Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1958, Blaðsíða 10

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1958, Blaðsíða 10
hvergi sá ég Móður Jörð. En þegar við höfum lengi skoðað, scgir hann: — Nu gsir vi til Moder-Jord-parken. Hann hafði þá Iátið gera sérstakan, nýjan garð í landi sínu fyrir þcssa mynd. Ég ætla ekki að Iýsa þakklæti mínu eða tilfinningum, þegar ég kom þarna á björtum morgni og sá ungan málara vera að teikna styttuna. — Ég truflaði hann ckki. — Hvcnær var fyrst ke.vpt af þér mynd? — Þegar ég var í Stokkhólmi, komst það upp, að ég gat skorið í tré og steypt í gips. Þess vcgna fóru ýms- ir arkítektar að fá mig til að vinna fyrir sig. Raunar varð sú vinna, sem ég ]>annig fékk, til þess, að ég gat haldið áfram námi. Nú — ég skreytti Konserthúsið í Stokkhólmi og eitt- hvað fleira. Eina pöntun fékk ég svo í Frakklandi, rétt áður en ég fór heim. Þá gerði ég mynd á minnispening, sem Frakkar létu gera í tilefni af Al- þingishátíðinni. Það fyrsta, scm ég gerði hér heima, var skreyting á Aust- urbæjarbamaskólanum. Það var vel ]>egið. Maður var nú alveg að drep- ast þá. Síðar hef ég skreytt Laugar- nesskcilann og Melaskólann. Svo vann ég í samkeppni um til- lögur að skreytingu Háskólalóðar- innar. Mig hefur lengi dreymt um, að Sæmundur á selnum komist að Há- skólanum. Og ætli það verði ekki end- irinn. Ég er nýbúinn að hlaða hann upp í gips í þriggja metra hæð, svo að það má taka af honum mót, þó að ég verði dauður, og steypa liann í brons. Það er annars rétt, sem Peter Freuchen sagði við mig um Sæmund. Hann á að fara í granít. Ég var kom- inn á frcmsta hlunn með að skrifa honum og biðja hann að útvega mér granítblokk frá Grænlandi, en svo dó liann, blessaður karlinn. Líklega kemst Sæmundur aldrei í granítið. — Hvernig virðist þér liorfa fyrir íslenzkri myndlist nú? — Maður má ekki vera harður í dómum. Við verðum að hafa í huga, hvað þjóðin er fámenn og fátæk. Við eigum enga auðmenn, sem vilja og geta kostað milljónum til ]>ess að standa straum af myndlist. Þess vegna verðum við að sameinast. Rík- ið og bæjarfélög eiga að sjá um, að almenningur eigi kost á að njóta myndlistar. En þetta er kraftaverk. Þetta er ævintýri, að við, þessi 160 þúsund, skulum eiga myndlist. Og við megum ekki vera of bráðlátir. Fólk þarf tíma til að læra að njóta myndlistar. Fólk er svo óvant myndlist, að ]>að má ekki ofbjóða því í byrjun. Ég skal segja þér gott dæmi,. sem mér finnst ciga við um íslendinga nú. Kristján Albertsson sagði mér þá sögu einu sinni í París. Það var norskur bóndi. sem liafði opnað sykurkassa, og í honum var glansmynd af kvenmanni. Bóndinn tók myndina, innrammaði hana og J árnsmiðurinn steinsteypa, 1936. 8 DAGSKRA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.