Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2007, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2007, Blaðsíða 42
föstudagur 21. september 200742 Helgarblað DV HÉLT AFMÆLIS- VEISLU FYRIR ÓKUNNUGAN SVÍA S vanhvít Kristín Ingibergs- dóttir skráði sig inn á couch- surfing.com í lok júlí og hef- ur haft í nógu að snúast síðan við að hitta fólk sem ýmist hefur fengið að gista á dýnu á gólfinu heima hjá henni eða bara einfaldlega hitt á kaffihúsi í spjalli og bjór. „Ég kynntist sófagistingunum í gegnum Önnu Lindu vinkonu mína en hún býr í Danmörku og kom í heimsókn til Ís- lands í sumar. Hana langaði þá svo að skella sér í bíltúr hringinn í kringum landið en vantaði ferðafélaga. Anna hafði verið skráð inn á couchsurfing. com í ár en hafði ekkert nýtt sér síðuna þar til henni datt í hug að auglýsa þar eftir ferðafélaga, hún var með bíl og auglýsti eftir einhverjum sem væri til í smá ævintýri og að deila með henni bensínkostnaði. Það var þá sem strák- ur frá Svíþjóð hafði samband og var á leið til Íslands en með engin plön svo þau ákváðu að taka smá áhættu og fara saman í ferðalagið.“ Svanhvít hitti svo Önnu Lindu og Svíann þegar þau voru komin aftur til byggða og hafði ferðalagið geng- Heimasíðan couchs urfing.com er gríða rlega snið- ugur kostur fyrir fó lk á ferðalagi sem v ill bæði spara peninga og u pplifa land og þjóð á annan hátt en í gegnum tú ristabækur. Á heim asíðunni getur fólk boðið fer ðamönnum upp á fr ía gistingu í sófanum heima hj á sér og ferðalanga r fundið sér stað til að gista á. Fjöldinn allur af Íslendingum er skr áður á síðunni en Svan hvít Kristín er ein þeirra se m hefur boðið fólki gistingu í litlu íbúð inni sinni á Baldur sgötunni. Af hverju ákvaðstu að koma til Íslands? „Ég hef lengi haft mikinn áhuga á íslenskri menningu og síðan ég var táningur hef ég sankað að mér ljósmyndabókum með myndum af Íslandi. Mér fannst umhverf- ið og jöklarnir mjög spennandi og dreymdi um að koma hingað. Ég kom líka hingað til að vinna við sjálf- boðavinnu á Sólheimum en ég er að læra að verða sérkennari í Þýska- landi.“ HEILLAÐIST AF FJÖLBREYTTU LANDSLAGINU Niels Klein er Þjóðverji sem var á Íslandi í þrjár vikur og nýtti sér þann kost að gista á sófum hjá innfæddum og þeirra á meðal heima hjá Svanhvíti. Af hverju ákvaðstu að ferðast til Íslands? „Ég hafði heyrt að næturlífið hérna væri ótrúlegt og að það væri svipaður bragur yfir Reykjavík og Madison en ég er þaðan. Svo hafði ég reyndar líka fundið alveg frá- bærar myndir af landinu á inter- netinu.“ Hvað hefurðu verið að bralla á Íslandi? „Hanga á kaffihúsum, borða furðulega hluti eins og harðfisk með smjöri, hrossabjúgu, hákarl og drekka þykkmjólk. Svo hef ég líka borðað pylsu sem mér finnst alveg mergjuð. Ég gekk líka upp Esjuna, skoðaði Rauðhóla og vita rétt fyrir utan Reykjavík.“ Af hverju ákvaðstu að nýta þér sófagistinguna? „Í fyrsta lagi til að spara pen- inga, í öðru lagi til að öðlast aðra tilfinningu fyrir landinu og upplifa stemninguna með heimafólki og í þriðja lagi til að skiptast á tónlist.“ Hefurðu heyrt einhverjar hryllingssögur um sófagist- ingu? „Já, eina. Það var frá herbergis- félaga gaurs sem hýsti fólk heima hjá þeim. Herbergisfélaginn kvart- aði sáran yfir því að íbúðin þeirra hefði verið undirlögð af ferðalöng- um um tíma.“ Hvernig hefur sófagisting reynst þér hingað til? „Bara æðislega vel. Það hafa alir verið svo vinalegir og tekið vel á móti mér. Ég hef verið boðinn í stórskemmtileg matarboð, farið í partí með innfæddum og farið út á lífið í miðborginni og ég hef hitt alveg frábært fólk á þessu ferðalagi mínu.“ Hvarflaði aldrei að þér að þú ættir á hættu að gista hjá einhverjum brjálæðingum? „Jú, jú, að sjálfsögðu. En ef allt FINNST ÍSLENSKAR PYLSUR ÆÐISLEGAR Ian Purvis starfaði sem tölvunarfræðingur í Wisconsin í Bandaríkjun- um en ákvað einn dag- inn að selja bílinn sinn og leggjast í ferðalög. d V m yn d Á sg ei r Svanhvít Kristín mælir eindregið með sófagistingum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.