Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1958, Page 20

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1958, Page 20
hann niður, fer og sækir stóra kassann, setur hann ofan á þann minni, gengur úr skugga um að hann sé stöðugur, stígur upp á hann, stóri kassinn skrikar til, hann dettur, rís óð- ara á fætur, burstar af sér, hugsar sig um. Hann tekur minni kassann, setur hann ofan á þann stóra, gengur úr skugga um að hann sé stöðugur, stígur upp á hann og er í þann veginn að ná flöskunni þegar hún er dregin spottakorn upp og stöðvast hærra en svo að hann nái til hennar. Hann stígur niður, hugsar sig um, færir kass- ana á sinn stað, fyrst annan svo hinn, snýr sér undan, hugsar sig um. Þriðji kassinn minni en hinir sígur niður úr loftinu, nemur við jörðu. Hann hugsar sig enn um. Blístrað fyrir ofan. Hann snýr sér við, kemur auga á þriðja kassann, horfir á hann, hugsar sig um, snýr sér undan, hugsar sig um. Þriðji kassinn er dreginn upp aftur og hverfur. Reipi sígur niður úr loftinu við hliðina á flöskunni, stöðvast einn metra frá jörðu. Hann hugsar sig enn um. Blístrað fyrir ofan. Hann snýr sér við, kemur auga á reipið, hugsar sig um, klifrar upp reipið og er í þann veginn að ná flöskunni þegar slaknar á reip- inu og hann fellur til jarðar. Hann snýr sér undan, hugsar sig um, svip- ast eftir skærunum, kemur auga á þau, sækir þau, gengur að reipinu og fer að klippa það sundur. Það tognar á reipinu, það lyftir honum, hann heldur sér dauðahaldi, tekst að klippa sundur reipið, fellur til jarðar, sleppir skær- unum, dettur, rís óðara á fætur, burstar af sér. hugsar sig um. Reipið er dregið hratt upp og hverfur. Hann gerir sér snöru úr reipisstúfnum og reynir að fanga flöskuna með henni. Flaskan er dregin hratt upp og hverfur. Hann snýr sér undan, hugsar sig um. Hann gengur að trénu með snöruna í hend- inni, horfir á greinina, snýr sér við, horfir á kassana, horfir aftur á greinina, sleppir snör- unni, gengur að kössunum, tekur þann minni og setur hann undir greinina, fer aftur eftir þeim stóra og setur hann undir greinina, ætlar sér að setja þann stóra ofan á þann minni, skiptir um skoðun, setur þann minni ofan á þann stóra, gengur úr skugga um að hann sé stöðugur, horfir á greinina, snýr sér undan og beygir sig eftir snörunni. Greinin fellur að stofninum. Hann réttir úr sér með snöruna í hendinni, snýr sér við, sér hvernig málum er komið. Hann snýr sér undan, hugsar sig um. Hann færir kassana aftur á sinn stað, fyrst annan svo hinn, gerir vandlega upp reipið og leggur það á minni kassann. Hann snýr sér undan, hugsar sig um. Blístrað til hægri. Hann hugsar sig um. Ut til hægri. Hann kastast samstundis aftur inn á svið- ið, hrasar, dettur, rís óðara á fætur, burstar af sér, hugsar sig um. Blístrað til vinstri. Hann hreyfir sig ekki. Hann skoðar á sér hendurnar, svipast eftir skærunum, kemur auga á þau, sækir þau, fer að klippa á sér neglurnar, hættir því, hugsar sig um, strýkur fingrinum um eggina á skær- unum, þurrkar af þeim með vasaklútnum, legg- ur skærin og vasaklútinn á minni kassann, snýr sér undan, opnar hálsmálið, teygir úr hálsinum og þreifar á honum. Minni kassinn er dreginn upp og hverfur með reipi, vasaklút og skæri. Hann snýr sér við til að taka skærin, sér hvernig málum er komið, sezt á stóra kassann. Stóri kassinn fer af stað, kastar honum til jarðar, er dreginn upp og hverfur. Hann liggur endilangur á hliðinni og snýr andlitinu að áhorfendum með stjörfu augna- ráði. Flaskan sígur niður, stöðvast hálfan metra frá honum. Hann hreyfir sig ekki. Blístrað fyrir ofan. Hann hreyfir sig ekki. Flaskan sígur neðar, flöktir við andlit hon- um. Hann hreyfir sig ekki. Flaskan er dregin upp og hverfur. Trjágreinin rís, pálmablöðin breiðast út, skugginn kemur aftur. Blístrað fyrir ofan. Hann hreyfir sig ekki. Tréð er dregið upp og hverfur. Hann skoðar á sér hendurnar. T j a 1 d i ð . Sveinn Einarsson og Ólaíur Jónsson þýddu. 18 DAGSKRÁ

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.