Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1958, Side 6

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1958, Side 6
ist ekki vilja, að listin fylgi þróun tímans. Listamennirnir eiga að standa í þeim gamla, gróna jarðvegi eins og prestur í frosinni hempu. — Hvaða áhrif hefur það á þig að vera skammaður fyrir vcrk þín? — Ég held það sé bara gott. Mað- ur verður ákveðnari, og það örvar mann til sjálfstæðis. — En skammirnar kunna að liafa áhrif á almenningsálitið? — Ég veit það ekki. Útlendir mynd- iiöggvarar, sem komið hafa til mín, sjá, að ég hef aldrei haft pantanir. Ef ég hefði ekki haft listamanna- styrk, hefði ég aldrei getað lifað. Ég lít ekki á listamannastyrki sem verð- laun, heldur sjálfsögð og nauðsynleg laun listamanna til þess að lifa af. I sambandi við kjör listamanna ætti ég kannske að taka fram, að ég tel höggmyndalist miklu þjóðfélags- legri en t. d. bókmenntir eða málara- list. List myndhöggvarans er meira opinber. Verk hans eru unnin til þess að vera sett upp úti fyrir almenning í garða eða á opin svæði. Það hefur eng- inn einstaklingur efni á að kaupa höggmyndir, ncma þá örfáir auð- menn. Hins vegar geta flestir keypt bækur og málverk. Þess vegna verða ráðandi menn að skilja, að höggmynd- ir verða að vera eign bæjarfélaga eða þjóða. Höggmyndalistin verður að vera opinber list og bæjarfélög eða ríki að kaupa verk myndhöggvaranna, J)ví að einstaklingar hafa ekki efni á að kaupa þau. Aðstaða okkar myndhöggvara er heldur ekki sambærileg við tónskálda. íiins og ég sagði, hef ég aldrei unnið myndir mínar eftir pöntun. Ég set þær bara hér út í garðinn, þar sem allir geta séð þær. Og ekki get ég far- ið að innheimta brot úr eyri, þó að Jón Leifs gangi um götuna og snúi sér við til þess að líta á þær. — En væri æskilegra fyrir mynd- höggvara að hafa ávallt nægar pant- anir til þess að vinna eftir? — Pöntun er góð, ef sá. sem pantar, skilur, að listamaðurinn verður að vinna verk sitt af lífi og sál. En hætt- an er alltaf sú, að menn vinni til þess að taka á móti peningum. en ekki af innri þörf. Þess vegna er viss plús við það að vinna án allra pantana. Margt af því, sem pantað hefur ver- ið, er heldur ekki alls kostar vel heppnað. Það fæst áreiðanlega betri list með því, að listamaðurinn vinni frjáls að verkefni sínu. En það er mín skoðun, að það þurfi að rita meira þjúðfélagslega um listir en gert hefur verið til þessa. Þó er nú að vakna hreyfing fyrir því, að hið opinbera sinni þessum málum meira eftirleiðis en hingað til. — Hvenær byrjaðir þú að fást við höggmyndalist? —■ Ég byrjaði sem barn. Við vor- um allir smiðir bræðurnir sjö. Auðvit- að var ekki um annað hugsað en ég yrði bóndi. En ég var með sjón- galla, augnskekkju, svo að ég sá illa frá mér og gat ekki þekkt nokkra kind. Nú — mig langaði til að fara og læra eitthvað. Ekki hafði ég kjark til að ræða um það við föður minn, svo að ég fór til móður minn- ar og trúði henni fyrir þessu. Þá var talað um tréskurð. Ekki var það meira. Hún vakti máls á þessu 4 DAGSKRA

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.