Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1958, Page 43

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1958, Page 43
Gunnar Hermannsson: Alþjóðleg kirkjubyggingarlist Á síðari árum liafa kirkjubygging- ar verið mjög ofarlega á baugi hér á landi. Hvort það er af einlægri guð- rækni sprottið eða aðeins þáttur í þeim almenna byggingaráhuga, sem gripið hefur þjóðina, skal ekki full- yrt hér, en margir hallast að þeirri skoðun, að einkum sé um hið síðar- nefnda að ræða. Vissulega er margt gott um það að segja, en allir vita, að ekki nægir áhuginn einn saman. í’að þarf framkvæmdahug og fjár- hagslegt bolmagn til þeirra hluta, er gera skal. Fyrir utan hina andlegu hlið málsins verður að líta á þessa hluti frá veraldlegu og hagnýtu sjón- armiði. Gömlu timburkirkjurnar frá síðustu öld og byrjun þessarar aldar eru nú víða af sér gengnar, litlar og óhent- ugar. Mikil fólksfjölgun og flutningar hafa átt sér stað, og er því stundum brýn nauðsyn úrbóta í þeim bæjum, sem örast hafa vaxið. Almennur áhugi á þessum málum er oftast mjög uppörvandi og jafnvel dagskrá nauðsynlegur fyrir þá, scm við húsa- gerðarlist fást. Að vísu verður að játa, að þessi áhugi manna á kirkjuarkitektúr kem- ur einkum fram í gagnrýni og hörðum dómum, oft sleggjudómum, á flestu því, sem byggt er, og á þetta ekki hvað sízt við um þær kirkjur, sem nú er verið að reisa eða eru í undirbún- ingi. Það var ekki ætlun mín hér að svara þessari gagnrýni beinlínis, né heldur ræða um íslenzka húsagerðarlist í ein- stökum atriðum. Hins vegar vildi ég gera tilraun til að benda á nokkur atriði, sem vert væri að gefa gaum, þcgar rætt er um þessi mál, og þá einkum með hliðsjón af því, hvað gert er mcð öðrum þjóð- um. Víst er sagt, að gagnrýni sé æski- leg, en samt má ekki gleyma, því, að hún er það aðeins með því skilyrði, að hún sé á rökum reist. Hér kemur einkum til greina gagn- ger þekking á listgreininni að fornu og nýju, þekking á helgisiðum, og síð- 41

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.