Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2007, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2007, Síða 16
Menning föstudagur 21. september 200716 Menning DV Bókalager- sala Bókaormar geta sannarlega glaðst því í dag, föstudaginn 21. september, opna JPV forlag og bókaútgáfan Edda lagersölu á bókum í fyrrum húsnæði Krónunnar við JL húsið. Boðið er upp á um þrjú þúsund titla á fantagóðu verði; skáldverk fyrir unga sem aldna, fræðibækur og ævisögur. Þeir sem versla á útsölunni fá bók í kaupbæti og öll börn frá frítt Andrésblað. Opið er alla daga frá kl. 11–19 til 7. október. sjónlist Afhending Sjónlistaverðlaunanna 2007 fer fram í kvöld: Verðlaunahafarnir fá 2 milljónir Sex listamenn eru tilnefndir til Sjónlistaverðlaunanna 2007 sem af- hent verða í Flugsafni Íslands á Akur- eyri í kvöld. Tveir þeirra hljóta ríku- leg verðlaun fyrir framlag sitt, annar á sviði myndlist- ar og hinn á sviði hönnunar, eða tvær milljónir króna. Þetta eru hæstu verðlaun sem veitt eru á sviði mynd- listar og hönnunar hér á landi. Þeir sem tilnefndir eru í ár eru Birgir Andrésson fyrir einstakt framlag til könnunar á sambandi sjónrænnar skynjunar og merkingar texta í verkunum Black-out og Build; Hekla Dögg Jónsdóttir fyrir Fossinn, röð verka í sýningunni Ljósaskipti og Fireworks for LA sem ætlað er að lýsa upp umhverfið og skerpa skilningarvitin; Hrafnkell Sigurðsson fyrir ljósmyndaröðina Áhöfn og olíuverkin Afhafnasvæði en þessi verk þykja varpa nýju ljósi á íslenska sjómenn og karlmennsku; fyrirtækið Nikita fyrir fatnað á konur sem stunda snjóbrettaíþróttir en vörur Nikita eru nú seldar í 1500 sérverslunum í þrjátíu löndum; Studio Granda fyrir viðbyggingu við Vogaskóla í Reykjavík og einbýlishús á Hofi á Höfðaströnd og síðast en ekki síst Össur hf. fyrir gervifótinn Proprio Foot. Við verðlaunaafhendinguna í kvöld verður einnig tilkynnt hver hlýtur heiðursorðu Sjónlistar fyrir einstakt æviframlag til sjónlistanna, en að þessu sinni verður það hönnuður. Á morgun verður svo efnt til alþjóðlegrar ráðstefnu um siðfræði og sjónlist þar sem breski heimspekingurinn Matthew Kieran og sænski hönnuðurinn Olof Kolte deila skoðunum sínum ásamt Ásu Björk Ólafsdóttur presti og Lilju Pálmadóttur myndlistarmanni. Bína fer í leikskóla Hjá Bókaútgáfunni SÖLKU er komin önnur sagan í bókaflokknum um Bínu og að þessu sinni er Bína að byrja í leikskóla. Hún veit ekki alltaf hvernig hún á að hegða sér innan um krakkana og hún er heldur ekki viss hvort mamma komi aftur að sækja hana. Smám saman líður henni betur í leikskólanum og lærir meðal annars hvernig hún getur eignast vini og beðið um hjálp. Ásthildur Bj. Snorradóttir talmeinafræðingur er höfundur bókanna um Bínu. Í sögunum leggur hún áherslu á að efla boðskiptafærni og málþroska barna. Ef þau skilja og vita til hvers er ætlast af þeim hverfa mörg hegðunarvandamál eins og dögg fyrir sólu og öllum líður betur. Af hverju býr fólk í húsum? Af hverju býr fólk í húsum? Af hverju byggja dýrin sér öðru- vísi bústaði en mannfólkið? Af hverju búa ekki öll dýr í húsum? Hvað er bygging og hvað er byggingarlist? Þess- ar vangaveltur og fleiri eru uppistaðan í óformlegu spjalli sem efnt er til á fjölskyldu- stund Kjarvalsstaða næst- komandi sunnudag kl. 14:00 í umsjón Guju Daggar Hauks- dóttur, deildarstjóra bygging- arlistardeildar Listasafns Reykja- víkur. Fjölskyldustundin er aðgengileg öllum aldurshópum en tilgangurinn er að bjóða upp á fjörlegar umræður og óheft hugarflug um byggingarlist. Skotist upp á Skaga Vantar þig hugmynd að fróðleiksferð um helgina? Það er stutt að skjótast upp á Akranes og skoða þar Safnasvæðið að Görðum. Þar er að finna mikla uppsprettu fróðleiks fyrir unga sem aldna þar sem gamla tímanum er fléttað á skemmtilegan hátt saman við þann tíma sem stendur okkur nær. Líf Hlínar Agnarsdóttur snýst meira og minna um leikhús og leiklist. Þekktust er hún líklega fyrir leikritin sín, til að mynda Konur skelfa sem sýnt var við feikilegar vinsældir í Borgarleikhúsinu fyrir um áratug, en hún hefur einnig leikstýrt fjölmörgum sýningum í öllum helstu leikhúsum landsins. Þar á meðal eru Sólarferð, Góðverkin kalla og Blessuð jólin hjá Leikfélagi Akureyrar, Englar í Ameríku, Ófælna stúlkan og Hvað dreymdi þig, Valentína? hjá Leikfélagi Reykjavíkur og Viktoría og Georg og Ástkonur Picasso í Þjóðleikhúsinu. Hlín, sem er er fædd í Reykja- vík snemma á sjötta áratugnum, hefur einnig skrifað leikrit fyrir út- varp og sjónvarp og komið að öðr- um handritaskrifum fyrir sjónvarp og aðra miðla. Þá hefur hún sent frá sér skáldverk auk þess sem Hlín er meðstjórnandi, eða liðsstjóri eins og hún er víst titluð, í þættinum Orð skulu standa á Rás 1 þar sem hún þarf meðal annars að yrkja vísur. Undanfarin þrjú ár hefur Hlín starfað við Þjóðleikhúsið, bæði sem dramatúrg og listrænn ráðgjafi. Hún sagði hins vegar starfi sínu lausu á dögunum og blaðamaður byrjar á því að spyrja hana nánar út í þau tíðindi. Gekk vel að vinna með Tinnu „Ég er með annan fótinn í Þjóðleikhúsinu þrátt fyrir að ég hafi hætt þar í fullu starfi því ég kem til með að taka þátt í ýmsu starfi þess. Ég mun til dæmis leikstýra þar næsta vor,“ segir Hlín en um er að ræða leikrit eftir Steinunni Sigurðardóttur sem nánar verður komið að síðar. „Ég var búin að vera í föstu starfi í Þjóðleikhúsinu í þrjá vetur og mér finnst það í sjálfu sér ekki fréttaefni þó maður skipti um vinnu. Ég byrjaði að vinna þarna þegar Tinna Gunnlaugsdóttir tók við sem Þjóðleikhússtjóri en hún réð mig sér til aðstoðar. Þetta er stór vinnustaður, þegar allt er talið vinna um tvö hundruð manns í Þjóðleikhúsinu, og Tinna þurfti aldeilis að hafa hraðar hendur við að leysa mörg mál því hún fékk ekki mjög langan tíma til að taka við þessu starfi. Það er í raun og veru dálítill „lapsus“ í nýjum Þjóðleikhúslögum því nú er ekki lengur gert ráð fyrir að sá sem tekur við starfi leikhússtjóra fái einhvern undirbúningstíma með þeim sem er að ljúka störfum. Þetta var bara þriggja mánaða tími sem Tinna hafði til undirbúnings. En ég byrjaði að vinna sem dramatúrg við leikhúsið í barneigneignarleyfi þeirrar sem gegndi því starfi. Þegar hún kom aftur fjölgaði Tinna dramatúrgum við húsið og ég tók svolítið það starf. Þetta hefur verið mjög gefandi tími og veitt mér reynslu að fá innsýn í alla innviði Þjóðleikhússins. Núna langar mig Kátt á hjalla birgir andrésson, til hægri, er á meðal þeirra sem tilnefnd eru til sjónlistaverðlaunanna 2007. Hlín Agnarsdóttir komst í fréttirnar á dögunum þegar hún sagði upp starfi sínu sem listrænn ráðgjafi hjá Þjóðleikhúsinu. Hún segir viðskilnaðinn hafa verið í góðu, þrátt fyrir að ein- hverjir vilji halda annað, og reyndar hafi hún ekki sagt endan- lega skilið við Þjóðleikhúsið. FINGRAKLÁÐI, FUNDAÞREYTA OG DÓSASÖFNUN d V m yn d Á sg ei r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.