Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1958, Qupperneq 38

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1958, Qupperneq 38
Isaak Babol: Guy de Maupassant Veturinn 1916 var ég staddur í St. Péturs- borg með falsað vegabréf og félaus með öllu. Alexej Kazantsev, kennari í rússneskri bók- menntasögu, skaut yfir mig skjólshúsi. Hann bjó við sóðalega, daunilla og skugga- lega götu í Peski-hverfinu. Hann lilði á sult- arlaunum, en drýgði tekjurnar með þýðingum úr spænsku. Blasco Ibánez var einmitt að á- vinna sér frægð um þessar mundir. Kazantsev hafði aldrei svo mikið sem litið Spán augum, en ást hans á því landi gegnsýrði allt líf hans. Hann þekkti hvern kastala, hvern aldingarð tg hvert fljót á Spáni. Fjöldi fólks af sama sauðahúsi og ég bafði leitað á náðir Kaz- antsevs; allt var ]>að fólk, sem á einhvern hátt hafði villzt á refilstigu. Við vorum öll hungr- uð og illa haldin. Stöku sinnum bar svo við, að sorpblöðin prentuðu eftir okkur ómerkileg- ar fréttir smæsta letri. Á hverjum moigni var ég á hnotskóg eftir fréttum í líkhúsunum og á lögreglustöðvunum. Kazantsev bjó við meiri hamingju en nokk- ur okkar, því bann átti sér föðurland — Spán. I nóvember bauðst mér staða sem skrifari í Obúkhov-myjlunum. Það var fremur jiokka- leg staða og benni fylgdi undanþága frá her- |)jónustu. Ég hafnaði skrifarastöðunni. Ég hafði jiá |>egar um tvítugsaldur bitið inn í mig þá kenningu, að betra væri að hungra, fara í fangelsi ellegar verða að ræfli fremur en lu'ma tíu stundir á dag á bakvið skrifpúlt. Það er ekkert sérlega hróssvert við þessa 1/fs- reglu, en ég hef ldað samkvæmt henni allt til þessa og mun aldrei ganga í berbögg við hana. Vísdómur forfeðranna var rótgróinn í huga mér: við erum fæddir til að njóta verka okk- ar, baráttu okkar og ástar okkar; til þess erum við fæddir og einskis annars. Kazantsev sneri upp á gtilan hýjunginn á höfði sér, meðan hann hlustaði á raupið í mér. Hryllingurinn í augnaráði hans var blandinn aðdáun. Um jólaleytið höfðum við heppnina með okkur. Lögfræðingur að nafni Bendersky átti útgáfufyrirtæki og hafði ákveðið að ráðast í nýja útgáfu á vekum Maupassants. Eigin- kona hans, Raísa, hafði spreytt sig á þýðing- unni, en þetta göfuga ætlunarverk liennar hafði farið út um þúfur. Kazantsev, sem jiekktur var fyrir jiýðingar sínar úr spænsku, var spurður, hvort liann gæti mælt með nokkrum, sem væri fær um að aðstoða írúna. Hann vísaði á mig. Næsta dag fékk ég lánaðan frakka og gekk á fund Bendersky-hjónanna. Þau bjtiggu á horninu á Nevsky og Mojka. Húsið var byggt úr finnskum granítsteini, skreytt Ijósrauðum súlum og skjaldarmerkjum, sem höggvin voru í stein. Ættlausir spákaupmenn, sem hafizt höfðu af sjálfum sér, Júðar, sem gerzt höfðu trúhverf- ingar og orðið auðugir á |>vi að selja hernum vörur, þetta fólk reisti íburðarmiklar hallir í 36 DAGSKRÁ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.