Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1958, Side 48

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1958, Side 48
Tvö atriÖi eru það einkum, sem virðast koma skýrast fram í gagnrýni manna hér, bæði í ræðu og riti. I fyrsta lagi kröfur um þjóðlegan stíl, og í iiðru Iagi er íslenzkum arki- tektuin legið mjög á hálsi, að þeir „api allt eftir erlendum fyrirmynd- um“ og eru tekin sem dæmi bygg- ingar eftir Le Corbusier, Frank Lloyd Wright, Richard Neutra o.s.frv., og komum við þar að kjarna málsins í sambandi við það, sem ég tel rétt að leggja á áherzlu: Miðað við að- stæður okkar í dag er með öllu óhugs- andi að dæma nútíma kirkjubygg- ingar á íslandi án hliðsjónar af því, sem gert er í tilsvarandi efnnm úti í heirni. Liggur það fyrst og fremst til grundvallar, að kristin trú, sem og flest önnur trúarbrögð, er í eðli sínu alþjóðleg. Talað er að vísu um þjóðkirkju og ríkiskirkju, en þrátt fyrir það ætti flestum að vera skiljanlegt, að grund- vallarlögmál þau, er segja fyrir um, hvernig kirkjubyggingu skal hagað, eru hin sömu, hvar sem er í heimin- um. Auk þess mætti einnig benda á, að við byggjnm nú nær eingöngu úr járnbentri steinsteypu. Þetta bygg- ingarefni er notað mjög víða um lönd, þó að vera kunni, að á fáum stöðum sé það eins algjörlega yfir- gnæfandi og hér. Lögmál efnisins eru hvarvetna hin sömu, og gefur það atriði gott tæki- færi til margs konar samanburðar. Ætla ég því, svo framast sem kost- ur er á, að reyna að gefa lesendum of- urlitla hugmynd um, hvað gert er í kirkjubyggingarlist með öðrum þjóð- um. Að sjálfsögðu er ekki mögulegt að gefa neina heildarmynd af þessu, til þess er efnið of yfirgripsmikið, held- ur vildi ég með örfáum dæmum sýna fram á, að hið svokallaða hefðbundna form og jafnvel hið þjóðlega eiga sér litla stoð í veruleikanum, þegar um nútíma byggingarlist er að ræða. Neðanjarðarkirkja í Lourd.es, Frakklandi. Pierre Vago arkitekt, Eugéne Freyssinet verkjr. Kirkja þessi var vígð 25. marz s.l. Hún rúmar 20.000 manns og er þvi stcersta guðshús í heimi utan Péturskirkjunnar í Róm. Bogar og hvelfingar úr forspenntri steinsteypu.

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.