Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2007, Síða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2007, Síða 36
föstudagur 23. september 200720 Sport DV Á laugardag er komið að stærsta leik sumarsins hjá konunum. Þá fer fram bikarúrslitaleikurinn þar sem KR og Keflavík mætast. KR- ingar lentu í öðru sæti deildarinn- ar þrátt fyrir að tapa aðeins einum leik. Liðið háði eftirminnilega bar- áttu við Valskonur en urðu að lúta í gras. Keflavík endaði í fjórða sæti deildarinnar sem er besti árangur liðsins síðan 1975. KR-ingar ætla ekki að gera neitt sérstakt fyrir leikinn, ekki fara á hótel eins og mörg lið í bikarúr- slitum hafa gert mörg undanfarin ár. „Auðvitað er þetta skemmtileg- ur leikur og stærri en margir sem við spilum, við komum til með að eyða meiri tíma saman en við komum til með að sofa í okkar rúmum,“ sagði Helena Ólafsdóttir, þjálfari KR. „Okkar mottó fyrir leikinn er að njóta leiksins því þetta er skemmtilegasti leikurinn og bestu aðstæður sem maður fær. Við erum hungraðar í titil,“ bætti Hel- ena við. KR-ingar verða án Katrín- ar Ómarsdóttur sem er ökklabrot- in og þá kemur ekki í ljós fyrr en á leikdegi hvort Embla Grétars- dóttir getur spilað. Hún meidd- ist á mánudaginn þegar KR vann Keflavík í lokaumferðinni í Lands- bankadeildinni. Keflavík hefur engu að tapa Keflvíkingar fara hins vegar á hótel og dvelja þar fram að leik. Liðið kemur til með að dvelja á Hótel Loftleiðum og æfa á Vals- svæðinu. Keflavíkurstúlkur hafa engu að tapa í leiknum. Þær koma sem litla liðið í leikinn . Salih Heimir Porca, þjálfari Keflavíkur, telur að sitt lið geti kom- ið á óvart í þessum leik. „Leikurinn leggst vel í mig. Ég myndi segja að við höfum enn ekki getað stillt upp okkar besta liði í þeim leikjum sem við höf- um spilað gegn KR hingað til. Í síðasta leik þurfti ég til dæmis að hvíla leikmenn sem voru með þrjú spjöld og fyrir mér skiptir hver einasti fullorðni leikmaður miklu máli. Konur sem eru með mikla reynslu úr landsliði og annars staðar frá koma inn í liðið. Ég tel að með meiri grimmd og betra skipulagi getum við gert þetta að jafnari leik en flestir búast við. Nú er gull í boði og við erum þegar búnar að tryggja okkur silfrið. Nú er bara að leggja sig fram og gera sitt besta. Stelpurnar eru ábyggilega mjög spenntar en ég er að reyna að nýta reynslu mína til þess að útskýra fyrir stelpunum hvernig beri að taka á þessum aðstæðum. Sumir fá náttúrlega í magann en aðrir ekki, þetta verður allt að koma í ljós,“ sagði Porca. Ætlum að enda tímabilið vel Olga Færseth er fæddur og uppalinn Keflvíkingur og sagðist hlakka til að takast á við sitt gamla lið. „Mér líst mjög vel á þetta og það skemmir ekki fyrir að mæta Keflavík sem er minn heimabær. Það er bara tilhlökkun í okkur KR- ingum og ég held að þessi leikur verði fjörugur og góð skemmtun. Við KR-ingar ætlum allavega að bjóða upp á skemmtilegan leik og vonandi náum við okkar markmiðum að krækja í titil í sumar. Við erum búnar að finna fyrir því að við söknum Katrínar og gerðum það á móti Val. Við erum að reyna að klóra okkur út úr þeim vandamálum sem því fylgdi að missa hana. En ef við missum Emblu líka verður þetta erfitt fyrir okkur.“ KR vann Keflavík á mánudag og þjóðsagan segir að það lið sem vinni leik númer eitt tapi leik númer tvö. „Það er svo sem margt til í því. En við KR-ingar blásum á allar þær sögusagnir. Við ætlum okkur að vinna þetta,“ sagði markadrottningin Olga Færseth. benni@dv.is, vidar@ dv.is DAVÍÐ Á MÓTI GOLÍAT Leið Liðanna í úrsLitin 2. umferð HK/Víkingur - Keflavík 0–1 8 liða úrslit afturelding - Keflavík 1–2 4. liða úrslit Keflavík - fjölnir 3–1 8 liða úrslit Þór/Ka - Kr 2–5 4. liða úrslit breiðablik - Kr 3–7 KR og Keflavík mætast í bik- arúrslitum Visa-bikarsins á laugardag. KR er talið mun sigurstranglegra en Keflavík er að leika sinn fyrsta bikar- úrslitaleik í kvennaflokki. KR hefur hins vegar unnið bikarinn tvisvar sinnum. L Lykilmaður björg Ásta Þórðardóttir er lykilmaður í liði Keflavíkur. Mætir sínu gamla félagi markahrókurinn Olga færseth er fædd í Keflavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.