Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1958, Page 26
Ég dó.
(Ég skar nefnilega þvert yfir, skiljið þið; á slagæðina, samvizkuna, fegurð-
ina, tryggðina, skynsemina; allt. Og ég dó. En lifði það samt af — á mann-
talinu. Ekkert eins hlálegt, ótrúlegt jafnvel, eins og einmitt það.)
Þegar ég skar mig-------Vitið ér? Mér leið vel. Mér leið betur cn fyrr eða
síðar. Ég vissi, að ég var ungur; að ég var fagur. Að ég var vel af Þeim Gamla
gefinn. Og ég sagði: Þú, Loðna Kló, sem fékkst mig til að bletta fegurð sjálfs
mín! Þú! — Og S. X. hrópaði á móti, gegnum tíma og rúm; gegn tíma og rúmi:
Tat tvam así, sagðirðu greyið!
Hvítt vor. Og blátt. Blátt vor, og vor grátt. Hvítt; íðil- o.s.frv.
Ég dó. Ég lifði. Ég lifi enn. Ég. Ego.
(Sem er auðséð. Annars myndi ég ekki hafa skrifað þessa sögu.)
Hvenær vita menn? („Vitið ér enn eðr hvat?“ — Hvílíkur barnaskapur!)
Hvenær vita menn?
Þegar ég skar mig, þá —
(Moskvu í ágúst 1957).
24
DAGSKRÁ