Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1958, Side 72
verið of fullkominn, of lítið breyskur. Þá
hefur afi hans, Björn í Lundi, verið skemmti-
legri. Eða er þessi ógnar ógnar alvara, sem
Einari virðist fylgja, fremur svipur samtíðar-
innar en þessa einstaka manns?
Saga Einars í Nesi er að stofni til persónu-
saga hans, nákvæmlega skýrt frá ætt hans og
uppruna, uppvexti hans og þroskaferli á
æskuárum. Höfundur gerir sér mikið far um
að skýra sem bezt þær þjóðfélagslegu aðstæð-
ur, sem söguhetja hans er mótuð við, og þau
áhrif, er hún sætti á hrifnæmasta skeiði, og
koma þar margir menn við sögu. Vel hefur
höfundi tekizt að rekja það stig af stigi, hvað-
an Einari komu þau áhrif, sem mest mótuðu
hann, þangað til hann sem fulltíða maður
fer að láta til sín taka í þjóðlífinu. Þessi þroska-
saga er rakin í nokkurn veginn réttri tíma-
röð, allt þar til Einar er orðinn bóndi í Nesi.
Þá bregður til annarrar aðferðar, og eftir það
er hver þáttur í ævistarfi hans tekinn fyrir
sérstaklega og rakinn frá upphafi til enda.
Búskaparsaga hans er tekin fyrir sér í lagi, þá
er saga hákarlaveiðanna á Norðurlandi, þá
nokkuð um upphaf síldveiða á Eyjafirði, um
kaþólska trúboðið á íslandi og samskipti Ein-
ars og fjölskyldu hans við kaþólska og loks
misheppnað stímabrak þeirra Norðlendinga
undir forystu Einars við að koma á stórfelld-
um fólksflutningum til Brasilíu.
Þó að saga þessi sé persónusaga Einars að
stofni, er þó síður en svo, að allt snúist um
að skýra þessa persónu sem allra bezt og at-
burðasagan, sem sögð er, eigi einkum að þjóna
þeim tilgangi. Hitt mundi sönnu nær, að fyrir
höfundi vakir einkum að segja sögu héraðs og
reyndar lands, en hann velur sér baráttu og
æviferi! merkilegs fulltrúa tímabilsins sem eins-
konar sjónarhól, þaðan sem víða sér til kenni-
leita. Eða eigum við kannske að segja, að
persónusaga Einars sé eins og heimahöfn, sem
liggur vel við miðum og er ákjósanleg þeim,
er langt og víða vill sækja. Sannast er þó
það, að saga mannsins og héraðsins rennur
fram í einum breiðum straumi og verður ekki
hvort frá öðru skilið. Ahugi höfundar á at-
vinnu- og menningarsögu héraðs á merkilegu
tímabili vegur salt við áhuga hans á einum
helzta forvígismanni í þessari sögulegu fram-
vindu, og verður ekki annað séð en á þessu
fari prýðilega.
Arnór Sigurjónsson virðist hafa verið hrædd-
ur um að mönnum mundi finnast bók hans
sfrembin og leiðinleg aflestrar. Hún er hvor-
ugt. Frásögnin er einkar skýr og skilmerkileg
og heldur sig trúlega að efninu, útúrkróka-
laust og vangaveltulaust. Og leiðinleg er ekki
sú saga, sem sögð er af vaknandi vitund
manna á 19. öld um auðlegð lands og sjáv-
ar á íslandi og fyrstu tilraunum landsmanna
til þess að hagnýta þessa auðlegð og Ieggja
með því grundvöll að nýju þjóðfélagi. Sagan
rennur í breiðum farvegi og fer hægt, en það
er kostur á sögulegi riti, en ókostur ekki. Að
reyna að gera langa sögu stutta með því að
stikla á stóru er til þess eins að gera hana
ósanna. Segja má, að sagan sé ekki glæsi-
leg, enda standa ekki efni til þess. Það er
ekki verið að segja frá neinum afburða glæsi-
brag eða stórum mannlegum örlögum eða
dramatískum viðburðum. Það er verið að
segja einn þátt í baráttusögu íslenzkrar al-
þýðu, og verður að skeika að sköpuðu, hvort
mönnum þykir það leiðinlegt efni.
Það tel ég kost á þessari sögu, hvc mikið
far höfundur gerir sér um að Iáta heimildir
sjálfar tala sínu máli. Þetta lengir að vísu
bókina mikið, þar sem upp eru teknir langir
greinarkaflar úr blöðum og langt mál úr
sendibréfum, en þetta kemur Iesandanum bet-
ur en nokkuð annað í sambandi við þá menn
og þann tíma, sem verið er að lýsa, auk þess
sem það opnar honum Ieið til sjálfstæðs skiln-
ings án þess að þurfa að sjá allt með aug-
um söguhöfundarins. Þá hefur og þessi bók
stóran hag af því, hversu þaulkunnugur Arnór
er vettvangi atburðanna. Hann skrifar um
hérað og héraðsbúa í Suður-Þingeyjarsýslu af
svo gróinni og nákominni þekkingu, að telja
verður óhugsandi að. nokkur utanhéraðsmaður
hefði getað gert slíkt hið sama.
Suður-Þingeyingar mega sannarlega vel una
sínum hlut í sagnaritun síðustu ára. Fyrir
tveimur árum kom út fyrsta bindi af þrem-
ur um Tryggva Gunnarsson eftir Þorkel Jó-
hannesson og nú þessi saga Einars í Nesi eftir
Arnór. Þeir Tryggvi og Einar voru að heita
má jafnaldrar, þeir voru samsveitungar og
runnir upp úr sama menningarumhverfi, gáf-
aðir, sjálfmenntaðir, kjarkmiklir menn, sem
báðir völdust ungir til forystu á Norðurlandi
upp úr miðri síðastliðinni öld. Svo sem eðli-
legt er, eru þessar bækur því að ýmsu leyti
keimlíkar, enda svipaðri sagnritunaraðferð
beitt við báðar, en því fer þó fjarri, að önnur
bókin geri hina óþarfa. Þó að þær gerist að
DAGSKRÁ
70