Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2007, Síða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2007, Síða 38
föstudagur 21. september 200738 Helgarblað DV Íslendingar eru ekki vanir að liggja á skoðunum sínum. Bloggið er nýjasta dæmi þess en þar eru sumir svo skoð- anaglaðir að mörgum þykir nóg um. Sumir ganga meira að segja svo langt að gera sér upp skoðanir. Í dag er dæminu snúið við. Við tókum okkur til, hringdum í nokkra valinkunna Íslend- inga og leituðum skoðana þeirra á því hvað væri best. Svörin bera glöggt með sér að spurningin er ekki jafneinföld og einhverjir gætu haldið. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari kvenna- landsliðsins í knattspyrnu SIGUR HJÁ KVENNA- LANDSLIÐINU „Það er sigur hjá kvennalandsliðinu. Mér þykir það mikill heiður að fá að stjórna landsliðinu og þegar vel gengur er umbunin við það að ná árangri besta tilfinn- ing sem ég veit um. Ég er að fást við þjálfun og þegar vel gengur í starfi líður mér virkilega vel,“ segir Sig- urður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu. Kolbrún Halldórsdóttir, alþingismaður BEST AÐ VERA TIL „Ég myndi segja að það væri best að vera til. Ég er svo mikil náttúru- manneskja og það er svo náttúrulegt ástand að vera til. Það sem er nátt- úrulegt finnst mér best. Svo finnst mér börnin mín tvö vera best og best að þau skuli vera á lífi og njóta þess til hins ítrasta.“ Gunnar Svavarsson, þingmaður UMBURÐAR- LYNDIÐ ER BEST „Mér hefur gjarnan fundist það best að reyna að vera umburðarlyndur í dags- ins önn,“ segir Gunnar Svavarsson. Hann er þingmaður Samfylkingarinnar og for- maður fjárlaganefndar og segir að tals- vert reyni á hæfileikann til þess að vera umburðarlyndur í hans starfi. „Þetta er það sem reynst hefur mér allra best í gegnum tíðina.“ Sigmar Guðmundsson, sjónvarpsmaður SOFA VIÐ GALOPINN GLUGGA „Á haustin er best að sofa við galopinn glugga. Sér- staklega þegar það er orðið verulega kalt úti. Þá er best að sofa undir þykkri og hlýrri sæng alla nóttina á með- an hitastigið í herberginu er við frostmark. Maður þarf ekki að hafa áhyggjur af því að vakna ekki á morgnana því það eitt að fara undan sænginni vekur mann svo hressilega að maður er algjörlega tilbúinn í að takast á við daginn. Þetta steinliggur, sérstaklega þegar það er farið að frysta úti.“ Gunnar Hansson, leikari GOTT AÐ KÚRA „Mér finnst best að kúra. Og það í öllum skilningi þess orðs. Það er alveg sama hvað margt annað getur verið skemmtilegt, þá er alltaf best að kúra.“ HVAÐ ER BEST?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.