viðarssyni og Herði Karlssyni, með því að saga í sundur rimla eins fangaklefans á Litla-Hrauni. Þeir höfðu komist yfir blað úr járn- sög á smíðaverkstæði Litla-Hrauns og þegar út var komið flúðu þeir á bíl sem beið þeirra. Hans og Hörður voru fljótlega handteknir þar sem þeir fundust undir áhrifum fíkniefna. Sólbaðsstofu- ræninginn gekk hins vegar áfram laus. Birtar voru myndir af honum í fjölmiðlum og lögreglu bárust ábendingar um veru Björgvins víða um landið. Loks tókst að finna hann í íbúð fyrrverandi kær- ustu sinnar í Breiðholti. Vegna flóttans var dómur Björgvins þyngdur um tvö ár. Út um þakgluggann garðSlanga notuð Við Flótta Tveir fangar Hegningarhússins náðu að flýja einn góðviðrisdag að sum- arlagi á 8. áratug síðustu aldar. Miklir þurrkar höfðu verið yfir sumar- ið og fangaverðir höfðu meðal annars það hlutverk að vökva í fangels- isgarðinum. Umhverfis garðinn voru háir veggir til að hindra útgöngu fanga. Einn daginn gleymdi fangavörður garðslöngu í garðinum og fang- arnir tveir urðu þess varir. Með útsmognum hætti komust þeir úr hús- inu og út í fangelsisgarðinn. Þegar þangað var komið nýttu þeir slönguna til að komast upp vegginn og yfir hann. Það tókst og fangarnir komust á brott. Þeir náðust skömmu síðar. Aðspurður man Guðmundur eftir þessu tilviki. „Af einhverjum ástæðum hafði garðslanga verið skilin eftir í garðinum og hana nýttu fangarnir sér til að komast yfir vegginn,“ segir Guðmundur. við að allir fangar séu í einangrun. Við teljum okkur ekki vera með það hættulega einstaklinga að slíkt þurfi.“ Aðspurður segist Erlendur feginn því að enginn flótti fanga hér á landi hafi orðið til þess að saklausum hafi orðið meint af. Hann bendir á að iðulega séu ástæður þess að fangar strjúki lítilvægar. „Oftast eru þessi strok lítið merkileg. Algengast er að menn hlaupi frá til að hitta kærustur eða til að detta í það. Ekkert strok hjá okkur hefur orðið til þess að fangi hafi gert öðrum illt,“ segir Erlendur. Sigurjón H. Birgisson, formaður Félags fangavarða, treysti sér ekki til að ræða strok úr fangelsum þegar til hans var leitað. 1992 8 faNgar 1994 4 faNgar 1995 4 faNgar 1996 2 faNgar 1997 0 faNgar 1998 0 faNgar 1999 4 faNgar 2000 1 faNgi 2001 1 faNgi 2002 0 faNgar20030 faNgar 2004 1 faNgi2005 0 faNgar 2006 0 faNgar 2007 3 faNgar SamtalS: 89 fangar Barnaræninginn strauk donald m. feeney reyndi í slagtogi við konu sína að nema tvær íslenskar stúlku af landi brott. bandarískur faðir stelpnanna, James brian grayson, réð feeney til verksins og voru þeir báðir handteknir í Leifsstöð með stúlkurnar. Langaði í áfengi Þrír fangar komust í áfengi eftir að hafa fengið heimsókn á Litla- Hraun. fljótt langaði þá í meira og struku þá úr fangelsinu í leit að áfengi. Flýðu af Litla-Hrauni Þrír fangar komust út með því að saga sundur rimla með járnsög sem þeir komust yfir á smíðaverkstæði Litla-Hrauns. Slangan gagnaðist Nokkrir fangar komust yfir fangelsismúra Hegningarhússins þegar garðslanga hafði verið skilin eftir í garði fangelsisins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.