Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1958, Side 35

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1958, Side 35
aðferðum, sem eru algjör andstæða hins „eðlilega“ daglega máls í raun- sæis-leikritum að gæða verk sitt dramatískri, rökfastri stígandi. Leikrit þeirra eru sem samin í skugga kjarn- orkustríðs. Þeir eru ekki að lýsa ein- staklingum á úrslitastund, þeir eru að lýsa mannkyni á úrslitastund. Það, sem gerir mardrauma þeirra bærilega, er kímni og háð, upphafið eins og mannsins á leið til gálgans. Hvað gamansemina snertir, er lonesco nán- ast sér á báti; sum verka hans eru skopleikir (Stólarnir, Kennslustund- in, Sköllótta prímadonnan). Adamov og Beckett eru þyngri á bárunni, ör- væntingin lieldur þeim frá flugi Ion- escos, hláturinn er beiskur og ekki léttur. Heimur Adamovs er heimur óhugnanlegra sýna, áhrif má rekja frá Strindberg (hann hefur einnig þýtt verk hans) og ef til vill Kafka. En bölsýnina hefur hann frá sjálfum sér. 'l'il að gefa nokkra hugmynd um við- horf Adamovs má benda á atriði sem þetta: Blindur maður situr á gang- stéttarbrún og betlar, tvær stúlkur ganga framhjá án þess að veita hon- iim eftirtekt, önnur þeirra raular dæg- urlag: „Ég lokaði augunum og það var yndislegt." Þegar áhorfandinn hefur grátið viðurkvæmilega yfir grimmd Iífsins, tekur betlarinn af sér dökk gleraugun, telur saman tekjur dagsins og fer í bíó. I sínum fyrri leikritunr (t. d. L’In- vasion, La grande et la petite Man- oevre, Professor Taranne) blandast þannig grimmd og ótti og háð hvað um annað. Leikritin gerðust milli draums og vöku í alheimi ímyndun- araflsins. I seinustu verkum sínum hefur Adamov lagt á nýja braut, sem Brecht liefur rutt. Þjóðfélagsádeilu sína klæðir hann í sögulegan búning, og persónurnar gegna svipuðu hlutverki og hjá Brecht. Leikritið Paolo Paoli gerist á fyrstu árum þessarar aldar fram að fyrra stríði. Þegar það var frumsýnt í fyrra, tóku gagnrýnendur því með fögnuði og töluðu um frá- bæra aldarfarslýsingu og frábært leik- rit. Orvaður af sigrinum vinnur Ada- mov nú að leikriti, sem fjalla á um Parísarkommúnuna. I síðasta leikriti sínu, Fin de par- Lie, grípur Beckett liins vegar ekki til fjarlægðar fortíðarinnar til þess að koma til skila hugmyndum sínum um samtíðina. Fremur mætti kalla leik- ritið eins konar framtíðarsýn, the last generation, síðasta kynslóðin í hnot- skurn. Það, sem framar öðru gefur því dramatískt líf, er hve þrungið það er óró dagsins. Beckett sléttar ekki yfir djúpin með hughreystingarorðum af lallegri manngæzku eins og t. d. Will- iam Saroyan í leikritum sínum, hann rekur afleiðingar þvert á móti til hius ýtrasta, og þar við situr. Vonarglætan í leikslok er þeim mun þráðari. dagskrá 33

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.