Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1958, Síða 39

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1958, Síða 39
St. Pétursborg fyrir stríðið. Rauðir dreglar Imldu stigana. A stigapöllunum risu hamtroðn- ir birnir upp á afturlappirnar. I gínandi kjafti Jicirra logaði á kristallömpum. Bendersky-hjónin áttu heima á annarri hæð. Brjóstamikil þjónustustúlka með hvítan kappa á höfði lauk upp dyrunum. Hún bauð mér inn í setustofu, sem skreytt var í gömlum, slav- neskum stíl. Bláleit málverk eftir Roerick af forsögulegum skrímslum héngu á veggjum. Fornar helgimyndir á stöplum stóðu í hom- unum. Þcssi brjóstamikla þjónustustúlka var létt- stíg og tíguleg í fasi. Hún var aðdáanlega vel vaxin, nærsýn og fremur hrokafull. Niðurbæld- ur losti varð lesinn úr augum hennar. Hún var scin í svifum. Ég ímyndaði mér, að hún væri því atgangsharðari ! ástaratlotum. Glitofið tjaldið í dyragættinni sviptist til, og svart- liærð kona, þrútin um augu, með hvelfd- an barm gekk inn í herbergið. Ég sá í sjón- hending, að Raísa Bendersky var ein af þessum töfrandi Gyðingakonum, sem upprunnar eru frá Kiev og Poltava, frá hinum auðugu bæjum sléttunnar, þar sem gróa valhnotutré og akasí- ur. Peningunum, sem slyngir eiginmennirnir vinna sér inn, breyta þær í ljósrauð fitulög utan á kroppnum, hnakkaspik og ávalar herð- ar. Syfjuleg og slóttug bros þessara kvenna eru nóg til þess að gera setuliðsforingjana frávita. Hún virtist enga stjórn hafa á mjaðmahrevf- ingum sínum, þegar hún fór út úr herberginu og kom aftur með þýðinguna á „Ungfrú Herri- ct“. Við skjótan yfirlestur varð mér ljóst, að í þýðingunni eimdi ekki vitund eftir af frjálsleg- um stílblæ Maupassants, ilmurinn var horfinn. Raísa Bendersky gat ekki með nokkru móti skrifað rétt mál og nákvæmt, og afleiðingin varð sú, að allt varð lífvana og laust í reipun- um í höndum hennar. Þannig skrifuðu Gyð- ingar rússnesku í gamla daga. I‘.g hafði handritið heim með mér og böðl- aðist gegnum það uppi á háalofti hjá Kazant- sev, meðan félagar mínir sváfu í kringum mig. I-g varði nóttinni til þess að feta mig gegnum myrkviðinn, sem stílmáti hennar var. Það var ekki eins leiðinleg vinna og mönnum gæti virzt. Sctning, sem komin er á blað, er vel og illa skrifuð í scnn. Galdurinn er sá að hnika við orðunum, oft er breytingin svo smávægileg, að vart cr hægt að greina hana. Þú verður að halda stílvopninu á lofti og getur ekki skotið nema einu sinni, ekki tvisvar. Næsta morgun skilaði ég handritinu leið- réttu. Raísa hafði ekki logið að mér, þegar hún lýsti því yfir, að Maupassant væri eina þrá Iífs hennar. Hún sat hreyfingarlaus með spenntar greipar, meðan ég las. Fölvi færðist um ennið, og snúran, sem lá milli reyrðra brjóst- anna, bifaðist eftir andardrætti hennar. „Hvernig fórstu að þessu?“ Ég fór að tala um stíl, um herskara orðanna, um stríð orðanna, þar sem beita má vopnum af ýmsu tæi. Ekkert lagvopn gæti hitt í hjarta- stað af þvílíku afli sem rétt orð á réttum stað. Hún drúpti höfði, meðan hún hlustaði, málað- ar varirnar hálfopnar. Það var dökkur gljái á sléttkembdu hárinu, sem var skipt í miðju og var líkast tilbúnu leðri að áferð. Hún stóð gleitt á mjúku teppinu, sterklegir, hoídugir kálfar og þröngir sokkar. Þjónustustúlkan, sem kom inn rétt í þessu, Ieit undan, í augnaráði hennar var sama hungrið og ófullnægjan og áður, hún var að færa okkur morgunverð. Skærir sólgeislarnir léku á litsnauðu og loðnu gólfteppinu. Ritsafn Maupassants, tuttugu og níu bindi, stóð á bókahillu yfir skrifborðinu. Hvikulir sólgeislafingur fitluðu við bókakilina — mikilfenglegt grafhýsi mannlegs hjarta. Okkur var borið kaffi í bláum bollum og tókum til við að þýða „Idyl“. Allir muna eftir þessari sögu um hungraða trésmiðinn unga, sem saug brjóstin á stórvaxinni barns- móðurinni til þess áð losa hana við mjólkina, sem þrúgaði hana. Þetta gerðist í járnbrautar- lest milli Nice og Marseille, um hádegi heitan dag, í landi rósa, í föðurlandi rúsanna, þar scm rósabeðin ganga allt til sjávar. Ég hafði fengið tuttugu og fimm rúblur fyr- irfram, þegar ég fór frá Bendersky. Ég stofnaði til veizlu, og lýðurinn varð dauðadrukkinn. Milli þess sem við hvolfdum í okkur úr staup- unum, hámuðum við í okkur kavíar og tókum D A G S K R A 37
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.