Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1958, Page 29

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1958, Page 29
Sveinn Einarsson: Nokkur orð um nútímaleikrit Um það leyti, sem Silfurtúnglið var leikið í fyrsta sinn, var Halldór Kilj- an Laxness spurður að því, hvað ylli því, að hann legði til atlögu á nýju sviði, þar sem kröfurnar væru aðrar en þar, sem hann hefði áður sigrað með frásagnargáfu sinni. Skáldið svaraði því meðal annars til, að í heiminum væri ríkjandi hungur eftir leikritum. Samkeppnin er á breiðara grund- velli í dag en áður. Kvikmyndir og sjónvarp keppa ekki aðeins við leik- húsin um hvlli áhorfenda, heldur draga og til sín hæfileikamennina. En hvenær hefur menn ekki hungrað eft- lr góðum leikritum? Og hvernig lítur út þetta, sem við viljum kalla gott leikrit árið 1958? Maður er á hálli braut, ef maður ætlar sér að leggja sögulegan dóm á bókmenntir sinnar tíðar, en eins konar yfirlit getur verið einhvers virði. í*egar við setjum okkur fyrir sjónir stefnur fyrri tíma, verða þær oftast heillegar fyrir okkur og afmarka ákveðin tímabil. Við höldum okkur við ytri einkenni, látum okkur með OAGSKRÁ vilja sjást yfir margvíslegar flækjur, sem undir eru, við viljum draga í sterkustu þræðina til að geta rakið þróunina. Raunsæisstefnan fyrir alda- mót verður ein heildarmynd, mót- vægi hennar kemur með symbólisma (táknsæisstefnu) og nýrómantík. Og þó vitum við, að ekki getum við ein- angrað t. d. problem-under-debat- leikrit Ibsens og það þjóðfélag, sem þau eru sprottin úr og spegla. Þó ekki sé litið nema á formið eitt, vit- um við, að byggingarmeistarinn Ib- sen, sem margir hafa starað blint á sem þá fyrirmynd, sem fullkomlegast hafi formað hugtakið drama fyrir nú- tímann, byggði ekki hús sín á sandi: Frakkinn Eugene Scribe og ýmsir aðrir landar hans þykja ekki eiga skáldnafn skilið í dag, en hugtakið „piece bien fait“ gildir þó um verk þeirra sem fyrr. Bókmenntafræðingar hafa fundið mikil Iíkindi með tækni Ibsens og t. d. Shakespeares og grísku harmleikaskáldanna, einkum Sofók- lesar og Evrípídesar, svo að sjónar- sviðið getur orðið æði stórt, ef maður vill afmarka hugtakið nútíma-, mod- 27

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.