Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1958, Side 12

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1958, Side 12
hengdi upp í stofu sinni. Svo heimsótti bóndann listmálari, sem blöskraði sinekkleysið. Hann liclt þrumandi ræðu yfir bóndanum og útskeit Davíð og Golíat — eik, 1953. myndina. Daginn eftir var hún kom- in út á haug. Þarna dó fyrsti neistinn hjá þess- um bónda. Við megum ekki fara of geyst í sakirnar við þetta ósnortna fólk. Það verður að fara varlega að því fyrst. En sú tíð kemur, að Islcndingar munu kunna að njóta góðrar myndlistar. — Þú hefur horfið frá hinni natúr- alisku stefnu. Viltu nefna mér ein- hverjar sérstakar orsakir þess? — Hið gamla vekur ekki áhuga minn lengur. Ég er l>ó ekki að segja, að ég vilji tapa því myndræna. Ég er enginn línumaður. Ég vil, að allir séu frjálsir. En ég á erfitt með að segja, í livaða stíl þetta er, sem ég hef verið að gera. Þetta er ógurlega margbreytilegt. Það er bara lífið sjálft. Ég er kannske stundum jiortrætter, symbolisti, cubisti, abstraktisti. Og þó er ég ckkert af þessu og kæri mig kollóttan um það. Ilið sterkasta í list er persónulegt ástand og viðhorf þess, er skapar. Þó held ég, að sá, sem leggur á sig að fylgjast með í myndlist samtíðar sinnar, þroskist meira jafnhliða en hinn, sem stendur kyrr í því gamla. Við skulum hugsa okkur tvær sýn- ingar. aðra abstrakta. en hina natúr- aliska. Fólk fer inn á þá natúralisku, sér málverk frá Þingvöllum, einhvern klett. Það þekkir hann og verður óskaplega hrifið. — Jú, þetta kannast ég við. Svona er þessi klettur. Dá- samlegt! Fólkið vill fá sögu út úr myndum. En það hjáljrar ekki smekknum að binda sig bókmennta- Iega í myndlist. Svo fer þetta sama fólk á abstrakt sýningu. Það fær enga sögu, ekkert, sem það þekkir af gamalli viðkynn- ingu. Það vcrður fyrir vonbrigðum. En samt — þessi nútímalist skor- ar á smekk fólksins — að skynja form og línur — og auðvitað liti í málara- Iistinni — að njóta samræmis og sam- hljóma í formi og línum — alls stað- ar — án hliðsjónar af bókmenntum og sögum. Þegar líkingunni við hið raunveru- lega sleppir, er það aðeins formspil- ið og línuspilið, sem á að orka gegn- 10 DAGSKRA

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.