Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1958, Side 54

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1958, Side 54
Steinsteypan er nálega lnð eina varanlega byggingarefni, sein Islend- ingar hafa notfært sér. Notkun stein- steypu til bygginga er alþjóðlegt fyr- irbæri og verktækninni þar að lút- andi líkt háttað, í hvaða landi sem er. Sama máli gegnir um flest önnur tæknileg atriði í sambandi við bygg- inguna, svo sem hitun, lýsingu o.s.frv. Það er því eðlilegt, að margs skyld- leika kunni að gæta, er við berum saman kirkjubyggingar í hinum ýmsu löndum. Margar af þeim þjóðum, sem byggja hvað mest af kirkjum í nú- tíma stíl, eiga til ógrynni minja um hina fullkomnustu byggingarlist fyrri alda. Þær sýna þessum gömlu bygging- um hina mestu rækt, enda um merki- lega þjóðararfleifð að ræða. En á okk- ar tímum dettur fáum í hug að byggja í sama stíl, væri það og talið stappa nærri helgispjöllum. Steindur kirkjugluggi í Rumigny, Frakkl Ejtir Cérard Lardeiu■ Mönnum er að skiljast betur og betur, að hið hefðbundna form sam- ræmist ekki aðstæðum nú og mun ennþá síður gera það í framtíðinni. Það er tvennt ólíkt að virða hin- ar gömlu byggingar og hlúa að þeim eða að reyna að stæla þær að formi til. Þess vegna er það íhugunarvert at- riði, þó að við byggjum ekki kirkj- ur beinlínis eftir erlendum fyrir- myndum, að við föllumst á þá skoð- un, sem víðast hvar ríkir, að um lif- andi listasköpun sé tæpast að ræða, rneðan ríghaldið er í úrelt og óþægi- legt form undir því yfirskini, að ]iað sé hefðbundið og hið eina rétta. Gunnar liermannsson jceddist á Ilúsa- vík 3. sept. 1930, sonur Hermanns Stej- ánssonar bónda á Bakka og konu hans I'riðnýjar Oladóttur. Hann lauk slúd- entspróji frá Menntaskólanum á Akur- eyri 1950. Þá fór hann til Partsar og stundaði nám i húsagerðarlisl við F.cole Spéciale d’ Architecture 1950— 56 og skipulagsfrceði við Université de Paris (Sorbonne) 1953—’54. Aðal- kennari lians t Ecole Spéciale d’Archi- tecture var Raymond Lopez, sem er pekktur arkítekt og skipulagsfrceðing- ur. Jafnhliða námi sínu' vann hann einnig hjá ýmsum þekktum arkílekt- um svo sem Bailleau, Herbé, Zehrfuss, Le Couteur o. fl. Gunnar kom heim í sepl. 1957 og hefur siðan unnið að því að teikna ráðhús Reykjavikurbœjar og fleiri byggingar. Ritstj. 52 DAGSKRÁ

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.