Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1958, Side 7

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1958, Side 7
Asmundur Sveinsson — I baksýn: Vdtnsberinn — Hringurinn — Kúlan. við föður minn, og J)á sagði hann: — Þetta er kannske ckki svo vitlaust. Hann dugir hvort eð er ekki sem bóndi. Það varð svo úr, að ég fór til Reykjavíkur og lærði tréskurð hjá Ríkarði Jónssyni í fjögur ár. Mig langaði þá til að gera eitthvað meira, svo að ég fór til Kaupmannahafnar. Þar var ég einn vetur. Þaðan fór ég til Stokkhólms og var þar í sex ár. Aðalkennari minn þann tíma var pró- fessor Milles — hann fór síðar til Ameríku og varð stórauðugur maður. Frá Stokkhólmi fór ég svo til Parísar. Milles var ógurlega fróður. Ég var kannske að kafna í öllum þessum sögulegu kenningum um stíl og þess DAGSKRÁ háttar, en París hrifsaði mig til lífsins. Þar var ég í fjögur ár og stundaði nám hjá Despieu og Bourdelle. Þeir voru báðir nemendur Rodins gamla og voru hinir sterku menn í myndlist Frakka þá. Heim til íslands kom ég svo 1929. — Og hefur ekki dvalizt erlendis síðan? — Aldrei langdvölum. Ég hef nokkr- um sinnum skroppið til Parísar til þess að sjá, hvað þeir eru að gera. Ég hef ckki endilega farið í því skyni að verða fyrir áhrifum, heldur hef ég viljað miða við, að það. sem ég geri hér heima, geti staðið við hlið þess, scm félagar mínir ytra vinna. Hinu verður svo tíminn að skera úr, hvort þetta dugir til nokkurs. 5

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.