Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1958, Page 64
Leikiist:
Leiklist og gagnrýnendur
RæSu þá, er hér jer á ejtir, flutti Har-
aldur Björnsson leikari sem jramsögu-
erindi í viðmSum leikara og gagnrýn-
enda á fundi í Listamannaklúbbnum í
Nausti miSvikudaginn 30. april s. I.
Góðir leikgagnrýnendur og aðrir fundar-
menn! Að ég ávarpa leikdómarana — svona
alveg sérstaklega — kemur til af því, að for-
maður Félags arkitekta hér f bæ, Hannes
Davíðsson, óskaði eftir því af mér, að ég yrði
málshefjandi fyrir hönd leikara í umræðum
einmitt við leikgagnrýnendur. Ég gat illa færzt
undan þessu, þótt ég viti auðvitað vel, að
taka sér slíkt á hendur er nærri því það sama
og að ganga á glóandi eldfjalli. Og hver gerir
það af fúsum vilja? En þó er sú bót í máli,
að ég þoli svo ótrúlega vel hita.
Nú er það ekki svo, að ég ætli mér — ekki
af ásettu ráði — að fara út í deilur við þessa
ágætu menn , sem hér eiga hlut að máli. Hvað
sem svo verða kann — né segja þeim fyrir
veikum, því ég hef nokkra reynslu fyrir því,
að þessi stétt manna á erfitt með að láta að
stjórn.
En það getur bæði verið gagnlegt og gam-
an að rabba um hlutina í bróðerni.
Ég segi í bróSerni, því þeir tímar eru nú
liðnir, að ekki var rætt um þessi mál í neinu
bróðerni, eða af vinsemd né skilningi. Meira
að segja æðstu menn hérlendis gátu þá ekki
eða vildu ekki láta sér skiljast annað, en að
íslenzkir leikarar hlytu þá og ætíð að vera
amatörar og leikhúsið eins konar dægradvöl
áhugamanna, eins og einn góður maður og
leikari komst einu sinni að orði í allsnörpum
ritdeilum við mig um þessi mál fyrir mörg-
um árum síðan.
Orðið atvinnuleikari var í þá daga óspart
notað sem skammaryrði í ræðu sem riti, og
jafnvel hrópað á götum úti á eftir þessum
eina, sem hafði verið svo fífldjarfur að hafa
þann metnað fyrir hönd leikaranna að ætla
þeim annað og betra hlutskipti en að vera
dilettantar um ókomnar aldir.
I sölum sjálfs Alþingis kom það meira að
segja fyrir, að sá, sem fyrstur íslenzkra leikara
lagði það á sig að undirbúa sig undir starf
sitt, eins og menn f öðrum listgreinum, —
meira að segja þar, var sá hinn sami nefnd-
ur fjárplógsmaður, sem gerði sér leiklist að
atvinnu. — Hafði nokkur nokkurn tíma heyrt
annað eins? — Nei, hann var hættulegur
umhverfi sínu og allri þjóðarheildinni, og fékk
því auðvitað ekki þann fjárstyrk, er hann
sótti um til leikskóla síns. Þótt nú ekki væri!
En þetta er nú önnur saga, og margþætt-
ari en svo, að hún verði hér rakin, enda skráð
á öðrum vettvangi.
Þetta eru sem sé liðnir tímar. Hamingjunni
sé lof! Slíkt væri óhugsanlegt í Reykjavík
vorra daga. Þó eru aðeins 25 ár síðan.
011 gagnrýni er mikið vandaverk, og eftir
DAGSKRÁ
62