Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2007, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2007, Page 20
FösTUdagUr 21. sepTember 200720 Umræða DV Efnahagsmálin ofarlega „Það sem mér finnst standa upp úr í fréttum vikunnar er til dæmis umræðan um efnahagsmálin og þær spár og pæling- ar sem hafa verið að koma fram um þau. Einnig er mér ofarlega í huga umræðan um eignarhald og forræði á orkuauðlindum landsmanna. Hefðbundnir haustatburðir hafa líka átt sér stað upp á síðkastið eins og göngur og réttir. Lífið hefur jú sinn gang. Ég fór ein- mitt í göngur á Hvammsheiðinni og svo í réttir heima á Gunnarshólum.“ Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Brotamenn komast úr landi „Slysið í Soginu finnst mér bera hæst úr fréttum vikunnar, þetta eru hörmuleg- ar fréttir. Úr fjármálaheiminum birtust fréttir um lækkun vaxta í Bandaríkjunum og það finnst mér mjög jákvætt að heyra. Mér finnst hins vegar skelfilegt að heyra að menn sem búið er að dæma í farbann komist auðveldlega úr landi. Það er slæmt að ekki skuli vera betri fylgni á svona mál- um. Hugmyndir Samsonar sem kynntar voru um uppbyggingu miðbæjarins finn- ast mér mjög spennandi. Svona í lokin, úr íþróttaheiminum, vil ég nefna brotthvarf Mourinhos úr Chelsea.“ Ólafur Þórðarson, þjálfari Fram Sátt við lögregluaðgerðir „Þegar foreldrum hefur mistekist að kenna börnum sínum almenna kurteisi þarf því miður að fara þá leið að sekta fólk fyrir sóðaskap og dónaskap, ég er mjög sátt við þessar nýju lögregluaðgerðir í miðbæ Reykjavíkur. Það er líka gaman að segja frá því að ég var að eignast mína fyrstu íbúð og það svona á gamals aldri. Ég er að dunda mér við að gera hana fallega og notalega þessa dagana og hef mjög gaman af. Annars er ég hamingjusöm, vinnandi kona sem elskar að lesa góðar bækur.“ Kolbrún Berþórsdóttir, blaðamaður Hörmulegt slys í Soginu „Það sem bar hæst í vikunni að mínu mati er þetta hörmulega slys sem átti sér stað í Soginu. Þetta var svo óvænt og það er óhætt að segja að hlutirnir eru fljótir að gerast. Fólk þarf greinilega að vera við öllu búið. Annars er það að frétta af mér að ég er byrjuð að undibúa vorið með því að setja niður haustlauka,“ segir Margrét og skellir upp úr. „Ég er ennþá að njóta þess að vera í fríi frá vinnu og hver dagur í mínu lífi er al- veg dýrlegur. Ég mun skoða það með haust- inu að snúa aftur til vinnu.“ Margrét Frímannsdóttir, fyrrverandi þingmaður HVAÐ BAR HÆST í Vikunni?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.