Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1958, Page 52
Lúthersk kirkja í Teaneck,
New-Jersey, Bandaríkjunum.
Paul Schtoeikher, arkitekt,
1958. Afast við kirkjuna er
félagsheimili og skóli fyrír
vangæf b'órn. Sjálf kirkjan
lakmarkast af steinsteypu-
bogunum t. v.
Flestir líta svo á, að kirkjan eigi að
bera þess merki í ytra útliti, að um
heilagt hús sé að ræða, jafnvel vera
táknræn mynd tilbeiðslu og guðrækni,
og er þá farið út á mjög hálan ís.
Má og óendanlega deila um það á
listrænum grundvelli, hvaða svip
kirkjan eigi að bera. Sumir hallast að
íburðarmikilli skreytingu, aðrir vilja,
að einfaldleikinn ríki í fullkominni
mynd.
Allur þorri manna ætti þó að geta
orðið sammála um, að kirkjan er
samkomustaður með veggjum og
þaki, og þar skuli vera sem minnst
um burðarstoðir eða annað, sem
hindrar söfnuðinn í að fylgjast með
því, sem fram fer fyrir altari eða í
predikunarstól.
Altarið er sá brennipunktur, sem
athyglin beinist að,og ákvarðast bygg-
ingin fyrst og fremst af því. íhuga
verður því vandlega staðsetningu
þess og lýsingu o.s.frv.
Hljóðburður verður að vera góður,
og mætti þannig nefna ótal tæknileg
vandamál, sem leysa verður á viðun-
andi hátt, til þess að byggingin geti
gegnt því hlutverki, sem henni er
ætlað.
Ymsar aðstæður eru þess valdandi,
að ein lausn er tekin fram yfir aðra,
enda eru líka oft margir möguleikar
fyrir hendi.
Nútíma kirkjubyggingarlist ákvarð-
ast að mjög miklu leyti af framan-
greindum atriðum. Meiri áherzla er
lögð á en áður tíðkaðist að uppfylla
þau skilyrði, sem sett eru í sambandi
við messugjörð, en aftur á móti ekki
fylgt eftir hinum svokölluðu hefð-
bunduu formum, sem, eins og áður
er sagt, eiga fremur rætur sínar að
rekja til eiginleika byggingarefnisins
og verktækni liðinna alda.
Kemur þetta skýrt í ljós, ef litið
DAGSKRÁ
50