Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2007, Qupperneq 37

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2007, Qupperneq 37
DV Helgarblað föstudagur 21. september 2007 29 hún var ein fyrst kvenna hérlendis til að klára viðskiptafræði. „Við höfum tuðað svolítið í mömmu yfir því að hún skuli ekki hafa gert eitthvað við þessa menntun sem hefði skilað henni peningum. „Mamma af hverju varðstu ekki endurskoðandi? Af hverju stofnaðir þú ekki eigið fyrirtæki?“ En nei, nei, hún ákvað að verða kennari,“ segir Þóra og glottir. „Hún er nú komin á eftirlaun en henni fannst svo gaman að kenna og var virkilega góður kennari.“ Mikil áhersla lögð á tungumál Það hafa margir veitt því eftirtekt hversu mörg viðtöl Þóra hefur tekið á erlendum tungumálum. „Það eru nú engin heljarinnar ósköp af tungumálum sem ég kann en það er dálítið þannig í minni fjölskyldu að allir eiga að kunna mörg tungumál. Það er hlegið að fólki sem ekki getur tjáð sig á að minnsta kosti sex til sjö tungumálum,“ segir Þóra og er greinilega að ýkja örlítið. „Pabbi er tungumálasnillingur. Hann lærði heimspeki og sálfræði í Rússlandi, hann er annar af tveimur löggiltum skjala- þýðendum á pólsku sem er mikil þörf fyrir núna, hann talar esperanto, þýsku, frönsku, dönsku og latínu. Mamma er ekki mikið síðri tungmálamanneskja. Ég var á tungumálabraut í menntaskóla, þar lærði ég þýsku og frönsku og svo menntaði ég mig á Ítalíu. Mér finnst hreinlega að það heyrist ekki nógu mörg tungumál í íslenskum fjölmiðlum og því reyni ég að spreyta mig þó svo, til dæmis, að sænskan mín sé ekki fullkomin þá reyni ég að tala hana frekar en að grípa til enskunnar.“ Lífsförunautur hinum megin við þilið Þegar Þóra lauk mastersnáminu kom hún aftur heim og ætlaði að stoppa sumarlangt í afleysingastarfi á fréttastofu Sjónvarps. Þóra stefndi á þróunarstarf og var byrjuð að undir- búa brottför sína með tilheyrandi nám- skeiðum og pappírsvinnu. „Þá hitti ég mann,“ segir Þóra sposk. En maðurinn er Svavar Halldórsson fréttamaður. „Við kynntumst á RÚV, ég var í sjón- varpinu og hann var í útvarpinu. Það var bara eitt þil á milli okkar. Það er fyndið að hugsa til þess eftir á að lífs- förunautur þinn hafi verið svona nálægt þér í lengri tíma og ég hugsaði með mér „Af hverju pikkaði hann ekki í mig fyrr?“ En allt hefur sinn tíma. Við vissum af hvort öðru, heilsuðumst á ganginum en ekkert meira en það. Svo æxlaðist það nú einu sinni að nokkrir fréttamenn fóru á Ölstofuna tvö kvöld í röð. Áður en við vissum af voru allir farnir heim nema við. Það þurfti nú ekki meira til. Stundum veit maður bara hvað er rétt,“ segir Þóra sem ljómar þegar talið berst að Svavari. Stjúpdæturnar völdu Þóru Svavar Halldórsson var ekki einn á ferð en hann á þrjár stelpur; átta, níu og tíu ára. „Fyrir nokkrum árum hefði mér eflaust fundið erfitt að axla þessa ábyrgð. En ég er búin að ferðast mikið, búin að mennta mig og búin að dansa á börunum. Ég veit að ég er ekki að missa af neinu. Nú er bara alveg nýr kafli í lífinu hafinn og ég nýt hans alveg í botn.“ Þóra ber greinilega mjög sterkar tilfinningar til stjúpdætra sinna. „Þetta eru yndislegar stelpur. Þær eru klárar, skemmtilegar og vel upp aldar,“ segir Þóra í mestu einlægni. „Þær tóku líka sérstaklega vel á móti mér og standa í þeirri meiningu að þær hafi valið mig. Þær stungu nefnilega upp á því við Svavar að hann byði mér í mat og spyrði mig hvort ég vildi verða kærastan hans. Þegar hann tilkynnti þeim að ég hafi sagt já, brutust út mikil fagnaðarlæti. Eftir að ég kynntist stelpunum hans Svavars sá ég fljótt að það væri óhætt að eignast börn með þessum manni en við eigum tæplega tveggja ára gutta sem er óskaplega vel heppnaður. Þannig að það eru fjögur börn á heimilinu og vonandi verða þau fleiri. Við erum svo góð í þessu.“ Rík af lífsgæðum Þrátt fyrir að hafa gert góðlátlegt grín að mömmu sinni sem ekki varð rík af því að mennta sig í viðskiptafræði lítur allt út fyrir að Þóra sé á sömu braut. Með hagfræðimenntun í farteskinu ætti Þóra mikla möguleika á því að fá starf sem gæfi meira í vasann en að vera ríkisstarfsmaður. „Kannski verð ég svona heimspekileg með aldrinum en að mínu mati felast lífsgæðin að stórum hluta í því að hafa gaman í vinnunni. Við leigjum þriggja herbergja kjallaraíbúð í Breiðholtinu svo það eru þrír í hvoru herbergi. Við erum að leita okkur að íbúð en það fer ekki alltaf saman það sem hentar og það sem við höfum efni á. Ég sá tíu herbergja hús um daginn til sölu sem hefði verið fullkomið fyrir okkur. Það kostaði hins vegar hundrað og tuttugu milljónir og það hentar ekki alveg ríkisstarfsmönnum. Annars liggur okkur ekkert á. Við leigjum hjá Gunnari Eyjólfssyni leikara og Katrínu Arason konu hans og þau eru yndislegt fólk. Við höfum allt sem við þurfum. Í fyrsta lagi hvort annað, frábær og heilbrigð börn og ægilega skemmtilega vinnu.“ Reyna að hemja sig í vinnunni Svavar og Þóra unnu á RÚV lengi vel. Bæði fóru þau um tíma yfir á Stöð 2 en eru nú bæði komin aftur á RÚV, fyrst Svavar og svo Þóra. „Það er miklu betra að vera á sama stað sérstaklega í ljósi þess að við erum í sama fagi. Þegar við vorum á sitt hvorri stöðinni var stundum erfitt að þurfa að sitja á skúbbi. Okkur þykir líka frábært að geta eytt meiri tíma saman en við erum samt ekkert að anda ofan í hálsmálið á hvort öðru.“ Þegar Þóra er spurð hvort samstarfsfólki þykir allt í lagi að vinna með hjónum rekur Þóra upp skellihlátur. „Ég ætla að vona það. Við reynum allavega að hemja okkur.“ Fyrr á þessu ári fékk Svavar hjartaáfall, aðeins þrjátíu og sjö ára að aldri og er því í veikindaleyfi. „Hann á alveg eftir að ná sér og tekur til starfa nú í október.“ Simmi er engin pempía Þóra sér fram á skemmtilegan vetur en hún er, ásamt Sigmari Guðmundssyni, þáttarstjórnandi spurningaþáttarins Útsvars sem sýndur verður á föstudagskvöldum í vetur en fyrsti þátturinn fór í loftið síðastliðinn föstudag. „Ég var mjög ánægð með þáttinn. Þetta er auðvitað bein útsending svo það er gefið að ýmislegt óvænt getur komið uppá. Þetta er uppskrift að vinsælum þáttum verandi spurningaþáttur sem Íslendingar eru af einhverjum ástæðum alveg sjúkir í. Þetta er líka keppni milli sveitarfélaga svo fólk fylgist með sínu fólki og svo er einn þekktur einstaklingur í hverju liði.“ Þóra lætur vel af samstarfi sínu við Sigmar. „Það er mjög gott að vinna með honum. Hann er mjög geðprúður maður og engin pempía. Ef hann gerir mistök getur hann hlegið að því. Ég vona að ég sé þannig líka. Hann hefur reyndar mestar áhyggjur af því að ég eigi eftir að leiðrétta hann í beinni en ég á það til ef fólk getur ekki notað eignarfalls-ess. En ég reyni að gera þetta hljóðlega. Hann er búinn að lofa að borga mér tvö þúsund krónur fyrir hvert skipti sem ég sit á mér,“ segir Þóra hlæjandi. berglind@dv.is Þóra er metnaðarfull kona sem vílar ekki fyrir sér að takast á við krefjandi verkefni, hvort sem um er í starfi eða einkalífi. Fyrir utan það að vera fréttakona og þáttastjórnandi kennir Þóra einu sinni í viku uppi í Háskóla Íslands, tekur þátt í uppeldi fjögurra barna og stefnir brátt á doktorsnám. Eftir slíka upptalningu væri hægt að gera sér í hugarlund að Þóra sé þreytuleg í návígi; þvert á móti geislar af henni lífsgleði og metnaður. DV-MYND ÁSGEIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.