Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1958, Qupperneq 42

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1958, Qupperneq 42
máli, sem ég bjó mér til jafnóðum. Þokan grúfði sig yfir borgina, svo að rétt glórði f Ijósin í röð meðfram götunum. Kazantsev var sofnaður, þegar ég kom lieim. Hann sat uppi í stól og svaf, teygði frá sér granna fótleggina, klæddur flókaskóm. Hýjungurinn á höfðinu var úfinn. Hann hafði sofnað við eldavélina með Don Quixote á bnjánum, útgáfu frá 1624. A titilblaði bókar- innar var tileinkun til hertogans af Broglie. Eg smaug hljóðlega upp í rúm til að vekja ekki Kazantsev, færði lampann að rúmstokkn- um og fór að lesa ævisögu Maupassants cftir Edouard Maynial. Kazantscv bærði varirnar, liöfuðið seig nið- ur á bringu. Þessa nótt varð ég þess vísari af Edouard Maynial, að Maupassant væri fæddur árið 1850, sonur góðborgara í Normandí og Laure Lepoiteven, frænku Flauberts. Hann var tuttugu og fimm ára að aldri, þegar hann fór að þjást af meðfæddri sárasótt. Hann varðist sjúkdóminum lengi vel með lífsgleði sinni og afkastasemi. í fyrstu kvaldist hann af höfuðverk og ímyndunarveiki. Þá fór sjón- in að daprast. Hann fór að tortryggja alla, varð ófélagslyndur og nöldursgjarn. Hann barðist af heift, þeyttist um Miðjarðarhafið á lystiskútu, flýði til Túnis, Marocco og Mið- Afríku . . . og skrifaði einsog hann ætti Iífið að lcysa. Hann öðlaðist frægð og skar sig á háls fertugur að aldri; hann missti ókjörin af blóði, en lifði þó af. Þá var hann lokaður inni á geðveikrahæli. Þar skreið hann um gólfið á höndum og fótum og hámaði í sig sinn eigin saur. Skýrslu sjúkrahússins lauk með þessum orðum: Monsieur Maupassant va s’animaliser. Hann dó fjörutíu og tvcggja ára að aldri; inóðir hans lifði hann. Ég las bókina á enda og reis úr rekkju. Þok- an hafði þrýst sér að gluggarúðunum, vcröldin var hulin sjónum mínum. Ég fann hjartað herpast saman, einsog fyrirboði djúps sann- leika hefði snortið mig léttum fingrum. Jökull Jakobsson þýddi. ISAAK EMANÚILOVITSJ BABEL var Rússi af GyÖingaœttum, fœddur í Odessa 1894. Ilann fékk ungur mikinn áhuga á frönskum bókmenntum, og ritaði fyrstu sögur sínar á frönsku. Maxim Gorki kom fyrstur sögum hans á framfæri. Babel var fylgismaður rússneska kommún- istaflokksins og barðist í riddaraliði Búdjonnys í PóUandi 1921—22. Síðar lcnti Babel í ónáð flokksins, var fangelsaður 1937 og lézt í fangelsi 1939 eða 1940. Meðal helztu verka Babels má telja Odesskije rasskazy (.Sögur frá Odessa), Konarmija (Ridd- araliðið), Blúzjdajústsjíje zvezdy (Rcikandi sljörnur), Jevrejskíje rasskazy (Gyðingasögur) og leikritin Zakat (Sólarlag) og María. Frœgastur er Babel fyrir sögur sínar af lífi Gyðinga í Odessa og af riddaraliði Rauða hersins. Siðan Babel fcll í ónáð kommúnislaflokksins, hafa beekur hans verið bannaðar í Rússlandi, og farast Ilja Ehrcnburg svo orð um hann í grein, sem birtist í Tímariti Máls og menningat í desember s. „Rétt er það, að rit Babels komu ekki út í tvo áralugi .... Orlög Babels voru sorgleg; litilfjörlegir menn rcegðu hann og eyðilögðu. Rit hans munu koma fljótlega út á nýjan leik, og hver, sem les þau, mun finna, hversu nátengdur þessi rithöfundur var sovézkri lífsskoðun; það er ekki rétt að setja hann upp sem andstæðu annarra sovézkra höfunda." 40 DAGSKRÁ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.